Víetnam

Meðlimir sjálfstæðrar bókaútgáfu pyndaðir af lögreglu

Meðlimir bóka­út­gáf­unnar Liberal Publis­hing House sem er sjálf­stætt rekin bóka­út­gáfa og selur bækur sem stjórn­völd telja inni­halda viðkvæmar upplýs­ingar hafa verið fang­els­aðir og pynd­aðir af lögreglu í borg­inni Ho Chi Minh í Víetnam. Frá því í október á síðasta ári hafa hundruð einstak­linga, bæði viðskipta­vinir og starfs­fólk, verið áreittir og ógnað af lögreglu vegna tengsla þeirra við Liberal Publis­hing House. Bóka­út­gáfan sem var stofnuð í febrúar 2019 gefur út fræði­bækur um stjórnmál, stefnumál stjórn­valda og önnur samfé­lagsleg málefni.

Snemma í maí á þessu ári var Thủy Tuất að störfum fyrir útgáfu­fé­lagið við að sendast með bækur. Hann var hand­tekinn, yfir­heyrður og pynd­aður af lögreglu. Þegar honum var loks sleppt úr haldi með alvar­lega áverka fór hann í felur af ótta við að vera hand­tekinn aftur. Í kjöl­farið var 24 ára gömul dóttir Thủy Tuất hand­tekin og neitar lögreglan að láta hana lausa úr haldi nema Thủy Tuất gefi sig fram.

Stjórn­ar­skrá Víetnam og alþjóða­mann­rétt­indalög taka skýra afstöðu til þess að standa skuli vörð um tján­ing­ar­frelsið sem tryggir réttinn til að dreifa og taka við upplýs­ingum og hugmyndum líkt og finna má í fræði­bókum Liberal Publis­hing House.

Stöðva þarf áreiti og ógnir gegn þeim sem starfa hjá eða versla við útgáfu­fé­lagið Liberal Publis­hing House og hefja óháða rann­sókn á málum einstak­linga sem hafa verið hand­teknir og pynd­aðir. Tryggja þarf að starf­semi sjálf­stæðra útgáfu­fé­laga sé örugg og njóti verndar laga um tján­ing­ar­frelsi.

Krefstu þess að lögreglan hætti að áreita og ógna Thủy Tuất og fjöl­skyldu hans og að dóttur hans verði sleppt úr haldi án tafar!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Bretland

Pyndingar verði ekki lengur refsiverðar

Um þessar mundir vinna bresk stjórnvöld að því að koma nýju frumvarpi í gegnum þingið sem kveður á um að pyndingar og stríðsglæpir af hálfu breskra hermanna verði ekki lengur refsiverð ef liðin eru fimm ár frá því brotin voru framin. Nái frumvarpið í gegn er breski herinn í raun hafinn yfir lög þar sem stríðsglæpir breskra hermanna fyrnast á fimm árum. Þetta þýðir að nær ógerlegt verður að sækja þá til saka fyrir glæpi eins og pyndingar ef liðin eru fimm ár.

Marokkó

Fræðimaður í varðhaldi að geðþótta

Maati Monjib, marokkóskur fræðimaður og mannréttindasinni, var handtekinn þann 29. desember 2020 á veitingastað í Rabat, höfuðborg Marokkó. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Hann og fjölskylda hans hafa legið undir ásökunum um peningaþvætti og hefur rannskókn á því máli staðið yfir síðan 7. október 2020. Rannsóknin er enn ein tilraunin til að kúga Maati Monjib vegna gagnrýni hans á stjórnvöld og ötula vinnu hans í þágu tjáningarfrelsis í Marokkó. Maati Monjib er samviskufangi og verður að leysa hann úr haldi án tafar!

Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.