Ísrael

Leysa þarf palestínskan lækni úr haldi

Palestínski lækn­irinn Hussam Abu Safiya er fram­kvæmda­stjóri Kamal Adwan-spít­alans og hefur tjáð sig um hrun heil­brigðis­kerf­isins á Gaza. Hann var hand­tekinn að geðþótta af ísra­elskum yfir­völdum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan.

Hand­tekinn við störf sín

Ísra­elsher réðst inn á Kamal Adwan-spít­alann, einn þeirra síðustu sem enn er starf­andi á Gaza, og handtók Hussam Abu Safiya ásamt öðru heil­brigð­is­starfs­fólki og sjúk­lingum.

Hussam hefur rekið spít­alann af elju og veitt börnum nauð­syn­lega lækn­is­þjón­ustu. Hann varð sjálfur vitni að hruni heil­brigðis­kerf­isins á Gaza vegna hópmorðs Ísraels á Palestínu­búum og hélt áfram störfum sínum þrátt fyrir að hafa misst son sinn í loft­árás Ísraels. Hussam var hand­tekinn við að sinna sjúk­lingum sínum og skyldum á spít­al­anum, líkt og annað heil­brigð­is­starfs­fólk á undan honum.

Ill meðferð í fang­elsi

Ísra­elsk yfir­völd leyfðu Hussam ekki að hitta lögfræðing fyrr en 11. febrúar 2025. Í síðustu heim­sókn til hans í herfang­elsi í byrjun júlí greindi lögfræð­ingur hans frá því að Hussam Abu Safiya og aðrir fangar sættu barsmíðum í haldi. Lögfræð­ing­urinn sagði einnig að Hussam hefði orðið fyrir veru­legu þyngd­artapi þar sem fang­els­is­mála­yf­ir­völd Ísraels setja harka­legar takmark­anir á aðgang palestínskra fanga að mat og lækn­is­með­ferð ásamt því að hrein­læti er með skertu móti.

án ákæra og rétt­ar­halda

Hussam Abu Safiya er í varð­haldi að geðþótta án ákæra og rétt­ar­halda á grund­velli grimmi­legrar löggjafar. Ísrael hefur ráðist á palestínskt heil­brigð­is­starfs­fólk og lagt heil­brigðis­kerfið á Gaza í rúst með kerf­is­bundnum hætti þar sem ásetn­ing­urinn er að þröngva Palestínu­búum til þess að búa við lífs­skil­yrði sem miða að líkam­legri eyðingu þeirra.

Gríptu til aðgerða

Skrifaðu undir til að krefja ísra­elsk stjórn­völd um að leysa Hussam Abu Safiya og annað palestínskt heil­brigð­is­starfs­fólk skil­yrð­is­laust úr haldi án tafar.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.