Sri Lanka

Sri Lanka: Aftaka þrettán fanga yfirvofandi!

Dauðarefs­ingu hefur ekki verið beitt á Sri Lanka í 43 ár en fréttir herma að forseti landsins Mait­hripala Sirisena sé að leggja drög að aftökum fanga á dauða­deild. Algjör leynd ríkir yfir því hvaða einstak­linga á að taka af lífi og engum upplýs­ingum um mál þeirra hefur verið deilt með almenn­ingi. Ekki er vitað hvort þessir einstak­lingar hafi hlotið sann­gjörn rétt­ar­höld, haft aðgang að lögfræð­ingum eða átt kost á náðun­ar­áfrýjun. Síðasta aftakan sem átti sér stað á Sri Lanka var árið 1976. Árið 2019 má ekki vera árið sem við sjáum slíka afturför eiga sér stað!

Góð frétt: Amnesty Internati­onal náði þeim árangri að stöðva tíma­bundið fyrstu aftökur í Sri Lanka í 43 ár með fjöl­miðla­at­hygli, stuðn­ingi við mótmæli og þrýst­ingi á stjórn­völd.

Talið er að stjórn­völd landsins hyggist beita dauðarefs­ing­unni gegn vímu­efna­tengdri glæp­a­starf­semi. Ef dauð­refs­ing­unni verður beitt á Sri Lanka brýtur það í bága við alþjóðalög og viðmið og getur hún bitnað á þeim sem ekki hafa fengið sann­gjörn rétt­ar­höld eða hafa veikt félags­legt og fjár­hags­legt bakland.

Engar sann­anir eru fyrir því að beiting dauðarefs­ingar muni stöðva vímu­efna­tengda glæpi. Nokkur lönd sem beitt hafa henni á síðustu árum, þar með talin lönd á borð við Íran og Malasíu, viður­kenna að hún sé refsi­að­ferð sem virkar ekki gegn vímu­efna­tengdum glæpum.

Ósann­gjörn máls­með­ferð í rétt­ar­kerfinu er ekki aftur­kræf. Þessi refsing er endanleg, mistök eru óbæt­anleg og geta þýtt að saklausir einstak­lingar hljóti þessi örlög.

Skrifaðu undir ákallið strax og þrýstu á forseta Sri Lanka að hverfa frá þeirri ákvörðun að beita dauðarefs­ing­unni!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.