Simbabve

Leysið stjórnarandstæðinga úr þvinguðu haldi yfirvalda

Lögreglu­yf­ir­völd í Simbabve hand­tóku að geðþótta 79 meðlimi stjórn­ar­and­stöðu­hreyf­ing­ar­innar CCC (Citizens Coalition for Change), síðast­liðinn 16. júní. Meðal þeirra var Jameson Timba, tíma­bundinn leið­togi hreyf­ing­ar­innar. Hópurinn hafði safnast að heimili Jameson til að heiðra Dag afríska barnsins. Degi síðar var hópurinn ákærður fyrir að „safnast saman í þeim tilgangi að hvetja til ofbeldis og óspekta á almanna­færi”. Þrjú voru leyst úr haldi, þar af tvö börn, en 76 eru enn í varð­haldi á meðan þau bíða rétt­ar­halda.

Þann 27. júní var hópnum neitað um lausn gegn trygg­ingu á þeim forsendum að þau væru líkleg til að brjóta af sér með svip­uðum hætti aftur. Umsókn hópsins um lausn gegn trygg­ingu var svo aftur hafnað af Hæsta­rétti, 17. júlí.

Skrifaðu undir og krefstu þess að yfir­völd í Simbabve leysi alla 76 meðlimi CCC tafar­laust úr haldi og að felldar verði niður ákærur gegn þeim upprunnar af póli­tískum ástæðum.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.