Sri Lanka

Lögfræðingur í haldi

Hejaaz Hizbullah, þekktur lögfræð­ingur á Sri Lanka var hand­tekinn 14. apríl síðast­liðinn og hefur setið í varð­haldi síðan án ákæru og aðgengis að lögfræð­ingi. Fjöl­skylda hans telur Hejaaz vera skot­spón stjórn­valda vegna vinnu sinnar, ekki síst mann­rétt­inda­bar­áttu í þágu múslima sem eru minni­hluta­hópur í landinu. Félag lögmanna á Sri Lanka segir að hand­taka Hejaaz Hizbullah sé vegna starfa hans sem lögfræð­ings. Fréttir fjöl­miðla herma að hann gæti verið ákærður á grunni harð­neskju­legra laga um forvarnir gegn hryðju­verkum (PTA).

Full­trúar rann­sókn­ar­lög­regl­unnar komu á heimili Hejaaz Hizbullah þann 14. apríl eftir að honum voru veittar þær fölsku upplýs­ingar að full­trúar heil­brigð­is­ráðu­neyt­isins væru á leið­inni vegna mögu­legs kórónu­veiru­smits. Hann var hand­tekinn og gögn í málum sem hann vann að gerð upptæk. Hejaaz var yfir­heyrður og settur í varð­hald en fékk að ræða við lögfræðing sinn að full­trúum lögregl­unnar viðstöddum fyrstu dagana. Eftir 16. apríl hefur hann ekkert fengið að ræða við lögfræðing sinn.

Hejaaz Hizbullah er hæsta­rétta­lög­maður og hefur verið gagn­rýninn á mann­rétt­inda­tengd málefni stjórn­valda á Sri Lanka, sérstak­lega mál tengd minni­hluta­hópum í landinu. Hejaaz og fjöl­skylda hans telja að hann hafi verið hand­tekinn vegna gagn­rýnna skoðana og hefur fjöl­skyldan hans lagt fram kærur til Mann­rétt­inda­nefndar Sri Lanka.

Skrifaðu undir málið núna og krefstu þess að Hejaaz Hizbullah verði sleppt án tafar ellegar að lagðar verði fram sann­anir fyrir glæp­sam­legu athæfi og honum birt ákæra þess efnis í samræmi við alþjóðalög. Krefstu þess að hann fái óheftan aðgang að lögfræð­ingi sínum og rétt­láta máls­með­ferð!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Íran: Dauðadómur í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Barzan Nasrollahzadeh var handtekinn þann 29. maí 2010, aðeins 17 ára gamall. Hann er súnní-múslími og Kúrdi sem er minnihlutahópur í Íran. Hann var í haldi í marga mánuði án þess að hafa aðgang að fjölskyldu sinni og var yfirheyrður án þess að lögfræðingur væri viðstaddur. Hann segist hafa verið pyndaður, meðal annars barinn, látinn hanga á hvolfi og honum gefið rafstuð. Hann var síðan neyddur til að skrifa undir yfirlýsingu sem bendlaði hann við saknæmt athæfi.

Angóla

Angóla: Réttlæti fyrir ungmenni sem létu lífið vegna lögregluofbeldis

Sjö ungmenni létu lífið frá maí til júlí 2020 vegna lögregluofbeldis í kjölfar aðgerða stjórnvalda gegn kórónuveirufaraldrinum. Fjöldi vitnisburða er um óhóflega valdbeitingu og notkun skotvopna lögreglunnar. Viðbrögð yfirvalda er fela í sér valdbeitingu sem getur leitt til dauða á ekki að líðast. Kilson var einn þeirra sem féll fyrir hendi lögreglu. Hann var aðeins fimmtán ára gamall.

Egyptaland

Egyptaland: Blaðakona í haldi sökuð um hryðjuverk

Esraa Abdefattah, aðgerðasinni og blaðakona, var numin af brott af óeinkennisklæddum lögreglumönnum og sætti pyndingum á ótilgreindum stað í október 2019. Síðan þá hefur hún sætt ólöglegu varðhaldi fyrir rangar sakargiftir sem tengjast hryðjuverkum. Hún var ein af fjölmörgum aðgerðasinnum sem herjað var á eftir að mótmæli brutust út þann 20. september 2019. Amnesty International skilgreinir hana sem samviskufanga.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.