Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er aðgerðasinni sem hefur setið í fang­elsi í Banda­ríkj­unum í rúm 46 ár, þar af tölu­verðan tíma í einangrun. Hann er að afplána tvöfaldan lífs­tíð­ardóm þrátt fyrir gagn­rýn­israddir um rétt­mæti dómsins. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvar­andi heilsu­vanda sem gæti dregið hann til dauða.

Leonard Peltier er amer­ískur frum­byggi af Anis­hinaabe-Lakota ættbálknum og meðlimur í hópi sem berst fyrir rétt­indum amer­ískra frum­byggja, American Indian Movement. Hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo útsendara FBI út frá vitn­is­burði konu sem síðar dró vitn­is­burðinn til baka. Dómari hafnaði beiðni um að konan kæmi fyrir rétt sem vitni verj­andans. Árið 2000 gaf hún út opin­bera yfir­lýs­ingu um að ítrek­aðar hótanir FBI hafi leitt til vitn­is­burð­arins.

Lögfræð­ingur Leon­ards biðlaði til Joe Biden, Banda­ríkja­for­seta, um náðun árið 2021 byggt á mann­úðar og rétt­læt­is­for­sendum, í ljósi vafa­samrar máls­með­ferðar, langs afplán­un­ar­tíma og þverr­andi heilsu Leon­ards, sem á ekki rétt á skil­orði fyrr en 2024.

Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Banda­ríkj­anna, náði Leonard Peltier.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ísrael

Stöðva þarf hópmorðið á Gaza

Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið (e. genocide). Í nýrri skýrslu Amnesty International, „You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palestinians in Gaza, er sýnt fram á að um hópmorð er að ræða á Palestínubúum á Gaza. 

Alþjóðlegt

Stöðvum drápsvélmenni

Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Hvetjum þjóðarleiðtoga heims til samningaviðræðna um ný alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Sambía

Læknir sóttur til saka fyrir samkynhneigð

Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.