Tyrkland

Krefjumst réttlætis fyrir nemendur vegna gleðigöngu

Þann 10. maí 2019 skipu­lögðu nemendur í einum virt­asta tækni­há­skóla Tyrk­lands Middle East Technical University (METU) gleði­göngu og hátíð­ar­höld til að fagna ástinni og fjöl­breyti­leik­anum. En frið­sömum og löglegum hátíð­ar­höld­unum var mætt með ofbeldi og hörku lögreglu sem beitti piparúða, plast­skotum og tára­gasi á mann­fjöldann. Að minnsta kosti 22 einstak­lingar voru hand­teknir með ólög­mætum hætti á háskóla­svæðinu og nú eiga 18 þeirra, auk eins starfs­manns skólans, yfir höfði sér tilhæfu­lausar ákærur fyrir þátt­töku í gleði­göng­unni. Rétt­ar­höldin yfir þeim hefjast 12. mars.

Mynd­bands­upp­tökur sýna að nemendur og starfs­fólk skólans höfðu safnast saman frið­sam­lega en þeim svo sagt að þau mættu ekki flagga regn­boga­fánum eða setjast á gras­fleti svæð­isins. Einnig var þeim bannað að flytja ávörp.

Ríkjum ber skylda til að leyfa fólki að standa fyrir frið­sömum samkomum. Í þessu tilfelli var brotið á rétti nemenda og starf­sólks METU með hörku og ofbeldi með fyrr­greindum afleið­ingum.

Netákalls­fé­lagar krefjast þess að ákærur á hendur 18 nemendum og einum starfs­manni METU verði látnar niður falla án tafar og ofbeld­is­fullar aðgerðir lögreglu verði rann­sak­aðar og ábyrgð­ar­að­ilar látnir svara til saka!

Þetta hugrakka unga fólk þarf á stuðn­ingi þínum að halda. Sýndu þeim stuðning í verki og skrifaðu undir ákallið strax!

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Bandaríkin

Farandfólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd í hættu vegna covid-19

Á sama tíma og heimurinn bregst við fordæmalausum aðstæðum sem skapast hafa vegna kórónuveirunnar eru fullorðnir og börn, vistuð í varðhaldi á vegum innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna í yfirfullum rýmum, í mikilli smithættu og með takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Kína

Kína hætti ofsóknum gegn Úígúrum

Allt að ein milljón einstaklinga, aðallega minnihlutahópar múslima, hefur verið handtekin að geðþótta og komið fyrir í svokölluðum endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína. Þeirra á meðal eru Úígúrar, Kasakar og önnur þjóðarbrot sem eiga sér sterkar trúarlegar og menningarlegar rætur.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.

Ísland

Stjórnvöld tryggi velferð trans barna og unglinga

Í upphafi þessa árs var trans teymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) lagt niður. Umrætt teymi hefur gegnt lykilhlutverki í lífi trans barna og unglinga. Mikil óvissa ríkir nú um hvernig trans börn og unglingar verða þjónustuð.

Íran

16 ára fangelsisdómur fyrir að mótmæla löggjöf um höfuðslæðu

Yasaman Aryani storkaði lögum um höfuðslæðu í Íran með ögrandi gjörningi. Yasaman og móðir hennar gengu með hárið óhulið um lestarvagn einungis ætlaðan konum og dreifðu hvítum blómum meðal farþega. Yasaman var dæmd í 16 ára fangelsi í kjölfarið.

Grikkland

Börn á flótta fái aðgang að heilbrigðisþjónustu

Síðan í júlí 2019 hefur umsækj­endum um alþjóð­lega vernd og börnum óskráðs flótta­fólks verið mein­aður aðgangur að opin­berri heil­brigð­is­þjón­ustu í Grikklandi. Ný lög um alþjóð­lega vernd sem kynnt voru í nóvember síðast­liðnum hafa komið einhvers konar reglu á málið en skortur á aðgerða­áætlun veldur því að líf og heilsa þúsunda barna og full­orð­inna er í hættu.

Íran

Íslensk stjórnvöld beiti sér á alþjóðavettvangi

Í Íran fer ástand mannréttinda stöðugt versnandi. Stjórnvöld brjóta á rétti borgara sinna til tjáningarfrelsis, félaga- og fundafrelsis. Konur verða fyrir margvíslegri mismunun og þeim refsað fyrir að láta sjá sig opinberlega án höfuðslæðu. Baráttukonur fyrir mannréttindum eru fangelsaðar fyrir að mótmæla ástandinu með friðsömum hætti. Pyndingum og annarri illri meðferð er beitt án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar. Þá er dauðarefsingin enn lögleg í Íran, auk þess sem aftökur eru framkvæmdar án dóms og laga.