Lögregluyfirvöld í Simbabve handtóku að geðþótta 79 meðlimi stjórnarandstöðuhreyfingarinnar CCC (Citizens Coalition for Change), síðastliðinn 16. júní. Meðal þeirra var Jameson Timba, tímabundinn leiðtogi hreyfingarinnar. Hópurinn hafði safnast að heimili Jameson til að heiðra Dag afríska barnsins. Degi síðar var hópurinn ákærður fyrir að „safnast saman í þeim tilgangi að hvetja til ofbeldis og óspekta á almannafæri”. Þrjú voru leyst úr haldi, þar af tvö börn, en 76 eru enn í varðhaldi á meðan þau bíða réttarhalda.
Þann 27. júní var hópnum neitað um lausn gegn tryggingu á þeim forsendum að þau væru líkleg til að brjóta af sér með svipuðum hætti aftur. Umsókn hópsins um lausn gegn tryggingu var svo aftur hafnað af Hæstarétti, 17. júlí.
Skrifaðu undir og krefstu þess að yfirvöld í Simbabve leysi alla 76 meðlimi CCC tafarlaust úr haldi og að felldar verði niður ákærur gegn þeim upprunnar af pólitískum ástæðum.