Paragvæ

Paragvæ: Krefstu kynfræðslu í skólum

Í Paragvæ eignast að jafnaði tvær stúlkur yngri en fjórtán ára barn á degi hverjum. Barnæska hundruð stúlkna verða þar með að engu og valmögu­leikar í lífi þeirra renna úti í sandinn. Parag­væsk stjórn­völd hafa burði til þess að innleiða mennta­stefnu sem ber sann­reyndan árangur en gera það ekki. Krefstu þess að þau grípi til aðgerða samstundis.

Paragvæ er með hæsta hlut­fall þungana ungling­stúlkna í Suður-Ameríku. Árlega eru skrá­settar um 20.000 þung­anir stúlkna á aldr­inum 10-19 ára þar í landi. Fjöldi þeirra er afleiðing kynferð­isof­beldis og þar af eru rúmlega 80% ofbeld­istil­fella innan fjöl­skyldu.
Það hefur sýnt sig að kynfræðsla getur verið forvörn gegn kynferð­isof­beldi og dregið það fram í dags­ljósið. Stúlkur öðlast færni til að bera kennsl á og vekja máls á kynferð­isof­beldi samhliða því að breyta hugmyndum um kynhlut­verk og samskipta­mynstur sem ýta undir kynferð­isof­beldi.

Mennta­mála­ráð­herra hefur hins vegar bannað kynfræðslu í skólum og á sama tíma hefur hugtakinu kyn verið eytt úr almennu náms­efni. Þetta sýnir hvernig parag­væsk stjórn­völd hafa brugðist skyldu sinni til að virða rétt kvenna til heilsu, mennt­unar og frelsis frá ofbeldi.

Engin stúlka ætti að vera þvinguð inn í móður­hlut­verkið.

Skrifaðu undir til að krefjast kynfræðslu í Paragvæ!

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.