Gambía

Mannréttindavernd í hættu í Gambíu

Forseti Gambíu, Adama Barrow, sakaði mann­rétt­inda­fröm­uðinn Madi Jobarteh um að vera „ólík­indatól“ sem vildi ofbeldi inn í landið þegar hann var á árlegum fundi sínum með öldunga­deild múslima í Banjul í Gambíu í ríkis­þing­húsinu á Koriteh fösturofs­há­tíð­inni þann 2. maí 2022.

Ásök­unin er líklega tilkomin vegna nýlegrar færslu Madi Jobarteh á samfé­lags­miðlum þar sem kallað var eftir því að ráðherra ríkis­stjórn­ar­innar yrði vikið frá vegna meintrar óstjórnar á þjóð­lendum. Yfir­lýsing forsetans setur öryggi Madi Jobarteh í hættu og grefur undan tján­ing­ar­frelsinu í Gambíu.

Gríptu til aðgerða og skrifaðu undir ákall um að öryggi mann­rétt­inda­fröm­uð­arins Madi Jobarteh verði tryggt og að hann geti nýtt sér rétt sinn til tján­ingar sem er stað­festur í stjórn­ar­skrá Gambíu.

Enn fremur er kallað eftir því að baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum geti stundað störf sín með frið­sömum hætti án hindrana, hótana og gæslu­varð­halds eða fang­elsis­vistar að geðþótta í samræmi við yfir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna um baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.