Ísrael

Stöðva þarf hópmorðið á Gaza

Ísrael fremur hópmorð á Palestínu­búum á Gaza. Við krefj­umst þess að íslensk stjórn­völd geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið (e. genocide). Í nýrri skýrslu Amnesty Internati­onal, You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palest­inians in Gaza, er sýnt fram á að um hópmorð er að ræða á Palestínu­búum á Gaza. 

Skýrslan sýnir greini­lega að útrýming Palestínubúa á Gaza er ætlun Ísraels, hvort sem Ísrael sjái útrým­ingu Palestínubúa sem nauð­syn­legan þátt í að útrýma Hamas eða sem ásætt­an­lega auka­af­leið­ingu þessa mark­miðs.  

Hópmorð stendur yfir núna. Það verður að stöðva það strax. 

Sátt­máli Sameinuðu þjóð­anna um ráðstaf­anir gegn og refs­ingar fyrir hópmorð skuld­bindur ríki um allan heim til að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að hópmorð séu framin. 

Þó að Ísland hafi áður hvatt til vopna­hlés á Gaza og lýst yfir áhyggjum af ástandinu þar  er nú veru­lega brýnt að efla stuðning við mann­rétt­indi Palestínubúa enn frekar í ljósi grafal­var­legrar stöðu.  

Skrifaðu undir og krefstu þess að íslensk stjórn­völd viður­kenni að Ísrael fremji hópmorð á Gaza og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það. 

Kröfur Amnesty Internati­onal

Með því að skrifa undir ákallið krefst þú þess að íslensk stjórn­völd: 

  • Viður­kenni að Ísrael fremji hópmorð á Palestínu­búum á Gaza. 
  • Krefjist tafar­lauss vopna­hlés. 
  • Þrýsti á alþjóða­sam­fé­lagið að binda enda á allar aðgerðir Ísraels á Gaza sem teljast til hópmorðs, þar á meðal með því að tryggja að Ísrael fram­fylgi öllum. bráða­birgða­ráð­stöf­unum sem Alþjóða­dóm­stóllinn í Haag fyrir­skipaði 26. janúar 2024 
  • Andmæli öllum tilraunum Ísraela til að koma á varan­legum ísra­elskum her og ísra­elskum land­töku­byggðum á Gaza, breyta landa­mærum svæð­isins og lýðfræði­legri samsetn­ingu eða minnka land­svæðið.  
  • Styðji hópmorðs­ákæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir Alþjóða­dóm­stólnum í Haag. 
  • Haldi áfram að styðja UNRWA og aðrar stofn­anir Sameinuðu þjóð­anna. 
  • Leita allra leiða til að tryggja mann­úð­ar­að­stoð fyrir íbúa Gaza. 

 

Skil­greining á hópmorði 

Hópmorð er samkvæmt sátt­mála um ráðstaf­anir gegn og refs­ingar fyrir hópmorð einn eða fleiri verkn­aðir af fimm sem eru framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða hluta þjóð, þjóð­ern­is­hópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum, sem í þessu tilfelli eru Palestínu­búar. 

Niður­staða Amnesty Internati­onal er sú að Ísrael hefur framið þrjá verknaði af fimm sem teljast hópmorð á Gaza. 

  1. að drepa einstak­linga úr viðkom­andi hópi.
  2. að valda einstak­lingum úr viðkom­andi hópi alvar­legum líkam­legum eða andlegum skaða.
  3. að þröngva viðkom­andi hópi af ásetn­ingi til þess að búa við lífs­skil­yrði sem miða að líkam­legri eyðingu hópsins eða hluta hans.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal notar orðið hópmorð í stað þjóð­armorðs fyrir enska orðið genocide til samræmis við íslensk lög. Hugtakið hópmorð nær þar með yfir aðra hópa eins og þjóð­ern­is­hópa, kynstofna eða trúflokka en ekki eingöngu þjóð.  

Ásetn­ingur um útrým­ingu 

Til þess að Amnesty Internati­onal geti sagt að um hópmorð sé að ræða verður fyrst að sanna að ísra­elsk yfir­völd geri árásir í þeim tilgangi að útrýma Palestínu­búum sem tilteknum hópi. 

Í skýrslu Amnesty Internati­onal er sýnt fram á þennan ásetning:

1. Hern­að­ar­að­gerðir Ísrael gefa til kynna að mark­miðið sé að útrýma Palestínu­búum að fullu eða að hluta þegar litið er til:

  • umfangs tjóns og eyði­legg­ingar á palestínskum heim­ilum, skýlum, sjúkra­húsum, mann­virkjum fyrir vatn og hrein­læti, land­bún­að­ar­svæðum og menn­ing­ar­verð­mætum.
  • hertrar herkvíar á Gaza og hindr­unar á dreif­ingu mann­úð­ar­að­stoðar og nauð­syn­legrar þjón­ustu til Gaza.
  • ítrek­aðra sprengju­árása sem valda mikilli eyði­legg­ingu í þétt­býlum íbúða­hverfum.
  • gífur­legs mann­falls meðal óbreyttra borgara.
  • árása sem ekki tengjast hern­að­ar­legum skot­mörkum og beinast að óbreyttum borg­urum.
  • nauð­unga­flutn­inga fjölda óbreyttra borgara með víðtækum og oft vill­andi fyrir­mælum um rýmingu.

 

2. Orðræða ísra­elskra embætt­is­manna styður það að ásetn­ingur þeirra sé að útrýma Palestínu­búum.

  • Rann­sak­endur Amnesty Internati­onal rýndi í yfir 100 yfir­lýs­ingar embætt­is­manna, heryf­ir­valda og þing­manna þar sem hvatt var til hópmorðs á Palestínu­búum á Gaza eða þær fólu í sér afmennskun á Palestínu­búum. 
  • Sams­konar tals­máti var notaður ítrekað af ísra­elskum hermönnum á Gaza og til að rétt­læta fram­ferði þeirra. 

Amnesty Internati­onal hefur skoðað alla þessa þætti í víðara samhengi við aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels, ómann­úð­lega herkví á Gaza og ólög­mæts hernáms á palestínsku svæði í 57 ár, sem kúgað hefur Palestínubúa og valdið gríð­ar­legum mann­legum þján­ingum.  

Það er aðeins ein rökrétt ályktun sem hægt er að draga: Hópmorð hefur verið ætlun Ísraels á Gaza síðan 7. október 2023. 

Skrifaðu undir og krefstu þess að íslensk stjórn­völd viður­kenni að Ísrael fremji hópmorð á Gaza og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ísrael

Stöðva þarf hópmorðið á Gaza

Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið (e. genocide). Í nýrri skýrslu Amnesty International, „You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palestinians in Gaza, er sýnt fram á að um hópmorð er að ræða á Palestínubúum á Gaza. 

Aserbaísjan

Leysið fjölmiðlafólk og aðgerðasinna úr haldi

Aðförin að borgaralegu rými í Aserbaísjan í aðdraganda COP29 hefur í för með sér að réttlæti í loftslagsmálum nái ekki fram að ganga. Skrifaðu undir og sýndu samstöðu með aðgerðasinnum og fjölmiðlafólki sem hafa hlotið refsingu fyrir að draga stjórnvöld sín til ábyrgðar.

Alþjóðlegt

Stöðvum drápsvélmenni

Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Hvetjum þjóðarleiðtoga heims til samningaviðræðna um ný alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Sambía

Læknir sóttur til saka fyrir samkynhneigð

Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.