Ísrael
Palestínski læknirinn Hussam Abu Safiya er framkvæmdastjóri Kamal Adwan-spítalans og hefur tjáð sig um hrun heilbrigðiskerfisins á Gaza. Hann var handtekinn að geðþótta af ísraelskum yfirvöldum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan.
Handtekinn við störf sín
Ísraelsher réðst inn á Kamal Adwan-spítalann, einn þeirra síðustu sem enn er starfandi á Gaza, og handtók Hussam Abu Safiya ásamt öðru heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum.
Hussam hefur rekið spítalann af elju og veitt börnum nauðsynlega læknisþjónustu. Hann varð sjálfur vitni að hruni heilbrigðiskerfisins á Gaza vegna hópmorðs Ísraels á Palestínubúum og hélt áfram störfum sínum þrátt fyrir að hafa misst son sinn í loftárás Ísraels. Hussam var handtekinn við að sinna sjúklingum sínum og skyldum á spítalanum, líkt og annað heilbrigðisstarfsfólk á undan honum.
Ill meðferð í fangelsi
Ísraelsk yfirvöld leyfðu Hussam ekki að hitta lögfræðing fyrr en 11. febrúar 2025. Í síðustu heimsókn til hans í herfangelsi í byrjun júlí greindi lögfræðingur hans frá því að Hussam Abu Safiya og aðrir fangar sættu barsmíðum í haldi. Lögfræðingurinn sagði einnig að Hussam hefði orðið fyrir verulegu þyngdartapi þar sem fangelsismálayfirvöld Ísraels setja harkalegar takmarkanir á aðgang palestínskra fanga að mat og læknismeðferð ásamt því að hreinlæti er með skertu móti.
án ákæra og réttarhalda
Hussam Abu Safiya er í varðhaldi að geðþótta án ákæra og réttarhalda á grundvelli grimmilegrar löggjafar. Ísrael hefur ráðist á palestínskt heilbrigðisstarfsfólk og lagt heilbrigðiskerfið á Gaza í rúst með kerfisbundnum hætti þar sem ásetningurinn er að þröngva Palestínubúum til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu þeirra.
Gríptu til aðgerða
Skrifaðu undir til að krefja ísraelsk stjórnvöld um að leysa Hussam Abu Safiya og annað palestínskt heilbrigðisstarfsfólk skilyrðislaust úr haldi án tafar.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu