Sri Lanka

Lögfræðingur í haldi

Hejaaz Hizbullah, þekktur lögfræð­ingur á Sri Lanka var hand­tekinn 14. apríl síðast­liðinn og hefur setið í varð­haldi síðan án ákæru og aðgengis að lögfræð­ingi. Fjöl­skylda hans telur Hejaaz vera skot­spón stjórn­valda vegna vinnu sinnar, ekki síst mann­rétt­inda­bar­áttu í þágu múslima sem eru minni­hluta­hópur í landinu. Félag lögmanna á Sri Lanka segir að hand­taka Hejaaz Hizbullah sé vegna starfa hans sem lögfræð­ings. Fréttir fjöl­miðla herma að hann gæti verið ákærður á grunni harð­neskju­legra laga um forvarnir gegn hryðju­verkum (PTA).

Full­trúar rann­sókn­ar­lög­regl­unnar komu á heimili Hejaaz Hizbullah þann 14. apríl eftir að honum voru veittar þær fölsku upplýs­ingar að full­trúar heil­brigð­is­ráðu­neyt­isins væru á leið­inni vegna mögu­legs kórónu­veiru­smits. Hann var hand­tekinn og gögn í málum sem hann vann að gerð upptæk. Hejaaz var yfir­heyrður og settur í varð­hald en fékk að ræða við lögfræðing sinn að full­trúum lögregl­unnar viðstöddum fyrstu dagana. Eftir 16. apríl hefur hann ekkert fengið að ræða við lögfræðing sinn.

Hejaaz Hizbullah er hæsta­rétta­lög­maður og hefur verið gagn­rýninn á mann­rétt­inda­tengd málefni stjórn­valda á Sri Lanka, sérstak­lega mál tengd minni­hluta­hópum í landinu. Hejaaz og fjöl­skylda hans telja að hann hafi verið hand­tekinn vegna gagn­rýnna skoðana og hefur fjöl­skyldan hans lagt fram kærur til Mann­rétt­inda­nefndar Sri Lanka.

Skrifaðu undir málið núna og krefstu þess að Hejaaz Hizbullah verði sleppt án tafar ellegar að lagðar verði fram sann­anir fyrir glæp­sam­legu athæfi og honum birt ákæra þess efnis í samræmi við alþjóðalög. Krefstu þess að hann fái óheftan aðgang að lögfræð­ingi sínum og rétt­láta máls­með­ferð!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.