Pólland

Refsað fyrir að verja rétt til þungunarrofs

Kven­rétt­inda­fröm­uð­urinn Justyna Wydrzyńska á yfir höfði sér þriggja ára fang­elsis­vist af þeirri ástæðu einni að hún styður rétt til öruggs þung­un­ar­rofs.

Það má skilja ákærur gegn Justynu sem refs­ingu fyrir baráttu hennar um að þung­un­arrof verði gert löglegt og öruggt í Póllandi.

Pólskum yfir­völdum ber að afglæpa­væða þung­un­arrof, draga til baka ákærur á hendur Justynu og láta af þögg­un­ar­til­burðum gegn aðgerða­sinnum sem berjast fyrir kyn- og frjó­sem­is­rétt­indum.

Húsleit var gerð heima hjá Justynu að fyrir­skipan saksóknara og fjöldi eigna hennar, þar á meðal öll samskipta­tæki, gerður upptækur. Saksóknara hafði borist upplýs­ingar um þátt­töku hennar við að aðstoða þungaða konu sem vildi rjúfa þungun sjálf með lyfjum sem ætluð eru til heima­notk­unar. Að rjúfa eigin þungun er ekki glæpur í Póllandi.

Justyna er ákærð fyrir að veita aðstoð við þung­un­arrof og hafa í fórum sínum ólögleg lyf í þeim tilgangi að koma þeim á markað.

Pólsk lög leyfa ekki þung­un­arrof nema þegar líf eða heilsa þungaðs einstak­lings er í hættu eða þegar þung­unin er afleiðing nauðg­unar eða sifja­spells. Lögin eru skaðleg og refsa aðilum sem fram­kvæma þung­un­arrof. Það stofnar lífi þung­aðra einstak­linga í hættu að hafa ekki aðgengi að öruggu þung­un­ar­rofi.

Justyna er doula og aðgerðasinni. Doulur eru stuðn­ings­að­ilar fyrir, í og eftir fæðingu og styðja við þarfir þung­aðra einstak­linga. Hlut­verk doula er líka að styðja skjól­stæð­inga sína í gegnum þung­un­arrof. Justyna hefur talað opin­skátt um eigin reynslu af þung­un­ar­rofi og er ein stofn­enda pólska baráttu­hópsins Abortion Dream Team, sem veitir stuðning og upplýs­ingar um þung­un­arrof. Starf baráttu­hópsins felst þar á meðal í að veita hlut­lausar og sann­reyndar upplýs­ingar um fram­kvæmd þung­un­ar­rofs heima fyrir með lyfjum og byggja á tilsögn frá Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­inni.

Pólskum yfir­völdum ber að afglæpa­væða þung­un­arrof og styðja frekar en refsa mann­eskjum sem leggja sig fram við að tryggja heilsu einstak­linga sem leita eftir þung­un­ar­rofi. Aðgangur að þung­un­ar­rofi er hluti af kyn- og frjó­sem­is­rétt­indum og aðilar sem veita konum, stúlkum og fólki slíka aðstoð eiga ekki að þurfa að lifa í ótta við ákærur.

Skrifaðu undir ákallið og krefstu þess að pólsk yfir­völd dragi til baka ákærur á hendur kven­rétt­inda­fröm­uð­inum Justynu Wydrzyńska og afglæpa­væði þung­un­arrof.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Hætta er á fleiri aftökum í tengslum við mótmæli

Að minnsta kosti tíu einstaklingar í Íran eiga yfir höfði sér aftöku í kjölfar dauðadóma í tengslum við mótmæli sem kennd voru við slagorðið „Kona, líf, frelsi“. Skrifaðu undir ákall um að írönsk stjórn­völd ógildi dauðadóma yfir friðsama mótmælendur og leysi úr haldi þá mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með frið­sam­legum hætti.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.