Ísrael

Stöðva þarf hópmorðið á Gaza

Ísrael fremur hópmorð á Palestínu­búum á Gaza. Við krefj­umst þess að íslensk stjórn­völd geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið (e. genocide). Í nýrri skýrslu Amnesty Internati­onal, You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palest­inians in Gaza, er sýnt fram á að um hópmorð er að ræða á Palestínu­búum á Gaza. 

Skýrslan sýnir greini­lega að útrýming Palestínubúa á Gaza er ætlun Ísraels, hvort sem Ísrael sjái útrým­ingu Palestínubúa sem nauð­syn­legan þátt í að útrýma Hamas eða sem ásætt­an­lega auka­af­leið­ingu þessa mark­miðs.  

Hópmorð stendur yfir núna. Það verður að stöðva það strax. 

Sátt­máli Sameinuðu þjóð­anna um ráðstaf­anir gegn og refs­ingar fyrir hópmorð skuld­bindur ríki um allan heim til að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að hópmorð séu framin. 

Þó að Ísland hafi áður hvatt til vopna­hlés á Gaza og lýst yfir áhyggjum af ástandinu þar er nú veru­lega brýnt að efla stuðning við mann­rétt­indi Palestínubúa enn frekar í ljósi grafal­var­legrar stöðu.  

Skrifaðu undir og krefstu þess að íslensk stjórn­völd viður­kenni að Ísrael fremur hópmorð á Gaza og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það. 

Kröfur Amnesty Internati­onal

Með því að skrifa undir ákallið krefst þú þess að íslensk stjórn­völd: 

  • Viður­kenni að Ísrael fremur hópmorð á Palestínu­búum á Gaza. 
  • Krefjist tafar­lauss vopna­hlés. 
  • Þrýsti á alþjóða­sam­fé­lagið að binda enda á allar aðgerðir Ísraels á Gaza sem teljast til hópmorðs, þar á meðal með því að tryggja að Ísrael fram­fylgi öllum. bráða­birgða­ráð­stöf­unum sem Alþjóða­dóm­stóllinn í Haag fyrir­skipaði 26. janúar 2024 
  • Andmæli öllum tilraunum Ísraela til að koma á varan­legum ísra­elskum her og ísra­elskum land­töku­byggðum á Gaza, breyta landa­mærum svæð­isins og lýðfræði­legri samsetn­ingu eða minnka land­svæðið.  
  • Styðji hópmorðs­ákæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir Alþjóða­dóm­stólnum í Haag. 
  • Haldi áfram að styðja UNRWA og aðrar stofn­anir Sameinuðu þjóð­anna. 
  • Leiti allra leiða til að tryggja mann­úð­ar­að­stoð fyrir íbúa Gaza. 

 

Skil­greining á hópmorði 

Hópmorð er samkvæmt sátt­mála um ráðstaf­anir gegn og refs­ingar fyrir hópmorð einn eða fleiri verkn­aðir af fimm sem eru framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða hluta þjóð, þjóð­ern­is­hópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum, sem í þessu tilfelli eru Palestínu­búar. 

Niður­staða Amnesty Internati­onal er sú að Ísrael hefur framið þrjá verknaði af fimm sem teljast hópmorð á Gaza. 

  1. að drepa einstak­linga úr viðkom­andi hópi.
  2. að valda einstak­lingum úr viðkom­andi hópi alvar­legum líkam­legum eða andlegum skaða.
  3. að þröngva viðkom­andi hópi af ásetn­ingi til þess að búa við lífs­skil­yrði sem miða að líkam­legri eyðingu hópsins eða hluta hans.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal notar orðið hópmorð í stað þjóð­armorðs fyrir enska orðið genocide til samræmis við íslensk lög. Hugtakið hópmorð nær þar með yfir aðra hópa eins og þjóð­ern­is­hópa, kynstofna eða trúflokka en ekki eingöngu þjóð.  

Ásetn­ingur um útrým­ingu 

Til þess að Amnesty Internati­onal geti sagt að um hópmorð sé að ræða verður fyrst að sanna að ísra­elsk yfir­völd geri árásir í þeim tilgangi að útrýma Palestínu­búum sem tilteknum hópi. 

Í skýrslu Amnesty Internati­onal er sýnt fram á þennan ásetning:

1. Hern­að­ar­að­gerðir Ísrael gefa til kynna að mark­miðið sé að útrýma Palestínu­búum að fullu eða að hluta þegar litið er til:

  • umfangs tjóns og eyði­legg­ingar á palestínskum heim­ilum, skýlum, sjúkra­húsum, mann­virkjum fyrir vatn og hrein­læti, land­bún­að­ar­svæðum og menn­ing­ar­verð­mætum.
  • hertrar herkvíar á Gaza og hindr­unar á dreif­ingu mann­úð­ar­að­stoðar og nauð­syn­legrar þjón­ustu til Gaza.
  • ítrek­aðra sprengju­árása sem valda mikilli eyði­legg­ingu í þétt­býlum íbúða­hverfum.
  • gífur­legs mann­falls meðal óbreyttra borgara.
  • árása sem ekki tengjast hern­að­ar­legum skot­mörkum og beinast að óbreyttum borg­urum.
  • nauð­unga­flutn­inga fjölda óbreyttra borgara með víðtækum og oft vill­andi fyrir­mælum um rýmingu.

 

2. Orðræða ísra­elskra embætt­is­manna styður það að ásetn­ingur þeirra sé að útrýma Palestínu­búum.

  • Rann­sak­endur Amnesty Internati­onal rýndi í yfir 100 yfir­lýs­ingar embætt­is­manna, heryf­ir­valda og þing­manna þar sem hvatt var til hópmorðs á Palestínu­búum á Gaza eða þær fólu í sér afmennskun á Palestínu­búum. 
  • Sams­konar tals­máti var notaður ítrekað af ísra­elskum hermönnum á Gaza og til að rétt­læta fram­ferði þeirra. 

 

Amnesty Internati­onal hefur skoðað alla þessa þætti í víðara samhengi við aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels, ómann­úð­lega herkví á Gaza og ólög­mæts hernáms á palestínsku svæði í 57 ár, sem kúgað hefur Palestínubúa og valdið gríð­ar­legum mann­legum þján­ingum.  

Það er aðeins ein rökrétt ályktun sem hægt er að draga: Hópmorð hefur verið ætlun Ísraels á Gaza síðan 7. október 2023. 

Skrifaðu undir og krefstu þess að íslensk stjórn­völd viður­kenni að Ísrael fremji hópmorð á Gaza og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.