Kongó

Leysið unga aðgerðasinna úr haldi

Fimm ungir menn eiga yfir höfði sér þriggja ára dóm fyrir að krefjast lýðræð­is­legra umbóta í Kongó. Fyrir hvað? Að hvetja fólk til að mótmæla og tala fyrir lýðræð­is­legum og áreið­an­legum kosn­ingum sem eru aðgengi­legar öllum.

Forsetar geta einungis setið í embætti í tvö kjör­tímabil í Kongó samkvæmt stjórn­ar­skránni. Joseph Kaliba núver­andi forseti Kongó hefur hins vegar neitað að láta af embætti eftir þann tíma.

Til að bregðast við því stóðu fimm ungir aðgerða­sinnar, þeir Grâce Tshiunza, Mino Bopomi, Cedric Kalonji, Carbone Ben og Palmer Kabeya fyrir mótmælum til að verja stjórn­ar­skrána. Þeir kölluðu eftir að fangar yrðu látnir lausir, fjöl­miðla­frelsi yrði virt og leið­togar stjórn­ar­and­stöðu­hópa yrðu kall­aðir úr útlegð. Þess má geta að fimm­menn­ing­arnir eru allir meðlimir í einni hávær­ustu borg­ara­hreyf­ingu Kongó, Filimbi.

Mótmælin voru barin niður með valdi og misstu að minnsta kosti 17 einstak­lingar lífið, fjöldi fólks slas­aðist og aðgerða­sinn­arnir fimm voru hand­teknir.

Menn­irnir ungu sátu í einangrun í sex mánuði áður en mál þeirra var tekið fyrir í júní síðast­liðinn. Þeir voru ákærðir fyrir að móðga forsetann, birta skrif sem var ætlað að grafa undan stjórn­kerfinu og borg­ara­lega óhlýðni. Nú eiga þeir yfir höfði sér allt að þriggja ára fang­els­isdóm.

Fang­elsun kongóskra yfir­valda á borg­urum sínum sem tala fyrir auknu lýðræði hefur viðgengist allt of lengi en þau eru þegar farin að finna fyrir þrýst­ingi. Nýlega, eftir öldur mótmæla, ákvað Kabila forseti að hann myndi ekki bjóða sig fram aftur í næstu kosn­ingum.

Nú er tími til að keyra upp hitann. Krefjum kongósk yfir­völd til þess að leysa aðgerð­arsinnana fimm tafar­laust úr haldi!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Simbabve

Hvar er Itai Dzamara?

Itai Dzamara er blaðamaður frá Simbabve og leiðtogi hóps mótmælenda sem hefur barist friðsamlega fyrir auknu lýðræði í heimalandi sínu. Itai hvarf árið 2015 í Harare. Ekkert er vitað um örlög hans.

Tyrkland

Berið virðingu fyrir ættingjum hinna horfnu

Þann 25. ágúst síðastliðinn beitti lögreglan í Istanbúl táragasi og háþrýstivatnsdælum til að leysa upp friðsamleg mótmæli. Umrædd mótmæli samanstóðu aðallega af konum sem margar hverjar eru á áttræðisaldri og þekktar sem Laugardagsmæðurnar (e. Saturday Mothers).

Japan

Stjórnvöld afnemi dauðarefsinguna

Matsumoto Kenji hefur setið á dauðadeild fyrir morð frá árinu 1993 og má vænta aftöku sinnar hvað úr hverju. Hann hefur lengi verið andlega veikur en veikindi hans má rekja til kvikasilfurseitrunar. Hann er haldinn ofsóknaræði vegna veru sinnar í dauðadeild

Mexíkó

14 ára piltur beittur grófu lögregluofbeldi

José Adrián er 16 ára gamall drengur af Maja ættum búsettur í bænum X-Can í Yucatan fylki í Mexíkó. Hann er með slæma heyrn sem veldur oft erfiðleikum í samskiptum. Þann 25. febrúar 2016, þá 14 ára gamall, var hann handtekinn af handahófi og honum misþyrmt af lögreglunni.

Erítrea

Fyrrum ráðherra horfinn eftir útgáfu bókar

Að morgni 17. september sat fyrrum fjármálaráðherra Erítreu að snæðingi með syni sínum í Asmara þegar öryggisverðir komu á staðinn og báðu hann að koma með sér. Fjölskylda hans hefur ekkert heyrt í honum síðan né verið upplýst um hvar hann er

Kongó

Leysið unga aðgerðasinna úr haldi

Fimm ungir menn eiga yfir höfði sér þriggja ára dóm fyrir að krefjast lýðræðislegra umbóta í Kongó. Fyrir hvað? Að hvetja fólk til að mótmæla og tala fyrir lýðræðislegum og áreiðanlegum kosningum sem eru aðgengilegar öllum.