Grikkland

Krefjumst réttlætis fyrir Zak

Zak Kostopoulos, grískur samkyn­hneigður aðgerða- og mann­rétt­inda-
sinni lést þann 21. sept­ember 2018 í kjölfar fólsku­legrar líkams­árásar. Zak, einnig þekktur undir drag-sviðs­nafninu Zackie Oh, var baráttu­maður fyrir rétt­indum hinsegin fólks og HIV- smit­aðra.

Mynd­bands­upp­tökur sýna hvernig tveir menn gengu í skrokk á Zak eftir að hann gekk inn í skart­gripa­verslun í miðborg Aþenu. Upptökur sýna einnig Zak liggj­andi á jörð­inni eftir árásina, alvar­lega slas­aðan án þess að geta hreyft sig, umkringdan lögreglu­þjónum. Þar sést að lögreglu­þjón­arnir reyna að hand­taka hann á grófan hátt og einn af þeim sparkar í Zak. Samkvæmt krufn­ing­ar­skýrsl­unni leiddu áverk­arnir hann til dauða.

Dauði Zaks hefur haft gríð­arleg áhrif á fjöl­skyldu hans, vini og mann­rétt­inda­sam­félag Grikk­lands. Fjölda­mót­mæli hafa farið fram víðs vegar í Evrópu þar sem krafist er rétt­lætis fyrir dauða Zaks.

Rann­sókn á árás­inni gegn Zak er nú lokið. Tveir almennir borg­arar og fjórir lögreglu­menn hafa verið ákærðir fyrir líkams­árás sem leiddi til dauða. Fjöl­skylda Zaks hefur lagt fram form­lega kvörtun þar sem farið er fram á að almennu borg­ar­arnir tveir og þeir níu lögreglu­menn sem komu að hand­töku Zaks verði ákærðir fyrir mann­dráp sem er lögum samkvæmt alvar­legri glæpur en líkams­árás sem leiðir til dauða og að fjórir lögreglu­þjónar verði kærðir fyrir pynd­ingar. Margir hafa áhyggjur af alvar­legum göllum í rann­sókn málsins vegna langvar­andi bresta í kerfinu er snúa að rann­sóknum á lögreglu­of­beldi.

Frásagnir af dauða Zaks og fals­fréttir í kringum málið sýna rótgróna fordóma samfé­lagsins. Þetta má ekki viðgangast. Saman getum við náð fram rétt­læti fyrir Zak og fjöl­skyldu hans.

Skrifaðu undir og krefstu þess að gríski dóms­mála­ráð­herrann gangi úr skugga um að allir árás­ar­menn­irnir og þeir sem áttu einhvern hlut í dauða hans verði dregnir fyrir dóm. Einnig er þess krafist að viðeig­andi yfir­völd skoði hvort ástæða árás­anna hafi verið vegna haturs, mismun­unar eða annarra fordóma.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Marokkó

Marokkó: Blaðamaður áreittur af stjórnvöldum

Þann 29. júlí 2020 var blaðamaðurinn Omar Radi handtekinn og ákærður fyrir að grafa undan þjóðaröryggi og fyrir nauðgun. Marokkósk stjórnvöld hafa áreitt hann síðan skýrsla frá Amnesty International sem birt var í júní 2020 sýndi fram á að njósnað hefði verið um hann í gegnum síma hans. Omar Radi hefur verið ötull gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og hefur rannsakað spillingu stjórnvalda.

Hvíta-Rússland

Hvíta-Rússland: Verndum friðsama mótmælendur

Myndir og skýrslur sem varpa ljósi á ómannúðlegt lögregluofbeldi gegn friðsömum mótmælendum í Hvíta-Rússlandi, bæði á götum úti og í varðhaldi, hafa verið í fréttum um allan heim.

Venesúela

Venesúela: Fellið niður ákærur á hendur pólitísks fanga

Óeinkennisklæddir lögreglumenn handtóku Nicmer Evans, stjórnmálafræðing, þann 13. júlí 2020 í Caracas í Venesúela. Þeir eru liðsmenn öryggissveitar hersins (DGCIM) og annarrar sérdeildar innan hersins (CICPC).

Íran

Íran: Íranskur Kúrdi á yfir höfði sér dauðadóm

Arsalan Khodkam hlaut dauðadóm fyrir „njósnir“ eftir óréttlát réttarhöld sem stóðu yfir í 30 mínútur. Dómurinn var byggður á játningu sem náð var fram með pyndingum. Hann hefur ekki fengið að velja sér lögfræðing. Dauðadómur fyrir njósnir brýtur gegn alþjóðalögum. 

Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.