Egyptaland

Mannréttindalögfræðingur þjáist í fangelsi og fær ekki læknisaðstoð

Hoda Abdelmoniem hefur verið í varð­haldi í fjögur ár að geðþótta yfir­valda. Rétt­ar­höld standa yfir í máli hennar vegna falskra ákæra sem má rekja til mann­rétt­ind­a­starfs hennar.

Egypsk yfir­völd synja henni um samskipti við fjöl­skyldu og viðun­andi lækn­is­að­stoð þrátt fyrir að Hoda glími við alvar­legan heilsu­brest. Hún á langa sjúkra­sögu að baki, er með hjarta­sjúkdóm og nýrun eru að gefa sig.

Augu heimsins eru á Egyptalandi í tengslum við lofts­lags­ráð­stefnuna COP27 sem haldin verður þar í landi dagana 6.-18. nóvember. Nú er einstakt tæki­færi til að skapa aukinn þrýsting á egypsk stjórn­völd.

Skrifaðu undir og krefstu þess að mann­rétt­indi séu virt í Egyptalandi og að Hoda Abdelmoniem verði látin laus skil­yrð­is­laust og án tafar.

Lestu nánar um stöðu tján­ing­ar­frelsis í Egyptalandi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.