Grikkland

Krefjumst réttlætis fyrir Zak

Zak Kostopoulos, grískur samkyn­hneigður aðgerða- og mann­rétt­inda-
sinni lést þann 21. sept­ember 2018 í kjölfar fólsku­legrar líkams­árásar. Zak, einnig þekktur undir drag-sviðs­nafninu Zackie Oh, var baráttu­maður fyrir rétt­indum hinsegin fólks og HIV- smit­aðra.

Mynd­bands­upp­tökur sýna hvernig tveir menn gengu í skrokk á Zak eftir að hann gekk inn í skart­gripa­verslun í miðborg Aþenu. Upptökur sýna einnig Zak liggj­andi á jörð­inni eftir árásina, alvar­lega slas­aðan án þess að geta hreyft sig, umkringdan lögreglu­þjónum. Þar sést að lögreglu­þjón­arnir reyna að hand­taka hann á grófan hátt og einn af þeim sparkar í Zak. Samkvæmt krufn­ing­ar­skýrsl­unni leiddu áverk­arnir hann til dauða.

Dauði Zaks hefur haft gríð­arleg áhrif á fjöl­skyldu hans, vini og mann­rétt­inda­sam­félag Grikk­lands. Fjölda­mót­mæli hafa farið fram víðs vegar í Evrópu þar sem krafist er rétt­lætis fyrir dauða Zaks.

Rann­sókn á árás­inni gegn Zak er nú lokið. Tveir almennir borg­arar og fjórir lögreglu­menn hafa verið ákærðir fyrir líkams­árás sem leiddi til dauða. Fjöl­skylda Zaks hefur lagt fram form­lega kvörtun þar sem farið er fram á að almennu borg­ar­arnir tveir og þeir níu lögreglu­menn sem komu að hand­töku Zaks verði ákærðir fyrir mann­dráp sem er lögum samkvæmt alvar­legri glæpur en líkams­árás sem leiðir til dauða og að fjórir lögreglu­þjónar verði kærðir fyrir pynd­ingar. Margir hafa áhyggjur af alvar­legum göllum í rann­sókn málsins vegna langvar­andi bresta í kerfinu er snúa að rann­sóknum á lögreglu­of­beldi.

Frásagnir af dauða Zaks og fals­fréttir í kringum málið sýna rótgróna fordóma samfé­lagsins. Þetta má ekki viðgangast. Saman getum við náð fram rétt­læti fyrir Zak og fjöl­skyldu hans.

Skrifaðu undir og krefstu þess að gríski dóms­mála­ráð­herrann gangi úr skugga um að allir árás­ar­menn­irnir og þeir sem áttu einhvern hlut í dauða hans verði dregnir fyrir dóm. Einnig er þess krafist að viðeig­andi yfir­völd skoði hvort ástæða árás­anna hafi verið vegna haturs, mismun­unar eða annarra fordóma.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Grikkland

Krefjumst réttlætis fyrir Zak

Zak Kostopoulos, grískur samkynhneigður aðgerða- og mannréttindasinni lést þann 21. september 2018 í kjölfar fólskulegrar líkamsárásar. Zak, einnig þekktur undir drag-sviðsnafninu Zackie Oh, var baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og HIV- smitaðra.

Hong Kong

Verndum réttindi íbúa Hong Kong

Íbúar Hong Kong hafa af hugrekki mótmælt fyrirhuguðu lagafrumvarpi þrátt fyrir ofbeldi lögreglu. Verði frumvarpið samþykkti eiga íbúar Hong Kong á hættu að verða framseldir til meginlands Kína og sæta þar illri meðferð.

Íran

Bresk-írönsk kona sökuð um njósnir

Nazanin Zaghari-Ratcliffe er fertug bresk-írönsk kona. Hún hefur nú setið í meira en þúsund daga í írönsku fangelsi þar sem hún afplánar dóm en hún var sakfelld fyrir njósnir vorið 2016. Írönsk stjórnvöld búa ekki yfir neinum sönnunum sem styðja þessar ásakanir.

Danmörk

Danmörk: Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.

Ekvador

Ekvador: Verndum umhverfissinna í Amason-regnskóginum

Þær Patricia Gualinga, Nema Grefa, Salomé Aranda og Margoth Escobar hætta lífi sínu og fjölskyldna sinna daglega við störf sín í Amason-skóginum. Störf þeirra felast í því að vernda stærsta regnskóg heims með því að berjast gegn pólitískum og efnahagslegum öflum sem tengjast jarðefnavinnslu á landsvæðum frumbyggja í Amason.

Kína

Kína: Mannréttindalögfræðingur í haldi

Wang Quanzhang er kínverskur mannréttindalögfræðingur sem hefur hætt lífi sínu til að verja mannréttindi. Þann 28. janúar 2019 hlaut hann fjögurra og hálfs árs dóm fyrir að „grafa undan valdi ríkisins“. Lengi vel fengust engar upplýsingar um hvar Wang Quanzhang var haldið en nú hefur komið í ljós að hann var nýlega fluttur í Linyi-fangelsið í Shandong-héraði.

Dóminíska lýðveldið

Krefjumst verndar vændisfólks í Dóminíska lýðveldinu

Lögreglan í Dóminíska lýðveldinu nauðgar, ber og niðurlægir vændisfólk – oft miðandi með byssum. Þetta eru pyndingar. Krefjumst verndar þeirra og að þær fái notið réttinda sinna!

Filippseyjar

Filippseyjar: Stöðvum árásir á mannréttindasinna

Þann 22. apríl fékk mannréttindasinninn Christina Palabay textaskilaboð frá nafnlausum aðila þar sem hún var vöruð við því að hún og nokkrir aðrir sem tilheyra mannréttindasamtökunum Karapatan á Filippseyjum verði myrt á þessu ári. Nokkrum klukkustundum áður var meðlimur Karapatan, Bernadino Patigas, skotinn til bana í borginni Escalante í Negros-héraðinu í norðuhluta Filippseyja.