Egyptaland

Mannréttindalögfræðingur þjáist í fangelsi og fær ekki læknisaðstoð

Hoda Abdelmoniem hefur verið í varð­haldi í fjögur ár að geðþótta yfir­valda. Rétt­ar­höld standa yfir í máli hennar vegna falskra ákæra sem má rekja til mann­rétt­ind­a­starfs hennar.

Egypsk yfir­völd synja henni um samskipti við fjöl­skyldu og viðun­andi lækn­is­að­stoð þrátt fyrir að Hoda glími við alvar­legan heilsu­brest. Hún á langa sjúkra­sögu að baki, er með hjarta­sjúkdóm og nýrun eru að gefa sig.

Augu heimsins eru á Egyptalandi í tengslum við lofts­lags­ráð­stefnuna COP27 sem haldin verður þar í landi dagana 6.-18. nóvember. Nú er einstakt tæki­færi til að skapa aukinn þrýsting á egypsk stjórn­völd.

Skrifaðu undir og krefstu þess að mann­rétt­indi séu virt í Egyptalandi og að Hoda Abdelmoniem verði látin laus skil­yrð­is­laust og án tafar.

Lestu nánar um stöðu tján­ing­ar­frelsis í Egyptalandi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.