Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flótta­fólks og umsækj­enda um alþjóð­lega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norð­aust­ur­hluta Mósambík, í meira en eitt og hálft ár við hræði­legar aðstæður á lögreglu­stöð. Um er að ræða sextán einstak­linga frá Lýðstjórn­ar­lýð­veldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónu­veirufar­ald­ursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Þrátt fyrir að fólkið hafi verið í haldi í eitt og hálft ár hefur það ekki fengið upplýs­ingar um af hverju það er í haldi eða hvaða ákærur það á yfir höfði sér. Mál þess hefur heldur ekki farið fyrir dóm. Samkvæmt lögum á ekki halda einstak­lingum lengur en 90 daga án rétt­ar­halda.

Lögregla ásamt útlend­inga­eft­ir­lits­mönnum handtók fólkið án heim­ildar í Maratane-búðirnar þann 17. janúar 2019 og samkvæmt frásögnum fólksins var það beitt ofbeldi. Reynt hefur verið að þvinga fólkið til að skrifa undir skjöl um að samþykkja af fúsum og frjálsum vilja að snúa aftur til heima­lands síns.

Flótta­fólk og umsækj­endur um alþjóð­lega vernd eiga rétt á rétt­látri máls­með­ferð, full­nægj­andi aðbúnaði í varð­haldi, þar með talið aðgangi að mat, vatni og heil­brigð­is­þjón­ustu, eins og annað fólk. Alþjóðleg lög um endur­send­ingar banna ríkjum að senda fólk á staði þar sem það á hættu á að verða fyrir alvar­legum mann­rétt­inda­brotum.

Fjöl­skyldur einstak­ling­anna búa í Maratane-flótta­manna­búð­unum og hafa ekki efni á að ferðast til Pemba til að heim­sækja þá.

Krefstu þess að þessir sextán einstak­lingar verði leystir úr haldi!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.

Angóla

Angóla: Réttlæti fyrir ungmenni sem létu lífið vegna lögregluofbeldis

Sjö ungmenni létu lífið frá maí til júlí 2020 vegna lögregluofbeldis í kjölfar aðgerða stjórnvalda gegn kórónuveirufaraldrinum. Fjöldi vitnisburða er um óhóflega valdbeitingu og notkun skotvopna lögreglunnar. Viðbrögð yfirvalda er fela í sér valdbeitingu sem getur leitt til dauða á ekki að líðast. Kilson var einn þeirra sem féll fyrir hendi lögreglu. Hann var aðeins fimmtán ára gamall.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.