Japan

Stjórnvöld afnemi dauðarefsinguna

Í dag 10. október er alþjóð­legur dagur gegn dauðarefs­ing­unni. Af því tilefni viljum við vekja athygli á slæmum afleið­ingum varð­haldsvistar þeirra sem sitja á dauða­deild í Japan og máli Matsu­moto Kenji. Matsu­moto er haldinn rang­hug­myndum sem að öllum líkindum má rekja til langvar­andi einangr­un­ar­vistar á meðan hann hefur beðið aftöku sinnar. Yfir­völd hafa ekki veitt neinar upplýs­ingar um hvenær aftakan muni fara fram. Í bréfi Matsu­moto Kenji lýsti hann ótta sínum af því að heyra endur­tekið í öðrum föngum þegar farið er með þá úr klefum sínum í aftöku.

Matsu­moto Kenji hefur setið á dauða­deild fyrir morð frá árinu 1993 og má vænta aftöku sinnar hvað úr hverju. Hann hefur lengi verið andlega veikur en veik­indi hans má rekja til kvikasilf­ur­seitr­unar (Mina­mata-veikin). Hann er haldinn ofsókn­a­ræði vegna veru sinnar í dauða­deild. Hann var dæmdur fyrir tvö rán og morð frá sept­ember 1990 til sama mánuðar ári síðar. Matsu­moto Kenji áfrýjaði málinu en því var hafnað á æðra dómstigi í Osaka. Síðari áfrýjun til hæsta­réttar var einnig hafnað og dauðarefsing hans stað­fest þann 4. apríl árið 2000.

Matsu­moto Kenji er með lága greind­ar­vísi­tölu (á milli 60 og 70 samkvæmt grein­ingu geðlæknis) og að sögn lögfræð­ings hans neyddi lögreglan hann til að játa á sig brotin með því að bjóða honum mat og segja við hann hluti eins og ,,vertu maður” á meðan á yfir­heyrsl­unum stóð. Þrátt fyrir þetta dæmdi dómstóllinn hann andlega hæfan til að vera dæmdur til dauða og að játn­ingar hans væru áreið­an­legar. Matsu­moto Kenji er nú í hjóla­stól og lögfræð­ingur hans segir að vegna rang­hug­mynda sinna sé hann ekki fær um að skilja og taka þátt í rekstri máls síns. Hann er einnig ófær um að skilja eðli og tilgang refs­ing­ar­innar sem hann hefur verið dæmdur til.

Í lok árs 2017 áttu 134 mann­eskjur yfir höfði sér dauðarefs­ingu í Japan. Upplifun þeirra sem bíða dauðarefs­ingar í fang­elsum er slæm og brýtur í bága við alþjóð­samn­inginn um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi sem Japan er aðili að. Föngum á dauða­deild er bannað að tala við aðra fanga og sæta strangri einangr­un­ar­vist. Samskiptum við umheiminn er haldið í lágmarki, fjöl­skyldu­heim­sóknir eru sjald­gæfar og undir ströngu eftir­liti. Þá eru bréf fanga sem þeir bæði senda og fá send ritskoðuð.

Á alþjóð­legum degi gegn dauðarefs­ing­unni krefjast Netákalls­fé­lagar að Matsu­moto Kenji verði ekki tekinn af lífi og að refs­ingar fanga sem nú sitja á dauða­deild komi ekki til fram­kvæmda. Það verði fyrsta skrefið í átt að algjöru afnámi dauðarefs­ingar; veittar verði upplýs­ingar um mál Matsu­moto Kenji og dauðarefs­ingar allra annarra fanga; bundinn verði endir á einangr­un­ar­vist á og sjálf­stæð endur­skoðun hefjist strax á öllum málum fanga á dauða­deild, sér í lagi þeirra sem glíma við andlega eða vits­muna­lega örðug­leika; að upplýst umræðu um afnám dauðarefs­ing­ar­innar í Japan verði efld og gripið verði til tafar­lausra ráðstafana til að afnema refs­inguna í lands­lögum.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.