Indland

Skert tjáningarfrelsi í Kasmír

Ímyndaðu þér að geta ekki hringt heim til þín. Þú tekur upp símann til þess að hafa samband við fjöl­skylduna þína og láta vita að þú sért á öruggum stað eða í hættu og þurfir á aðstoð að halda en síminn virkar ekki svo þú nærð ekki í neinn. Um átta millj­ónir íbúa Kasmír eru í þessari stöðu í dag.

Frá 5. ágúst síðast­liðnum hefur ríkt fjar­skipta­bann í Kasmír-héraði, fyrir­skipað af indverskum stjórn­völdum. Þá hefur íbúum héraðsins einnig verið sett útgöngu­bann sem kemur í veg fyrir að fólk geti farið út af heimili sínu eða átt samskipti hvort við annað og umheiminn.

Í byrjun ágúst á þessu ári tóku indversk stjórn­völd einhliða ákvörðun að fella úr gildi 370. grein stjórn­ar­skrár landsins sem kveður á um sérstaka stöðu hérað­anna Jammu og Kasmír. Samkvæmt grein­inni hafa meiri sjálfs­stjórn en önnur héröð Indlands. Ákvörð­unin var tekin án viðræðna við leið­toga og almenning í Jammu og Kasmír og telur Amnesty Internati­onal á Indlandi að þessar aðgerðir muni einangra fólkið, ásamt því að auka spennu og hættuna á mann­rétt­inda­brotum á svæðinu veru­lega.

Fregnir hafa borist af árásum, átökum og hand­tökum þar sem fólk hefur verið sett í varð­hald. Þetta veldur skelf­ingu og ótta meðal almenn­ings sem fær ekki upplýs­ingar vegna fjar­skipta­bannsins. Þá gerir þessi staða heil­brigð­is­starfs­fólki einnig erfitt fyrir að sinna störfum sínum. Alþjóða­sam­fé­lagið getur rétt ímyndað sér hvaða alvar­legu mann­rétt­inda­brot eiga sér stað í Kasmír við þessar hræði­legu aðstæður.

Indversk stjórn­völd hafa nánast fullt vald yfir öllum þeim upplýs­ingum sem koma frá héraðinu og fréttir hafa borist af því að stjórn­mála­leið­togar hérað­anna beggja hafi verið færðir í varð­haldi eða settir í stofufang­elsi. Aðgengi að neyð­ar­þjón­ustu, mennta- og heil­brigð­is­þjón­ustu hefur einnig verið skert veru­lega.

Indversk stjórn­völd verða að virða mann­rétt­indi og leyfa íbúum í Kasmír að eiga samskipti sín á milli og við umheiminn. Skrifaðu undir ákallið núna og krefstu þess að ríkis­stjóri Jammu og Kasmír hérað­anna aflétti fjar­skipta­banninu umsvifa­laust!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Víetnam

Meðlimir sjálfstæðrar bókaútgáfu pyndaðir af lögreglu

Meðlimir bókaútgáfunnar Liberal Publishing House sem er sjálfstætt rekin bókaútgáfa og selur bækur sem stjórnvöld telja innihalda viðkvæmar upplýsingar hafa verið fangelsaðir og pyndaðir af lögreglu í borginni Ho Chi Minh í Víetnam. Frá því í október á síðasta ári hafa hundruð einstaklinga, bæði viðskiptavinir og starfsfólk, verið áreittir og ógnað af lögreglu vegna tengsla þeirra við Liberal Publishing House. Bókaútgáfan sem var stofnuð í febrúar 2019 gefur út fræðibækur um stjórnmál, stefnumál stjórnvalda og önnur samfélagsleg málefni.

Indland

Handtekin fyrir að mótmæla harðneskjulegum lögum

Aðgerðasinnarnir Meeran Haider, Shifa-Ur-Rehman og Safoora Zargar voru handtekin í apríyrir friðsöm mótmæli í febrúar gegn breytingum á lögum um ríkisborgararétt. Safoora er þunguð og komin þrjá mánuði á leið. Breytingarlögin heimila mismunun á grundvelli trúarbragða og ganga í berhögg við stjórnarskrá Indlands og alþjóðamannréttindalög.

Sri Lanka

Lögfræðingur í haldi

Hejaaz Hizbullah, þekktur lögfræðingur á Sri Lanka var handtekinn 14. apríl síðastliðinn og hefur setið í varðhaldi síðan án ákæru og aðgengis að lögfræðingi. Fjölskylda hans telur Hejaaz vera skotspón stjórnvalda vegna vinnu sinnar, ekki síst mannréttindabaráttu í þágu múslima sem eru minnihlutahópur í landinu.

Filippseyjar

Íbúar í leit að aðstoð vegna COVID-19 ákærðir

Lögregla leysti upp friðsöm mótmæli íbúa þorpsins San Roque í Quezon City á Filippseyjum með ofbeldi. Mótmælendur kröfðust aðstoðar borgaryfirvalda vegna  kórónuveirufaraldursins en allt samfélagið er í sóttkví. Tuttugu og einn mótmælandi var handtekinn og settur í varðhald í fimm daga þar til hópnum var sleppt gegn tryggingu.

Tyrkland

Ranglega fangelsaðir og í mestri hættu vegna COVID-19 verði leystir úr haldi

COVID-19 faraldurinn dreifist hratt í Tyrklandi um þessar mundir og líf þúsunda fanga og fangavarða í yfirfullum og óhreinum fangelsum eru í mikilli hættu. Nýlega greindu stjórnvöld frá fyrirhuguðum aðgerðum sínum um lagasetningu sem gæti leitt til þess að 100.000 fangar verði leystir úr haldi fyrr en áætlað var. Umræddar aðgerðir eru skref í rétta átt en ekki nóg.

Bandaríkin

Farandfólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd í hættu vegna covid-19

Á sama tíma og heimurinn bregst við fordæmalausum aðstæðum sem skapast hafa vegna kórónuveirunnar eru fullorðnir og börn, vistuð í varðhaldi á vegum innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna í yfirfullum rýmum, í mikilli smithættu og með takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Kína

Kína hætti ofsóknum gegn Úígúrum

Allt að ein milljón einstaklinga, aðallega minnihlutahópar múslima, hefur verið handtekin að geðþótta og komið fyrir í svokölluðum endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína. Þeirra á meðal eru Úígúrar, Kasakar og önnur þjóðarbrot sem eiga sér sterkar trúarlegar og menningarlegar rætur.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.

Íran

Íslensk stjórnvöld beiti sér á alþjóðavettvangi

Í Íran fer ástand mannréttinda stöðugt versnandi. Stjórnvöld brjóta á rétti borgara sinna til tjáningarfrelsis, félaga- og fundafrelsis. Konur verða fyrir margvíslegri mismunun og þeim refsað fyrir að láta sjá sig opinberlega án höfuðslæðu. Baráttukonur fyrir mannréttindum eru fangelsaðar fyrir að mótmæla ástandinu með friðsömum hætti. Pyndingum og annarri illri meðferð er beitt án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar. Þá er dauðarefsingin enn lögleg í Íran, auk þess sem aftökur eru framkvæmdar án dóms og laga.