Japan

Stjórnvöld afnemi dauðarefsinguna

Í dag 10. október er alþjóð­legur dagur gegn dauðarefs­ing­unni. Af því tilefni viljum við vekja athygli á slæmum afleið­ingum varð­haldsvistar þeirra sem sitja á dauða­deild í Japan og máli Matsu­moto Kenji. Matsu­moto er haldinn rang­hug­myndum sem að öllum líkindum má rekja til langvar­andi einangr­un­ar­vistar á meðan hann hefur beðið aftöku sinnar. Yfir­völd hafa ekki veitt neinar upplýs­ingar um hvenær aftakan muni fara fram. Í bréfi Matsu­moto Kenji lýsti hann ótta sínum af því að heyra endur­tekið í öðrum föngum þegar farið er með þá úr klefum sínum í aftöku.

Matsu­moto Kenji hefur setið á dauða­deild fyrir morð frá árinu 1993 og má vænta aftöku sinnar hvað úr hverju. Hann hefur lengi verið andlega veikur en veik­indi hans má rekja til kvikasilf­ur­seitr­unar (Mina­mata-veikin). Hann er haldinn ofsókn­a­ræði vegna veru sinnar í dauða­deild. Hann var dæmdur fyrir tvö rán og morð frá sept­ember 1990 til sama mánuðar ári síðar. Matsu­moto Kenji áfrýjaði málinu en því var hafnað á æðra dómstigi í Osaka. Síðari áfrýjun til hæsta­réttar var einnig hafnað og dauðarefsing hans stað­fest þann 4. apríl árið 2000.

Matsu­moto Kenji er með lága greind­ar­vísi­tölu (á milli 60 og 70 samkvæmt grein­ingu geðlæknis) og að sögn lögfræð­ings hans neyddi lögreglan hann til að játa á sig brotin með því að bjóða honum mat og segja við hann hluti eins og ,,vertu maður” á meðan á yfir­heyrsl­unum stóð. Þrátt fyrir þetta dæmdi dómstóllinn hann andlega hæfan til að vera dæmdur til dauða og að játn­ingar hans væru áreið­an­legar. Matsu­moto Kenji er nú í hjóla­stól og lögfræð­ingur hans segir að vegna rang­hug­mynda sinna sé hann ekki fær um að skilja og taka þátt í rekstri máls síns. Hann er einnig ófær um að skilja eðli og tilgang refs­ing­ar­innar sem hann hefur verið dæmdur til.

Í lok árs 2017 áttu 134 mann­eskjur yfir höfði sér dauðarefs­ingu í Japan. Upplifun þeirra sem bíða dauðarefs­ingar í fang­elsum er slæm og brýtur í bága við alþjóð­samn­inginn um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi sem Japan er aðili að. Föngum á dauða­deild er bannað að tala við aðra fanga og sæta strangri einangr­un­ar­vist. Samskiptum við umheiminn er haldið í lágmarki, fjöl­skyldu­heim­sóknir eru sjald­gæfar og undir ströngu eftir­liti. Þá eru bréf fanga sem þeir bæði senda og fá send ritskoðuð.

Á alþjóð­legum degi gegn dauðarefs­ing­unni krefjast Netákalls­fé­lagar að Matsu­moto Kenji verði ekki tekinn af lífi og að refs­ingar fanga sem nú sitja á dauða­deild komi ekki til fram­kvæmda. Það verði fyrsta skrefið í átt að algjöru afnámi dauðarefs­ingar; veittar verði upplýs­ingar um mál Matsu­moto Kenji og dauðarefs­ingar allra annarra fanga; bundinn verði endir á einangr­un­ar­vist á og sjálf­stæð endur­skoðun hefjist strax á öllum málum fanga á dauða­deild, sér í lagi þeirra sem glíma við andlega eða vits­muna­lega örðug­leika; að upplýst umræðu um afnám dauðarefs­ing­ar­innar í Japan verði efld og gripið verði til tafar­lausra ráðstafana til að afnema refs­inguna í lands­lögum.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Simbabve

Hvar er Itai Dzamara?

Itai Dzamara er blaðamaður frá Simbabve og leiðtogi hóps mótmælenda sem hefur barist friðsamlega fyrir auknu lýðræði í heimalandi sínu. Itai hvarf árið 2015 í Harare. Ekkert er vitað um örlög hans.

Tyrkland

Berið virðingu fyrir ættingjum hinna horfnu

Þann 25. ágúst síðastliðinn beitti lögreglan í Istanbúl táragasi og háþrýstivatnsdælum til að leysa upp friðsamleg mótmæli. Umrædd mótmæli samanstóðu aðallega af konum sem margar hverjar eru á áttræðisaldri og þekktar sem Laugardagsmæðurnar (e. Saturday Mothers).

Japan

Stjórnvöld afnemi dauðarefsinguna

Matsumoto Kenji hefur setið á dauðadeild fyrir morð frá árinu 1993 og má vænta aftöku sinnar hvað úr hverju. Hann hefur lengi verið andlega veikur en veikindi hans má rekja til kvikasilfurseitrunar. Hann er haldinn ofsóknaræði vegna veru sinnar í dauðadeild

Mexíkó

14 ára piltur beittur grófu lögregluofbeldi

José Adrián er 16 ára gamall drengur af Maja ættum búsettur í bænum X-Can í Yucatan fylki í Mexíkó. Hann er með slæma heyrn sem veldur oft erfiðleikum í samskiptum. Þann 25. febrúar 2016, þá 14 ára gamall, var hann handtekinn af handahófi og honum misþyrmt af lögreglunni.

Erítrea

Fyrrum ráðherra horfinn eftir útgáfu bókar

Að morgni 17. september sat fyrrum fjármálaráðherra Erítreu að snæðingi með syni sínum í Asmara þegar öryggisverðir komu á staðinn og báðu hann að koma með sér. Fjölskylda hans hefur ekkert heyrt í honum síðan né verið upplýst um hvar hann er

Kongó

Leysið unga aðgerðasinna úr haldi

Fimm ungir menn eiga yfir höfði sér þriggja ára dóm fyrir að krefjast lýðræðislegra umbóta í Kongó. Fyrir hvað? Að hvetja fólk til að mótmæla og tala fyrir lýðræðislegum og áreiðanlegum kosningum sem eru aðgengilegar öllum.