Simbabve

Lækni rænt af heimili sínu

Peter Magom­beyi, læknir og forseti Félags sjúkra­hús­lækna í Simbabve, var rænt af heimili sínu í Harare Budiriro að nætur­lagi af þremur vopn­uðum mönnum þann 14. sept­ember síðast­liðinn. Aðilar grun­aðir um að starfa fyrir leyni­þjón­ustu Simbabve höfðu hótað honum að hann myndi hverfa spor­laust með valdi ef hann hætti ekki afskiptum sínum af verk­falli lækna.

Hæstiréttur landsins hefur fyrir­skipað rann­sókn á hvarfinu með því að leggja fram svo­kallaða habeas corp­us-kröfu sem á að vernda borg­ara gegn frels­is­svipt­ingu án dóms og laga og kveður á um að innan tiltekins tímaramma eigi aðili sem er frels­is­sviptur að vera leiddur fyrir dómara sem úrskurðar um lögmæti frels­is­svipt­ing­ar­innar. Þessu hefur ekki verið fylgt eftir og ekkert er vitað hvar Peter Magom­beyi er haldið.

Þann 30. ágúst tilkynnti Félag sjúkra­hús­lækna yfir­völdum í Simbabve að læknar landsins myndu leggja niður störf frá og með 3. sept­ember. Undir tilkynn­inguna skrifar Peter Magom­beyi sem starf­andi forseti Félags sjúkra­hús­lækna. Lækn­arnir krefjast betri launa, betri tækja­bún­aðar og aðgangs að betri lyfjum á ríkis­spít­ölum landsins. Almenna heil­brigðis­kerfinu hefur hrakað síðustu ár vegna efna­hags­legrar óstjórnar og læknar hafa ítrekað vakið athygli á skorti á sjúkra­vörum, slæmri aðstöðu og niður­skurði í heil­brigðis­kerfinu. Peter Magom­beyi var frels­is­sviptur fyrir að krefjast betri kjara fyrir lækna í Simbabve.

Læknar í Simbabve hafa lagt niður störf og sameinast í mótmælum til að krefjast þess að Peter Magom­beyi verði leystur úr haldi.

Peter Magom­beyi er samviskufangi, frels­is­sviptur fyrir að krefjast betri kjara og betra heil­brigðis­kerfis! Krefj­umst þess að yfir­völd í Simbabve leysi hann tafar­laust úr haldi!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Marokkó

Marokkó: Blaðamaður áreittur af stjórnvöldum

Þann 29. júlí 2020 var blaðamaðurinn Omar Radi handtekinn og ákærður fyrir að grafa undan þjóðaröryggi og fyrir nauðgun. Marokkósk stjórnvöld hafa áreitt hann síðan skýrsla frá Amnesty International sem birt var í júní 2020 sýndi fram á að njósnað hefði verið um hann í gegnum síma hans. Omar Radi hefur verið ötull gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og hefur rannsakað spillingu stjórnvalda.

Hvíta-Rússland

Hvíta-Rússland: Verndum friðsama mótmælendur

Myndir og skýrslur sem varpa ljósi á ómannúðlegt lögregluofbeldi gegn friðsömum mótmælendum í Hvíta-Rússlandi, bæði á götum úti og í varðhaldi, hafa verið í fréttum um allan heim.

Venesúela

Venesúela: Fellið niður ákærur á hendur pólitísks fanga

Óeinkennisklæddir lögreglumenn handtóku Nicmer Evans, stjórnmálafræðing, þann 13. júlí 2020 í Caracas í Venesúela. Þeir eru liðsmenn öryggissveitar hersins (DGCIM) og annarrar sérdeildar innan hersins (CICPC).

Íran

Íran: Íranskur Kúrdi á yfir höfði sér dauðadóm

Arsalan Khodkam hlaut dauðadóm fyrir „njósnir“ eftir óréttlát réttarhöld sem stóðu yfir í 30 mínútur. Dómurinn var byggður á játningu sem náð var fram með pyndingum. Hann hefur ekki fengið að velja sér lögfræðing. Dauðadómur fyrir njósnir brýtur gegn alþjóðalögum. 

Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.