Indland

Skert tjáningarfrelsi í Kasmír

Ímyndaðu þér að geta ekki hringt heim til þín. Þú tekur upp símann til þess að hafa samband við fjöl­skylduna þína og láta vita að þú sért á öruggum stað eða í hættu og þurfir á aðstoð að halda en síminn virkar ekki svo þú nærð ekki í neinn. Um átta millj­ónir íbúa Kasmír eru í þessari stöðu í dag.

Frá 5. ágúst síðast­liðnum hefur ríkt fjar­skipta­bann í Kasmír-héraði, fyrir­skipað af indverskum stjórn­völdum. Þá hefur íbúum héraðsins einnig verið sett útgöngu­bann sem kemur í veg fyrir að fólk geti farið út af heimili sínu eða átt samskipti hvort við annað og umheiminn.

Í byrjun ágúst á þessu ári tóku indversk stjórn­völd einhliða ákvörðun að fella úr gildi 370. grein stjórn­ar­skrár landsins sem kveður á um sérstaka stöðu hérað­anna Jammu og Kasmír. Samkvæmt grein­inni hafa meiri sjálfs­stjórn en önnur héröð Indlands. Ákvörð­unin var tekin án viðræðna við leið­toga og almenning í Jammu og Kasmír og telur Amnesty Internati­onal á Indlandi að þessar aðgerðir muni einangra fólkið, ásamt því að auka spennu og hættuna á mann­rétt­inda­brotum á svæðinu veru­lega.

Fregnir hafa borist af árásum, átökum og hand­tökum þar sem fólk hefur verið sett í varð­hald. Þetta veldur skelf­ingu og ótta meðal almenn­ings sem fær ekki upplýs­ingar vegna fjar­skipta­bannsins. Þá gerir þessi staða heil­brigð­is­starfs­fólki einnig erfitt fyrir að sinna störfum sínum. Alþjóða­sam­fé­lagið getur rétt ímyndað sér hvaða alvar­legu mann­rétt­inda­brot eiga sér stað í Kasmír við þessar hræði­legu aðstæður.

Indversk stjórn­völd hafa nánast fullt vald yfir öllum þeim upplýs­ingum sem koma frá héraðinu og fréttir hafa borist af því að stjórn­mála­leið­togar hérað­anna beggja hafi verið færðir í varð­haldi eða settir í stofufang­elsi. Aðgengi að neyð­ar­þjón­ustu, mennta- og heil­brigð­is­þjón­ustu hefur einnig verið skert veru­lega.

Indversk stjórn­völd verða að virða mann­rétt­indi og leyfa íbúum í Kasmír að eiga samskipti sín á milli og við umheiminn. Skrifaðu undir ákallið núna og krefstu þess að ríkis­stjóri Jammu og Kasmír hérað­anna aflétti fjar­skipta­banninu umsvifa­laust!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.