Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fang­elsi 3. september 2025 eftir þátt­töku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagn­rýnt stjórn­völd opin­ber­lega. Hann var einnig virkur þátt­tak­andi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.  

Mótmæl­endur hand­teknir 

Andro var hand­tekinn í desember 2024 ásamt öðrum mótmæl­endum. Hann var einn af 19 mótmæl­endum sem voru sakfelldir í kjölfar ósann­gjarnra rétt­ar­halda. Þeir voru ákærðir fyrir að „taka þátt í hópó­eirðum“ en ákærur á hendur þeim voru á póli­tískum rótum runnar. Andro og hinir mótmæl­end­urnir sátu átta mánuði í gæslu­varð­haldi þar til þeir voru sakfelldir.  

Skortur á sönn­un­ar­gögnum 

Helsta sönn­un­ar­gagn gegn Andro var mynd­band frá mótmæl­unum þar sem hann virðist kasta spýtu. Yfir­völd hafa ekki getað sýnt fram á hvar spýtan lenti eða hvort hún hafi valdið einhverjum skaða. Enn fremur tókst yfir­völdum ekki að sýna fram á að verkn­aður Andro hafi verið skipu­lagður eða af ásettu ráði eins og lögin kveða á um.  

Herjað á gagn­rýn­endur 

Andro er einn fjöl­margra lista­manna og aðgerða­sinna sem georgísk yfir­völd hafa herjað á til að bæla niður gagn­rýni.  

Skrifaðu undir og krefstu þess að Andro og hinir 18 mótmæl­end­urnir verði leystir úr haldi og fái sann­gjörn rétt­ar­höld.  

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.