Simbabve

Lækni rænt af heimili sínu

Peter Magom­beyi, læknir og forseti Félags sjúkra­hús­lækna í Simbabve, var rænt af heimili sínu í Harare Budiriro að nætur­lagi af þremur vopn­uðum mönnum þann 14. sept­ember síðast­liðinn. Aðilar grun­aðir um að starfa fyrir leyni­þjón­ustu Simbabve höfðu hótað honum að hann myndi hverfa spor­laust með valdi ef hann hætti ekki afskiptum sínum af verk­falli lækna.

Hæstiréttur landsins hefur fyrir­skipað rann­sókn á hvarfinu með því að leggja fram svo­kallaða habeas corp­us-kröfu sem á að vernda borg­ara gegn frels­is­svipt­ingu án dóms og laga og kveður á um að innan tiltekins tímaramma eigi aðili sem er frels­is­sviptur að vera leiddur fyrir dómara sem úrskurðar um lögmæti frels­is­svipt­ing­ar­innar. Þessu hefur ekki verið fylgt eftir og ekkert er vitað hvar Peter Magom­beyi er haldið.

Þann 30. ágúst tilkynnti Félag sjúkra­hús­lækna yfir­völdum í Simbabve að læknar landsins myndu leggja niður störf frá og með 3. sept­ember. Undir tilkynn­inguna skrifar Peter Magom­beyi sem starf­andi forseti Félags sjúkra­hús­lækna. Lækn­arnir krefjast betri launa, betri tækja­bún­aðar og aðgangs að betri lyfjum á ríkis­spít­ölum landsins. Almenna heil­brigðis­kerfinu hefur hrakað síðustu ár vegna efna­hags­legrar óstjórnar og læknar hafa ítrekað vakið athygli á skorti á sjúkra­vörum, slæmri aðstöðu og niður­skurði í heil­brigðis­kerfinu. Peter Magom­beyi var frels­is­sviptur fyrir að krefjast betri kjara fyrir lækna í Simbabve.

Læknar í Simbabve hafa lagt niður störf og sameinast í mótmælum til að krefjast þess að Peter Magom­beyi verði leystur úr haldi.

Peter Magom­beyi er samviskufangi, frels­is­sviptur fyrir að krefjast betri kjara og betra heil­brigðis­kerfis! Krefj­umst þess að yfir­völd í Simbabve leysi hann tafar­laust úr haldi!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Flest börn tekin af lífi í Íran

Á síðustu þremur árum hefur Íran fjölgað aftökum á börnum og ungmennum sem framið höfðu glæpi á barnsaldri þrátt fyrir að það sé ólöglegt samkvæmt alþjóðlegum lögum og mjög alvarlegt brot á mannréttindum. Til þess að koma í veg fyrir viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu hefur Íran ítrekað framkvæmt þessar ólöglegu aftökur á ungmennum í leyni, án vitneskju fjölskyldna eða lögfræðinga þeirra. Með þeim hætti fá samtök eins og Amnesty International ekki tækifæri til að upplýsa heiminn um voðaverkin og hvetja fólk eins og þig til aðgerða.

Marokkó

Blaðakona í haldi á fölskum forsendum

Hajar Raissouni var handtekin af marokkósku lögreglunni 31. ágúst síðastliðinn grunuð um að hafa gengist undir þungunarrof, þrátt fyrir að engar sannanir liggi fyrir. Hún var handtekin fyrir utan læknamiðstöð í Rabat ásamt unnusta sínum, lækni og tveimur starfsmönnum læknamiðstöðvarinnar. Öll fimm eru enn í haldi.

Simbabve

Lækni rænt af heimili sínu

Peter Magombeyi, læknir og forseti Félags sjúkrahúslækna í Simbabve, var rænt af heimili sínu í Harare Budiriro að næturlagi af þremur vopnuðum mönnum þann 14. september síðastliðinn. Aðilar grunaðir um að starfa fyrir leyniþjónustu Simbabve höfðu hótað honum að hann myndi hverfa sporlaust með valdi ef hann hætti ekki afskiptum sínum af verkfalli lækna.

Indland

Skert tjáningarfrelsi í Kasmír

Frá 5. ágúst síðastliðnum hefur ríkt fjarskiptabann í Kasmír-héraði, fyrirskipað af indverskum stjórnvöldum. Þá hefur íbúum héraðsins einnig verið sett útgöngubann sem kemur í veg fyrir að fólk geti farið út af heimili sínu eða átt samskipti hvort við annað og umheiminn.

Suður-Afríka

Menntakerfi sem viðheldur ójöfnuði

Þó að 25 ár séu liðin frá því að lög um aðskilnaðarstefnu voru afnumin í Suður-Afríku gætir enn mikils ójöfnuðar í menntakerfi landsins. Arfleifð kynþáttamismununar í menntakerfinu einkennist meðal annars af slæmum árangri nemenda í grunn- og framhaldsskóla, yfirfullum kennslustofum, ófullnægjandi aðstöðu og námsgögnum tug þúsunda nemenda.

Ekvador

Verndum umhverfissinna í Amason-regnskóginum

Þær Patricia Gualinga, Nema Grefa, Salomé Aranda og Margoth Escobar hætta lífi sínu og fjölskyldna sinna daglega við störf sín í Amason-skóginum. Störf þeirra felast í því að vernda stærsta regnskóg heims með því að berjast gegn pólitískum og efnahagslegum öflum sem tengjast jarðefnavinnslu á landsvæðum frumbyggja í Amason.

Danmörk

Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.