Rússland

Rússland: Fellið niður ákærur á hendur baráttukonu fyrir mannréttindum

Rúss­neska baráttu­konan fyrir mann­rétt­indum og barna­læknir, Yana Antonova, stendur frammi fyrir sex ára fang­elsi fyrir að taka þátt í frið­sam­legum aðgerðum sem félagi í „óæski­legum samtökum“, sem kallast Opið Rúss­land.

Yana Antonova er ákærð fyrir brot á lögum um „óæskileg samtök“ en samkvæmt þeim telst það brot að taka þátt í aðgerðum erlendra samtaka sem eru talin „óæskileg“. „Ítrekuð brot“ varða hárri sekt eða fang­elsis­vist.

Umrædd lög tóku í gildi í maí 2015 og banna í raun allt samstarf við „óæskileg“ samtök í Rússlandi. Þetta er hluti af herferð stjórn­valda gegn tján­ing­ar­frelsinu. Lögunum hefur verið beitt til að banna fjöl­mörg erlend samtök í Rússlandi. Opið Rúss­land er í raun ekki samtök og enn síður erlend samtök heldur framtak aðgerða­sinna í Rússlandi sem starfa undir kjör­orðinu, Opið Rúss­land. Þrátt fyrir það líta rúss­nesk yfir­völd á þessa aðgerða­sinna sem félaga í erlendum samtökum.

Yana Antonova birti mynd­band um skort á skólum í Krasnodar Krai og minntist póli­tísks aðgerða­sinna og blaða­manns sem voru myrtir. Þetta eru talin „ítrekuð brot“ í máli hennar en sakamál gegn henni hófst í maí 2019. Í kjöl­farið misstu hún vinnu sína sem barna­læknir.

Krefstu þess að ríkis­sak­sóknari Rúss­lands felli niður allar ákærur á hendur Yönu Antonova og henni verði gert kleift að halda áfram frið­sam­legri baráttu sinni án refsi­að­gerða yfir­valda.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Íran: Íranskur Kúrdi á yfir höfði sér dauðadóm

Arsalan Khodkam hlaut dauðadóm fyrir „njósnir“ eftir óréttlát réttarhöld sem stóðu yfir í 30 mínútur. Dómurinn var byggður á játningu sem náð var fram með pyndingum. Hann hefur ekki fengið að velja sér lögfræðing. Dauðadómur fyrir njósnir brýtur gegn alþjóðalögum. 

Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.