Suður-Afríka

Menntakerfi sem viðheldur ójöfnuði

Þó að 25 ár séu liðin frá því að lög um aðskiln­að­ar­stefnu voru afnumin í Suður-Afríku gætir enn mikils ójöfn­uðar í mennta­kerfi landsins. Arfleifð kynþáttam­is­mun­unar í mennta­kerfinu einkennist meðal annars af slæmum árangri nemenda í grunn- og fram­halds­skóla, yfir­fullum kennslu­stofum, ófull­nægj­andi aðstöðu og náms­gögnum tug þúsunda nemenda.

Enn er mikill ójöfn­uður á grund­velli kynþáttar í mennta­gerfinu þrátt fyrir að stjórn­völd hafi lofað að afmá áhrif aðskiln­að­ar­stefn­unnar og veita fyrsta flokks menntun fyrir öll börn.
Nýlega ýtti Amnesty Internati­onal í Suður-Afríku úr vör herferð þar sem varað er við því að stjórn­völd viðhaldi hugmynda­fræði aðskiln­að­ar­stefn­unnar ef þau taki vanda­málið ekki alvar­lega.

„Okkar sýn er einföld. Öll börn eiga rétt á fyrsta flokks menntun á grunn­skóla­stigi. Að kunna að lesa og reikna getur reynst þeim hjálp­legt í fram­tíð­inni við að fá betri störf en það er einmitt liður í því að brjótast úr viðjum fátæktar og færir þeim von um betri framtíð,“

Shenilla Mohamed fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal  í Suður-Afríku

Í herferð­inni er bent á að 78% tíu ára suður-afrískra barna kunna ekki að lesa og 61% 11 ára barna getur ekki reiknað einföld reikn­is­dæmi. Nemendur í 17% af skólum landsins þurfa að notast við stór­hættu­lega og heilsu­spill­andi útikamra en nokkur dæmi eru um að börn hafi drukknað þar. Aðeins um helm­ingur af 1,2 millj­ónum nemenda sem hefur skóla­göngu í fyrsta bekk lýkur henni. Einungis 14% nemenda sem ljúka skóla­skyldu með nógu góðar einkunnir til að komast í háskóla.

Þó að vanda­málin séu rótgróin og víðfem telur Amnesty Internati­onal að það sé til lausn. Allt sem stjórn­völd þurfa erukveðni og póli­tískur vilji til að gera breyt­ingar og fylgja þeim eftir.

„Það er nauð­syn­legt að taka ábyrgð. Suður-Afríku er skylt samkvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum að veita almenna skóla­kerfinu full­nægj­andi aðföng til að gera  börnum kleift að njóta réttar síns til almenni­legrar mennt­unar. Það þarf að veita þeim grunn­þekk­ingu í lestri og reikn­ingi en það þarf einnig að búa þeim öruggt umhverfi með full­nægj­andi innviðum. Í herferð­inni köllum við eftir því að útikömrum verði skipt út fyrir örugg og hrein salerni. Ekkert barn á að eiga á hættu að slasast alvar­lega eða deyja í skól­anum,“

Shenilla Mohammed

Enskt slagorð herferð­ar­innar er #SignT­heSmi­leOff eða „Skrifaðu undir og fjar­lægðu brosið“. Það vitnar til þess að með óbreyttu ástandi eru suður-afrísk stjórn­völd að viðhalda hugmynda­fræði aðskiln­að­ar­stefn­unnar sem fengi­Hendrik Verwoerd ,helsta hugmynda­smiðs stefn­unnar, til að brosa.

„Í herferð­inni bendum við rétti­lega á að ef maðurinn sem mótaði aðskiln­að­ar­stefnuna sæi hvernig komið er fyrir mennta­kerfinu í dag myndi hann líklega brosa. Með því að sameinast um að skrifa undir og krefja stjórn­völd um jöfnuð í mennta­kerfi landsins fjar­lægjum við brosið af andliti Verwoerd og eyðum arfleifð hans. Það er nauð­syn­legt að læra af fortíð­inni til að skilja nútíðina. Markmið herferð­ar­innar er að tryggja öllum börnum í Suður-Afríku jafn­rétti til mennt­unar.“

Kumi Naidoo, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal, fæddur og uppalinn í Suður-Afríku

Skrifaðu undir núna og sendu suður-afrískum stjórn­völdum skýr skilaboð um mikil­vægi þess að öll börn hljóti jafn­rétti til náms.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.