Palestína

Palestína: Þrýstu á ísraelsk stjórnvöld að aflétta herkvínni á Gaza!

Alaa, sem er 21 árs, átti sér draum um að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar í alþjóð­legri hjóla­keppni en hann á erfitt með að sjá framtíð sína fyrir sér. Alaa hefur ekki tæki­færi á að vera full­trúi síns lands á alþjóða­vett­vangi vegna ástandsins á Gaza sem skerðir ferða­frelsi fólks eins og Alaa. Þann 30. mars 2018 missti Alaa hægri fótinn eftir skotárás ísra­elskra hermanna sem beindust að honum og fleiri frið­sömum mótmæl­endum við landa­mæra­mörk Ísraels og Gaza.

Berj­umst gegn ólög­legri land­töku í Palestínu og
gefum mann­rétt­indum 12 stig!

Sendu SMS með skila­boð­unum 12STIG í númerið 1900 
og
styrktu mann­rétt­ind­astarf Amnesty Internati­onal um 1200 kr.

Alaa er einn af tveimur millj­ónum Palestínu­manna sem hefur í 11 ár búið í herkví Ísraels á Gaza. Ísra­elsk stjórn­völd stýra aðgengi að svæðinu úr lofti, á landi og á sjó og aðgangur að svæðinu við egypsku borgina Rafah hefur verið lokaður að mestu leyti árum saman. Alaa og aðrir íbúar á Gaza-svæðinu búa því í raun í risa­stóru fang­elsi. Íbúar á Gaza geta ekki ferðast til og frá svæðinu af fúsum og frjálsum vilja til að hitta vini og ættingja eða sækja sér lífs­nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu. Aðgangur að fiski­miðum er einnig takmark­aður.

Palestínu­menn þurfa á stuðn­ingi okkar að halda í þessum aðstæðum, minnum þá á að þeir eru ekki einir. Ísra­elsk stjórn­völd hafa ekki einungis vald, heldur ber þeim einnig skylda til að aflétta herkvínni og leyfa íbúum Gaza að ferðast til og frá svæðinu og njóta mann­rétt­inda. Palestínu­menn á Gaza biðja heiminn að sýna stuðning í verki og auka alþjóð­legan þrýsting á ísra­elsk stjórn­völd.

Skrifaðu undir ákallið strax og krefstu þess að ísra­elsk stjórn­völd aflétti herkvínni á Gaza!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Rússland: Heilsu Tatara í haldi hrakar

Edem Bekirov Tatari frá Krímskaga, hefur setið í varðhaldi í borginni Simferopol frá því að rússneskar öryggissveitir handtóku hann þann 12. desember 2018. Edem Bekirov notast við hjólastól og glímir við alvarleg heilsufarsvandamál og krefst sérhæfðrar læknisaðstoðar sem stendur honum ekki til boða í varðhaldinu. Eftir síðustu heimsóknina, 24. maí s.l. lýsti lögfræðingur Edem áhyggjum yfir heilsu hans sem færi verulega hrakandi.

Tæland

Tæland: Kærð fyrir að koma upp um brot á réttindum launþega

Mannréttindabaráttufólk, aðgerðarsinnar, blaðamenn og fyrrum starfsmenn fyrirtækisins Thammakaset Co. Ltd, kjúklingabú staðsett á mið Tælandi, hafa verið kærð fyrir ærumeiðingar eftir að þau upplýstu um um brot á réttindum launþega fyrirtækisins. Nan Win, fyrrum starfsmaður fyrirtækisins og Sutharee Wannasiri mannréttindasérfræðingur og fyrrum starfsmaður Amnesty International í Tælandi fóru fyrir rétt þann 24. maí síðast liðinn en Tun Tun Win, innflytjandi frá Mjanmar fór fyrir rétt þann 5. júní. Þau þrjú ásamt 22 öðrum einstaklingum hafa verið kærð af fyrirtækinu.

Ekvador

Ekvador: Verndum umhverfissinna í Amason-regnskóginum

Þær Patricia Gualinga, Nema Grefa, Salomé Aranda og Margoth Escobar hætta lífi sínu og fjölskyldna sinna daglega við störf sín í Amason-skóginum. Störf þeirra felast í því að vernda stærsta regnskóg heims með því að berjast gegn pólitískum og efnahagslegum öflum sem tengjast jarðefnavinnslu á landsvæðum frumbyggja í Amason.

Palestína

Palestína: Þrýstu á ísraelsk stjórnvöld að aflétta herkvínni á Gaza!

Alaa, sem er 21 árs, átti sér draum um að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar í alþjóðlegri hjólakeppni en hann á erfitt með að sjá framtíð sína fyrir sér. Alaa hefur ekki tækifæri á að vera fulltrúi síns lands á alþjóðavettvangi vegna ástandsins á Gaza sem skerðir ferðafrelsi fólks eins og Alaa. Hann er einn af tveimur milljónum Palestínumanna sem hefur í 11 ár búið í herkví Ísraels á Gaza.

Filippseyjar

Filippseyjar: Stöðvum árásir á mannréttindasinna

Þann 22. apríl fékk mannréttindasinninn Christina Palabay textaskilaboð frá nafnlausum aðila þar sem hún var vöruð við því að hún og nokkrir aðrir sem tilheyra mannréttindasamtökunum Karapatan á Filippseyjum verði myrt á þessu ári. Nokkrum klukkustundum áður var meðlimur Karapatan, Bernadino Patigas, skotinn til bana í borginni Escalante í Negros-héraðinu í norðuhluta Filippseyja.

Danmörk

Danmörk: Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.

Bandaríkin

Bandaríkin: Fjölskyldur þurfa samkennd, ekki meira ofbeldi

Þúsundir einstaklinga frá Mið-Ameríku, fjölskyldur þar á meðal, neyðast til að flýja heimkynni sín og allt það sem er þeim kunnulegt og kært í leit að öryggi og betra lífi fyrir sig og börnin sín.