Indland

Skert tjáningarfrelsi í Kasmír

Ímyndaðu þér að geta ekki hringt heim til þín. Þú tekur upp símann til þess að hafa samband við fjöl­skylduna þína og láta vita að þú sért á öruggum stað eða í hættu og þurfir á aðstoð að halda en síminn virkar ekki svo þú nærð ekki í neinn. Um átta millj­ónir íbúa Kasmír eru í þessari stöðu í dag.

Frá 5. ágúst síðast­liðnum hefur ríkt fjar­skipta­bann í Kasmír-héraði, fyrir­skipað af indverskum stjórn­völdum. Þá hefur íbúum héraðsins einnig verið sett útgöngu­bann sem kemur í veg fyrir að fólk geti farið út af heimili sínu eða átt samskipti hvort við annað og umheiminn.

Í byrjun ágúst á þessu ári tóku indversk stjórn­völd einhliða ákvörðun að fella úr gildi 370. grein stjórn­ar­skrár landsins sem kveður á um sérstaka stöðu hérað­anna Jammu og Kasmír. Samkvæmt grein­inni hafa meiri sjálfs­stjórn en önnur héröð Indlands. Ákvörð­unin var tekin án viðræðna við leið­toga og almenning í Jammu og Kasmír og telur Amnesty Internati­onal á Indlandi að þessar aðgerðir muni einangra fólkið, ásamt því að auka spennu og hættuna á mann­rétt­inda­brotum á svæðinu veru­lega.

Fregnir hafa borist af árásum, átökum og hand­tökum þar sem fólk hefur verið sett í varð­hald. Þetta veldur skelf­ingu og ótta meðal almenn­ings sem fær ekki upplýs­ingar vegna fjar­skipta­bannsins. Þá gerir þessi staða heil­brigð­is­starfs­fólki einnig erfitt fyrir að sinna störfum sínum. Alþjóða­sam­fé­lagið getur rétt ímyndað sér hvaða alvar­legu mann­rétt­inda­brot eiga sér stað í Kasmír við þessar hræði­legu aðstæður.

Indversk stjórn­völd hafa nánast fullt vald yfir öllum þeim upplýs­ingum sem koma frá héraðinu og fréttir hafa borist af því að stjórn­mála­leið­togar hérað­anna beggja hafi verið færðir í varð­haldi eða settir í stofufang­elsi. Aðgengi að neyð­ar­þjón­ustu, mennta- og heil­brigð­is­þjón­ustu hefur einnig verið skert veru­lega.

Indversk stjórn­völd verða að virða mann­rétt­indi og leyfa íbúum í Kasmír að eiga samskipti sín á milli og við umheiminn. Skrifaðu undir ákallið núna og krefstu þess að ríkis­stjóri Jammu og Kasmír hérað­anna aflétti fjar­skipta­banninu umsvifa­laust!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Flest börn tekin af lífi í Íran

Á síðustu þremur árum hefur Íran fjölgað aftökum á börnum og ungmennum sem framið höfðu glæpi á barnsaldri þrátt fyrir að það sé ólöglegt samkvæmt alþjóðlegum lögum og mjög alvarlegt brot á mannréttindum. Til þess að koma í veg fyrir viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu hefur Íran ítrekað framkvæmt þessar ólöglegu aftökur á ungmennum í leyni, án vitneskju fjölskyldna eða lögfræðinga þeirra. Með þeim hætti fá samtök eins og Amnesty International ekki tækifæri til að upplýsa heiminn um voðaverkin og hvetja fólk eins og þig til aðgerða.

Marokkó

Blaðakona í haldi á fölskum forsendum

Hajar Raissouni var handtekin af marokkósku lögreglunni 31. ágúst síðastliðinn grunuð um að hafa gengist undir þungunarrof, þrátt fyrir að engar sannanir liggi fyrir. Hún var handtekin fyrir utan læknamiðstöð í Rabat ásamt unnusta sínum, lækni og tveimur starfsmönnum læknamiðstöðvarinnar. Öll fimm eru enn í haldi.

Simbabve

Lækni rænt af heimili sínu

Peter Magombeyi, læknir og forseti Félags sjúkrahúslækna í Simbabve, var rænt af heimili sínu í Harare Budiriro að næturlagi af þremur vopnuðum mönnum þann 14. september síðastliðinn. Aðilar grunaðir um að starfa fyrir leyniþjónustu Simbabve höfðu hótað honum að hann myndi hverfa sporlaust með valdi ef hann hætti ekki afskiptum sínum af verkfalli lækna.