Grikkland

Krefjumst réttlætis fyrir Zak

Zak Kostopoulos, grískur samkyn­hneigður aðgerða- og mann­rétt­inda-
sinni lést þann 21. sept­ember 2018 í kjölfar fólsku­legrar líkams­árásar. Zak, einnig þekktur undir drag-sviðs­nafninu Zackie Oh, var baráttu­maður fyrir rétt­indum hinsegin fólks og HIV- smit­aðra.

Mynd­bands­upp­tökur sýna hvernig tveir menn gengu í skrokk á Zak eftir að hann gekk inn í skart­gripa­verslun í miðborg Aþenu. Upptökur sýna einnig Zak liggj­andi á jörð­inni eftir árásina, alvar­lega slas­aðan án þess að geta hreyft sig, umkringdan lögreglu­þjónum. Þar sést að lögreglu­þjón­arnir reyna að hand­taka hann á grófan hátt og einn af þeim sparkar í Zak. Samkvæmt krufn­ing­ar­skýrsl­unni leiddu áverk­arnir hann til dauða.

Dauði Zaks hefur haft gríð­arleg áhrif á fjöl­skyldu hans, vini og mann­rétt­inda­sam­félag Grikk­lands. Fjölda­mót­mæli hafa farið fram víðs vegar í Evrópu þar sem krafist er rétt­lætis fyrir dauða Zaks.

Rann­sókn á árás­inni gegn Zak er nú lokið. Tveir almennir borg­arar og fjórir lögreglu­menn hafa verið ákærðir fyrir líkams­árás sem leiddi til dauða. Fjöl­skylda Zaks hefur lagt fram form­lega kvörtun þar sem farið er fram á að almennu borg­ar­arnir tveir og þeir níu lögreglu­menn sem komu að hand­töku Zaks verði ákærðir fyrir mann­dráp sem er lögum samkvæmt alvar­legri glæpur en líkams­árás sem leiðir til dauða og að fjórir lögreglu­þjónar verði kærðir fyrir pynd­ingar. Margir hafa áhyggjur af alvar­legum göllum í rann­sókn málsins vegna langvar­andi bresta í kerfinu er snúa að rann­sóknum á lögreglu­of­beldi.

Frásagnir af dauða Zaks og fals­fréttir í kringum málið sýna rótgróna fordóma samfé­lagsins. Þetta má ekki viðgangast. Saman getum við náð fram rétt­læti fyrir Zak og fjöl­skyldu hans.

Skrifaðu undir og krefstu þess að gríski dóms­mála­ráð­herrann gangi úr skugga um að allir árás­ar­menn­irnir og þeir sem áttu einhvern hlut í dauða hans verði dregnir fyrir dóm. Einnig er þess krafist að viðeig­andi yfir­völd skoði hvort ástæða árás­anna hafi verið vegna haturs, mismun­unar eða annarra fordóma.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.