Suður-Afríka

Menntakerfi sem viðheldur ójöfnuði

Þó að 25 ár séu liðin frá því að lög um aðskiln­að­ar­stefnu voru afnumin í Suður-Afríku gætir enn mikils ójöfn­uðar í mennta­kerfi landsins. Arfleifð kynþáttam­is­mun­unar í mennta­kerfinu einkennist meðal annars af slæmum árangri nemenda í grunn- og fram­halds­skóla, yfir­fullum kennslu­stofum, ófull­nægj­andi aðstöðu og náms­gögnum tug þúsunda nemenda.

Enn er mikill ójöfn­uður á grund­velli kynþáttar í mennta­gerfinu þrátt fyrir að stjórn­völd hafi lofað að afmá áhrif aðskiln­að­ar­stefn­unnar og veita fyrsta flokks menntun fyrir öll börn.
Nýlega ýtti Amnesty Internati­onal í Suður-Afríku úr vör herferð þar sem varað er við því að stjórn­völd viðhaldi hugmynda­fræði aðskiln­að­ar­stefn­unnar ef þau taki vanda­málið ekki alvar­lega.

„Okkar sýn er einföld. Öll börn eiga rétt á fyrsta flokks menntun á grunn­skóla­stigi. Að kunna að lesa og reikna getur reynst þeim hjálp­legt í fram­tíð­inni við að fá betri störf en það er einmitt liður í því að brjótast úr viðjum fátæktar og færir þeim von um betri framtíð,“

Shenilla Mohamed fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal  í Suður-Afríku

Í herferð­inni er bent á að 78% tíu ára suður-afrískra barna kunna ekki að lesa og 61% 11 ára barna getur ekki reiknað einföld reikn­is­dæmi. Nemendur í 17% af skólum landsins þurfa að notast við stór­hættu­lega og heilsu­spill­andi útikamra en nokkur dæmi eru um að börn hafi drukknað þar. Aðeins um helm­ingur af 1,2 millj­ónum nemenda sem hefur skóla­göngu í fyrsta bekk lýkur henni. Einungis 14% nemenda sem ljúka skóla­skyldu með nógu góðar einkunnir til að komast í háskóla.

Þó að vanda­málin séu rótgróin og víðfem telur Amnesty Internati­onal að það sé til lausn. Allt sem stjórn­völd þurfa erukveðni og póli­tískur vilji til að gera breyt­ingar og fylgja þeim eftir.

„Það er nauð­syn­legt að taka ábyrgð. Suður-Afríku er skylt samkvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum að veita almenna skóla­kerfinu full­nægj­andi aðföng til að gera  börnum kleift að njóta réttar síns til almenni­legrar mennt­unar. Það þarf að veita þeim grunn­þekk­ingu í lestri og reikn­ingi en það þarf einnig að búa þeim öruggt umhverfi með full­nægj­andi innviðum. Í herferð­inni köllum við eftir því að útikömrum verði skipt út fyrir örugg og hrein salerni. Ekkert barn á að eiga á hættu að slasast alvar­lega eða deyja í skól­anum,“

Shenilla Mohammed

Enskt slagorð herferð­ar­innar er #SignT­heSmi­leOff eða „Skrifaðu undir og fjar­lægðu brosið“. Það vitnar til þess að með óbreyttu ástandi eru suður-afrísk stjórn­völd að viðhalda hugmynda­fræði aðskiln­að­ar­stefn­unnar sem fengi­Hendrik Verwoerd ,helsta hugmynda­smiðs stefn­unnar, til að brosa.

„Í herferð­inni bendum við rétti­lega á að ef maðurinn sem mótaði aðskiln­að­ar­stefnuna sæi hvernig komið er fyrir mennta­kerfinu í dag myndi hann líklega brosa. Með því að sameinast um að skrifa undir og krefja stjórn­völd um jöfnuð í mennta­kerfi landsins fjar­lægjum við brosið af andliti Verwoerd og eyðum arfleifð hans. Það er nauð­syn­legt að læra af fortíð­inni til að skilja nútíðina. Markmið herferð­ar­innar er að tryggja öllum börnum í Suður-Afríku jafn­rétti til mennt­unar.“

Kumi Naidoo, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal, fæddur og uppalinn í Suður-Afríku

Skrifaðu undir núna og sendu suður-afrískum stjórn­völdum skýr skilaboð um mikil­vægi þess að öll börn hljóti jafn­rétti til náms.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Marokkó

Marokkó: Blaðamaður áreittur af stjórnvöldum

Þann 29. júlí 2020 var blaðamaðurinn Omar Radi handtekinn og ákærður fyrir að grafa undan þjóðaröryggi og fyrir nauðgun. Marokkósk stjórnvöld hafa áreitt hann síðan skýrsla frá Amnesty International sem birt var í júní 2020 sýndi fram á að njósnað hefði verið um hann í gegnum síma hans. Omar Radi hefur verið ötull gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og hefur rannsakað spillingu stjórnvalda.

Hvíta-Rússland

Hvíta-Rússland: Verndum friðsama mótmælendur

Myndir og skýrslur sem varpa ljósi á ómannúðlegt lögregluofbeldi gegn friðsömum mótmælendum í Hvíta-Rússlandi, bæði á götum úti og í varðhaldi, hafa verið í fréttum um allan heim.

Venesúela

Venesúela: Fellið niður ákærur á hendur pólitísks fanga

Óeinkennisklæddir lögreglumenn handtóku Nicmer Evans, stjórnmálafræðing, þann 13. júlí 2020 í Caracas í Venesúela. Þeir eru liðsmenn öryggissveitar hersins (DGCIM) og annarrar sérdeildar innan hersins (CICPC).

Íran

Íran: Íranskur Kúrdi á yfir höfði sér dauðadóm

Arsalan Khodkam hlaut dauðadóm fyrir „njósnir“ eftir óréttlát réttarhöld sem stóðu yfir í 30 mínútur. Dómurinn var byggður á játningu sem náð var fram með pyndingum. Hann hefur ekki fengið að velja sér lögfræðing. Dauðadómur fyrir njósnir brýtur gegn alþjóðalögum. 

Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.