Pólland

Refsað fyrir að verja rétt til þungunarrofs

Kven­rétt­inda­fröm­uð­urinn Justyna Wydrzyńska á yfir höfði sér þriggja ára fang­elsis­vist af þeirri ástæðu einni að hún styður rétt til öruggs þung­un­ar­rofs.

Það má skilja ákærur gegn Justynu sem refs­ingu fyrir baráttu hennar um að þung­un­arrof verði gert löglegt og öruggt í Póllandi.

Pólskum yfir­völdum ber að afglæpa­væða þung­un­arrof, draga til baka ákærur á hendur Justynu og láta af þögg­un­ar­til­burðum gegn aðgerða­sinnum sem berjast fyrir kyn- og frjó­sem­is­rétt­indum.

Húsleit var gerð heima hjá Justynu að fyrir­skipan saksóknara og fjöldi eigna hennar, þar á meðal öll samskipta­tæki, gerður upptækur. Saksóknara hafði borist upplýs­ingar um þátt­töku hennar við að aðstoða þungaða konu sem vildi rjúfa þungun sjálf með lyfjum sem ætluð eru til heima­notk­unar. Að rjúfa eigin þungun er ekki glæpur í Póllandi.

Justyna er ákærð fyrir að veita aðstoð við þung­un­arrof og hafa í fórum sínum ólögleg lyf í þeim tilgangi að koma þeim á markað.

Pólsk lög leyfa ekki þung­un­arrof nema þegar líf eða heilsa þungaðs einstak­lings er í hættu eða þegar þung­unin er afleiðing nauðg­unar eða sifja­spells. Lögin eru skaðleg og refsa aðilum sem fram­kvæma þung­un­arrof. Það stofnar lífi þung­aðra einstak­linga í hættu að hafa ekki aðgengi að öruggu þung­un­ar­rofi.

Justyna er doula og aðgerðasinni. Doulur eru stuðn­ings­að­ilar fyrir, í og eftir fæðingu og styðja við þarfir þung­aðra einstak­linga. Hlut­verk doula er líka að styðja skjól­stæð­inga sína í gegnum þung­un­arrof. Justyna hefur talað opin­skátt um eigin reynslu af þung­un­ar­rofi og er ein stofn­enda pólska baráttu­hópsins Abortion Dream Team, sem veitir stuðning og upplýs­ingar um þung­un­arrof. Starf baráttu­hópsins felst þar á meðal í að veita hlut­lausar og sann­reyndar upplýs­ingar um fram­kvæmd þung­un­ar­rofs heima fyrir með lyfjum og byggja á tilsögn frá Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­inni.

Pólskum yfir­völdum ber að afglæpa­væða þung­un­arrof og styðja frekar en refsa mann­eskjum sem leggja sig fram við að tryggja heilsu einstak­linga sem leita eftir þung­un­ar­rofi. Aðgangur að þung­un­ar­rofi er hluti af kyn- og frjó­sem­is­rétt­indum og aðilar sem veita konum, stúlkum og fólki slíka aðstoð eiga ekki að þurfa að lifa í ótta við ákærur.

Skrifaðu undir ákallið og krefstu þess að pólsk yfir­völd dragi til baka ákærur á hendur kven­rétt­inda­fröm­uð­inum Justynu Wydrzyńska og afglæpa­væði þung­un­arrof.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Pólland

Refsað fyrir að verja rétt til þungunarrofs

Kvenréttindafrömuðurinn Justyna Wydrzyńska á yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist af þeirri ástæðu einni að hún styður rétt til öruggs þungunarrofs. Pólskum yfirvöldum ber að afglæpavæða þungunarrof og styðja frekar en refsa manneskjum sem leggja sig fram við að tryggja heilsu einstaklinga sem leita eftir þungunarrofi. Aðgangur að þungunarrofi er hluti af kyn- og frjósemisréttindum og aðilar sem veita konum, stúlkum og fólki slíka aðstoð eiga ekki að þurfa að lifa í ótta við ákærur. Skrifaðu undir ákallið og krefstu þess að pólsk yfirvöld dragi til baka ákærur á hendur kvenréttindafrömuðinum Justynu Wydrzyńska og afglæpavæði þungunarrof.

