Innflytjendayfirvöld Bandaríkjanna handtóku Mahmoud Khalil ólöglega og sætir hann nú geðþóttavarðhaldi. Hann er palestínskur aðgerðasinni sem nýlega lauk námi við Columbia-háskólann. Hann er með ótímabundið dvalarleyfi í Bandaríkjunum.
Yfirvöld veittust að Mahmoud vegna hlutverks hans í nemendamótmælum við Columbia-háskólann, þar sem hann nýtti tjáningar- og fundafrelsi sitt með friðsömum hætti. Hann hefur ekki verið ákærður fyrir neinn glæp.
Yfirvöld hafa upplýst hann um að þau hafi „afturkallað“ dvalarleyfi hans og að brottvísunarferli sé hafið.
Skrifaðu undir og krefstu þess að bandarísk yfirvöld leysi Mahmoud úr haldi, virði tjáningar- og fundafrelsi hans og tryggi réttláta málsmeðferð.