Suður-Afríka

Menntakerfi sem viðheldur ójöfnuði

Þó að 25 ár séu liðin frá því að lög um aðskiln­að­ar­stefnu voru afnumin í Suður-Afríku gætir enn mikils ójöfn­uðar í mennta­kerfi landsins. Arfleifð kynþáttam­is­mun­unar í mennta­kerfinu einkennist meðal annars af slæmum árangri nemenda í grunn- og fram­halds­skóla, yfir­fullum kennslu­stofum, ófull­nægj­andi aðstöðu og náms­gögnum tug þúsunda nemenda.

Enn er mikill ójöfn­uður á grund­velli kynþáttar í mennta­gerfinu þrátt fyrir að stjórn­völd hafi lofað að afmá áhrif aðskiln­að­ar­stefn­unnar og veita fyrsta flokks menntun fyrir öll börn.
Nýlega ýtti Amnesty Internati­onal í Suður-Afríku úr vör herferð þar sem varað er við því að stjórn­völd viðhaldi hugmynda­fræði aðskiln­að­ar­stefn­unnar ef þau taki vanda­málið ekki alvar­lega.

„Okkar sýn er einföld. Öll börn eiga rétt á fyrsta flokks menntun á grunn­skóla­stigi. Að kunna að lesa og reikna getur reynst þeim hjálp­legt í fram­tíð­inni við að fá betri störf en það er einmitt liður í því að brjótast úr viðjum fátæktar og færir þeim von um betri framtíð,“

Shenilla Mohamed fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal  í Suður-Afríku

Í herferð­inni er bent á að 78% tíu ára suður-afrískra barna kunna ekki að lesa og 61% 11 ára barna getur ekki reiknað einföld reikn­is­dæmi. Nemendur í 17% af skólum landsins þurfa að notast við stór­hættu­lega og heilsu­spill­andi útikamra en nokkur dæmi eru um að börn hafi drukknað þar. Aðeins um helm­ingur af 1,2 millj­ónum nemenda sem hefur skóla­göngu í fyrsta bekk lýkur henni. Einungis 14% nemenda sem ljúka skóla­skyldu með nógu góðar einkunnir til að komast í háskóla.

Þó að vanda­málin séu rótgróin og víðfem telur Amnesty Internati­onal að það sé til lausn. Allt sem stjórn­völd þurfa erukveðni og póli­tískur vilji til að gera breyt­ingar og fylgja þeim eftir.

„Það er nauð­syn­legt að taka ábyrgð. Suður-Afríku er skylt samkvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum að veita almenna skóla­kerfinu full­nægj­andi aðföng til að gera  börnum kleift að njóta réttar síns til almenni­legrar mennt­unar. Það þarf að veita þeim grunn­þekk­ingu í lestri og reikn­ingi en það þarf einnig að búa þeim öruggt umhverfi með full­nægj­andi innviðum. Í herferð­inni köllum við eftir því að útikömrum verði skipt út fyrir örugg og hrein salerni. Ekkert barn á að eiga á hættu að slasast alvar­lega eða deyja í skól­anum,“

Shenilla Mohammed

Enskt slagorð herferð­ar­innar er #SignT­heSmi­leOff eða „Skrifaðu undir og fjar­lægðu brosið“. Það vitnar til þess að með óbreyttu ástandi eru suður-afrísk stjórn­völd að viðhalda hugmynda­fræði aðskiln­að­ar­stefn­unnar sem fengi­Hendrik Verwoerd ,helsta hugmynda­smiðs stefn­unnar, til að brosa.

„Í herferð­inni bendum við rétti­lega á að ef maðurinn sem mótaði aðskiln­að­ar­stefnuna sæi hvernig komið er fyrir mennta­kerfinu í dag myndi hann líklega brosa. Með því að sameinast um að skrifa undir og krefja stjórn­völd um jöfnuð í mennta­kerfi landsins fjar­lægjum við brosið af andliti Verwoerd og eyðum arfleifð hans. Það er nauð­syn­legt að læra af fortíð­inni til að skilja nútíðina. Markmið herferð­ar­innar er að tryggja öllum börnum í Suður-Afríku jafn­rétti til mennt­unar.“

Kumi Naidoo, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal, fæddur og uppalinn í Suður-Afríku

Skrifaðu undir núna og sendu suður-afrískum stjórn­völdum skýr skilaboð um mikil­vægi þess að öll börn hljóti jafn­rétti til náms.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Simbabve

Lækni rænt af heimili sínu

Peter Magombeyi, læknir og forseti Félags sjúkrahúslækna í Simbabve, var rænt af heimili sínu í Harare Budiriro að næturlagi af þremur vopnuðum mönnum þann 14. september síðastliðinn. Aðilar grunaðir um að starfa fyrir leyniþjónustu Simbabve höfðu hótað honum að hann myndi hverfa sporlaust með valdi ef hann hætti ekki afskiptum sínum af verkfalli lækna.

Indland

Skert tjáningarfrelsi í Kasmír

Frá 5. ágúst síðastliðnum hefur ríkt fjarskiptabann í Kasmír-héraði, fyrirskipað af indverskum stjórnvöldum. Þá hefur íbúum héraðsins einnig verið sett útgöngubann sem kemur í veg fyrir að fólk geti farið út af heimili sínu eða átt samskipti hvort við annað og umheiminn.

Suður-Afríka

Menntakerfi sem viðheldur ójöfnuði

Þó að 25 ár séu liðin frá því að lög um aðskilnaðarstefnu voru afnumin í Suður-Afríku gætir enn mikils ójöfnuðar í menntakerfi landsins. Arfleifð kynþáttamismununar í menntakerfinu einkennist meðal annars af slæmum árangri nemenda í grunn- og framhaldsskóla, yfirfullum kennslustofum, ófullnægjandi aðstöðu og námsgögnum tug þúsunda nemenda.

Grikkland

Krefjumst réttlætis fyrir Zak

Zak Kostopoulos, grískur samkynhneigður aðgerða- og mannréttindasinni lést þann 21. september 2018 í kjölfar fólskulegrar líkamsárásar. Zak, einnig þekktur undir drag-sviðsnafninu Zackie Oh, var baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og HIV- smitaðra.

Ekvador

Verndum umhverfissinna í Amason-regnskóginum

Þær Patricia Gualinga, Nema Grefa, Salomé Aranda og Margoth Escobar hætta lífi sínu og fjölskyldna sinna daglega við störf sín í Amason-skóginum. Störf þeirra felast í því að vernda stærsta regnskóg heims með því að berjast gegn pólitískum og efnahagslegum öflum sem tengjast jarðefnavinnslu á landsvæðum frumbyggja í Amason.

Íran

Bresk-írönsk kona sökuð um njósnir

Nazanin Zaghari-Ratcliffe er fertug bresk-írönsk kona. Hún hefur nú setið í meira en þúsund daga í írönsku fangelsi þar sem hún afplánar dóm en hún var sakfelld fyrir njósnir vorið 2016. Írönsk stjórnvöld búa ekki yfir neinum sönnunum sem styðja þessar ásakanir.

Danmörk

Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.

Filippseyjar

Stöðvum árásir á mannréttindasinna

Þann 22. apríl fékk mannréttindasinninn Christina Palabay textaskilaboð frá nafnlausum aðila þar sem hún var vöruð við því að hún og nokkrir aðrir sem tilheyra mannréttindasamtökunum Karapatan á Filippseyjum verði myrt á þessu ári. Nokkrum klukkustundum áður var meðlimur Karapatan, Bernadino Patigas, skotinn til bana í borginni Escalante í Negros-héraðinu í norðuhluta Filippseyja.