Hong Kong

Lýðræðissinni í fangelsi fyrir friðsamleg mótmæli

Owen Chow Ka-shing er ungur aðgerðasinni sem hefur beitt sér fyrir lýðræði í Hong Kong. Hann var virkur þátt­tak­andi í mótmæla­hreyf­ingu sem kennd var við regn­hlífar árið 2014 og í mótmælum gegn frum­varpi um framsal frá Hong Kong til Kína árið 2019.

Chow er í fang­elsi fyrir að nýta tján­ingar- og funda­frelsið með frið­sam­legum hætti.

Hann afplánar nú 12 ára og 10 mánaða dóm. Hann sætti einnig langvar­andi gæslu­varð­haldi áður en rétt­ar­höld yfir honum hófust sem getur talist til geðþótta­varð­halds. 

Þjóðarör­ygg­islögum beitt til þögg­unar 

Eftir að þjóðarör­ygg­is­lögin (e. NSL – Nati­onal Secu­rity Law) tóku í gildi 30. júní 2020 hafa mann­rétt­indi og borg­ara­legt samfélag átt undir högg að sækja í Hong Kong. Þetta hefur leitt til þess að öllum mótmælum hefur verið hætt og fótunum kippt undan samfé­lags­hreyf­ingum, sem hefur sett gífur­legt mark á póli­tískt og samfé­lags­legt umhverfi. 

Stjórn­ar­and­stæð­ingar fang­els­aðir 

Næstum allir þekktir stjórn­ar­and­stæð­ingar í Hong Kong hafa verið hand­teknir og fang­els­aðir. Chow var fyrst hand­tekinn í janúar 2021. Hann var einn sakborn­inga í hópi 47 í tengslum við þátt­töku og skipu­lagn­ingu óform­legra forkosn­inga í júlí 2020 og hlaut hann næst­lengsta dóminn. Mál hinna 47 var stærsta málsóknin í Hong Kong á grund­velli þjóðarör­ygg­is­lag­anna.  

Bæling tján­ing­ar­frels­isins 

Málið er skýrt dæmi um ósann­gjörn rétt­ar­höld og bælingu tján­ing­ar­frels­isins og lýðræð­is­legra hreyf­inga í Hong Kong. Málið hefur haft hroll­vekj­andi áhrif á póli­tíska aðgerða­sinna og borg­ara­legar hreyf­ingar og skapað gífur­legan ótta á meðal almenn­ings.

Skrifaðu undir núna!

Krefstu þessOwen Chow Ka-shing verði skil­yrð­is­laust leystur úr haldi án tafar þar sem hann er í haldi fyrirnýta tján­ingar– og funda­frelsið með frið­sam­legum hætti 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.