Hvíta-Rússland

Skrásetning mannréttindabrota er ekki glæpur

Marfa Rabkova er baráttukona fyrir mannréttindum í Hvíta-Rússlandi og hefur unnið fyrir Viasna, hreyfingu sjálfboðaliða, sem er einn öflugasti mannréttindahópurinn í Hvíta-Rússlandi. Viasna fylgist með og skráir mannréttindabrot í landinu. Marfa var fyrst í þeirra hópi til að vera handtekin. Hún er ákærð fyrir að kynda undir hatur gagnvart lögreglu fyrir þátt sinn í að afhjúpa varðhald að geðþótta, pyndingar og aðra illa meðferð af hálfu yfirvalda gegn friðsömum mótmælendum. Það er ekki glæpur að skrásetja mannréttindabrot. Krefjumst þess að Marfa Rabkova verði leyst úr haldi strax.

Egyptaland

Námsmaður ranglega fangelsaður vegna „falsfrétta“

Ahmed Samir Santawy, egypskur meistaranemi og rannsakandi við Central European háskólann í Vínarborg, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa birt svokallaðar falsfréttir. Stuttu eftir að Ahmed kom frá Vínarborg, þann 1. febrúar 2021, handtók egypska öryggisstofnunin hann að geðþótta, hann sætti þvinguðu mannshvarfi fimm daga og var beittur pyndingum, barsmíðum, illri meðferð. Öryggisstofnunin yfirheyrði Ahmed um rannsóknir hans, sem tengjast kyn- og frjósemisréttindum egypskra kvenna. Skrifaðu undir ákall um að forseti Egyptalands, Abdel Fattah Al-Sisi, felli niður dóminn gegn Ahmed Samir Santawy og láti hann lausan tafarlaust og án skilmála!

Gambía

Mannréttindavernd í hættu í Gambíu

Gríptu til aðgerða og skrifaðu undir ákall um að öryggi mannréttindafrömuðarins Madi Jobarteh verði tryggt og að hann geti nýtt sér rétt sinn til tjáningar sem er staðfestur í stjórnarskrá Gambíu.

Afganistan

Sýnum afgönskum konum samstöðu

Afganskar konur hafa áorkað miklu síðastliðin 20 ár þrátt fyrir pólitískan óstöðugleika og átök í landinu. Þær eiga á mikilli hættu að glata þessum árangri undir núverandi stjórn Talíbana. Skrifaðu undir þetta ákall til að þrýsta á alþjóðasamfélagið, þar með talið ríkisstjórn Íslands, að beita áhrifamætti sínum. Réttindi afganskra kvenna og stúlkna verða að vera óhagganlegt skilyrði í samningaviðræðum við talíbana.

Ísrael

Afnemum aðskilnaðarstefnuna

Milljónir Palestínubúa búa við kerfisbundna aðskilnaðarstefnu Ísraela og með þessu grimmilega og fordómafulla kerfi er komið í veg fyrir að Palestínubúar eignist heimili. Aðskilnaðarstefnan er glæpur gegn mannúð og miðar að því að viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum með kerfisbundnum hætti. Krefstu þess að Ísraelar stöðvi niðurrif heimila og þvingaða brottflutninga Palestínubúa.

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Bangladess

Aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsi á netinu

Yfir þúsund einstaklingar hafa verið handteknir í Bangladess frá árinu 2018 á grundvelli laga um stafrænt öryggi (DSA, Digital Security ACT) fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á netinu. Bregstu við og krefstu þess að forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina, felli lögin úr gildi eða endurbæti í samræmi við alþjóðalög þau ákvæði sem eru notuð til að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Angóla

Hirðingjasamfélög í hættu

Nú varir einn versti þurrkur síðastliðin 40 ár í suðurhluta Angóla. Afleiðingarnar eru ógnvænlegar þar sem heilsa og mataröryggi hirðingjasamfélaga á svæðinu eru í verulegri hættu. Vannæring hefur aukist til muna og aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu er ótryggður.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.