Venesúela
Undanfarinn áratug hefur Amnesty International skrásett beitingu varðhaldsvistunar að geðþótta í Venesúela. Aðgerðirnar eru hluti kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro.
Mál þeirra níu, kvenna og manna, sem hér er fjallað um, gefa vísbendingu um umfang kúgunarstefnu yfirvalda í Venesúela. Kennarar, verkalýðsfulltrúar, mannréttindafrömuðir og fjölmiðlafólk, hver sem er, getur átt á hættu að sæta varðhaldsvist af geðþóttaástæðum í pólitískum tilgangi, vera pyndaður, sæta þvinguðu mannshvarfi og verða af lífsáformum sínum.
Sum málin, eins og mál Roland Carreño, eru beintengd pólitísku aðgerðastarfi gegn ríkisstjórn landsins en í öðrum málum, eins og í tilfelli Emirlendris Benítez, voru einstaklingar skotmark vegna fjölskyldutengsla við þriðja aðila sem stjórnvöld álitu tortryggileg.
Það hve ólík málin eru sýnir hversu mikil hættan er á að almenningur sæti varðhaldi að geðþótta og öðrum alvarlegum mannréttindabrotum þar sem áhrifanna gætir bæði á meðal þeirra sem eru yfirlýstir andstæðingar stjórnvalda og einstaklinga sem eru ekki pólitískir.
Góðar fréttir! Búið er að leysa eftirfarandi þrjá einstaklinga úr haldi af þeim níu sem voru í upprunalega ákalli okkar:
Enn eru í haldi:
• Emirlendris Benítez: móðir og verslunarkona, handtekin í ágúst 2018.
• María Auxiliadora Delgado og Juan Carlos Marrufo: hjón og sérfræðingar, handtekin í mars 2019.
• Dario Estrada: einstaklingur með taugaþroskaröskun og verkfræðingur, handtekinn í desember 2020.
• Robert Franco: kennari og verkalýðsfélagi, handtekinn í desember 2020.
• Javier Tarazona: mannréttindafrömuður og samviskufangi, handtekinn í júlí 2021.
Við höldum baráttunni áfram. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að hin sex verði leyst úr haldi án tafar.
Nánar um skýrslu Amnesty International hér.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu