Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir saka­mál­a­rann­sókn fyrir það eitt að hafa skipu­lagt gleði­gönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðast­liðinn þrátt fyrir bann gegn gleði­göng­unni.

Géza Buzás-Hábel er samkyn­hneigður róma­maður frá Pécs í Ungverjalandi. Hann er mann­rétt­inda­fröm­uður og starfar sem kennari. Hann kennir tungumál og menn­ingu róma­fólks, þjálfar verð­andi kennara og hefur lengi skipu­lagt einu hinseg­in­hátíð landsins utan Búdapest í borg­inni Pécs. 

Þann 4. sept­ember 2025 sendi Géza Buzás-Hábel tilkynn­ingu til lögregl­unnar varð­andi gönguna sem áætluð var 4. október 2025. Samkoman miðaði að því að styðja rétt­indi samkyn­hneigðra til hjóna­bands, krefjast viður­kenn­ingar á laga­legu kyni trans-fólks og heiðra minn­ingu hinsegin fólks sem fórst í helför­inni. Lögreglan í Pécs gaf þegar í stað út fyrir­byggj­andi bann þann 5. sept­ember og hélt því fram að gleði­gangan myndi útsetja börn fyrir bönnuðu efni. Géza Buzás-Hábel áfrýjaði banninu en Kúria, Hæstiréttur Ungverja­lands, hafnaði áfrýj­un­inni.

Þrátt fyrir bannið var gleði­gangan haldin í Pécs þann 4. október án afskipta lögreglu. 

Þann 10. október fékk Géza Buzás-Hábel form­lega stefnu frá lögreglu  þar sem hann var sagður grun­aður um refsi­vert brot. Samkvæmt ungverskum lögum hefur saksókn­ara­embættið eitt ár, sem hægt er að fram­lengja um sex mánuði, til að ákveða hvort formleg ákæra verði gefin út. 

Ef formleg ákæra verður gefin út gæti hann átt yfir höfði sér allt að eins árs fang­elsis­vist. 

Aukin mismunun 

Síðast­liðinn áratug hefur mismunun gegn hinsegin fólki aukist í Ungverjalandi ásamt skerð­ingu á rétt­indum og frelsi, þar á meðal rétt­inum til að mótmæla.

Ný löggjöf í Ungverjalandi tók gildi 15. apríl 2025 en lögunum er hægt að beita til að banna gleði­gönguna þar í landi. Frum­varpinu að lögunum var flýtt í gegnum þingið í mars og var að lokum samþykkt án þess að vera sett í umsagn­ar­ferli. Nýju lögin kveða á um að ekki megi halda samkomu sem brýtur gegn lögum frá árinu 2021. Lögin frá 2021 banna að „kynna og auglýsa“ samkyn­hneigð og fjöl­breytta kynvitund fyrir börnum  undir 18 ára aldri. Ungverska þingið samþykkti breyt­ingar á stjórn­ar­skránni 14. apríl 2025 til að hægt væri að innleiða þessi nýju lög sem skerða rétt­indi hinsegin fólks í nafni þess að vernda börn. 

Skrifaðu undir og krefstu þess að saksókn­ara­embættið loki tafar­laust rann­sókn á málinu þar sem hún brýtur gegn rétt­inum til frið­sam­legrar samkomu, tján­ing­ar­frelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.