Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið (e. genocide). Í nýrri skýrslu Amnesty International, „You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palestinians in Gaza, er sýnt fram á að um hópmorð er að ræða á Palestínubúum á Gaza.
Skýrslan sýnir greinilega að útrýming Palestínubúa á Gaza er ætlun Ísraels, hvort sem Ísrael sjái útrýmingu Palestínubúa sem nauðsynlegan þátt í að útrýma Hamas eða sem ásættanlega aukaafleiðingu þessa markmiðs.
Hópmorð stendur yfir núna. Það verður að stöðva það strax.
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð skuldbindur ríki um allan heim til að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að hópmorð séu framin.
Þó að Ísland hafi áður hvatt til vopnahlés á Gaza og lýst yfir áhyggjum af ástandinu þar er nú verulega brýnt að efla stuðning við mannréttindi Palestínubúa enn frekar í ljósi grafalvarlegrar stöðu.
Skrifaðu undir og krefstu þess að íslensk stjórnvöld viðurkenni að Ísrael fremji hópmorð á Gaza og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það.
Kröfur Amnesty International
Með því að skrifa undir ákallið krefst þú þess að íslensk stjórnvöld:
- Viðurkenni að Ísrael fremji hópmorð á Palestínubúum á Gaza.
- Krefjist tafarlauss vopnahlés.
- Þrýsti á alþjóðasamfélagið að binda enda á allar aðgerðir Ísraels á Gaza sem teljast til hópmorðs, þar á meðal með því að tryggja að Ísrael framfylgi öllum. bráðabirgðaráðstöfunum sem Alþjóðadómstóllinn í Haag fyrirskipaði 26. janúar 2024
- Andmæli öllum tilraunum Ísraela til að koma á varanlegum ísraelskum her og ísraelskum landtökubyggðum á Gaza, breyta landamærum svæðisins og lýðfræðilegri samsetningu eða minnka landsvæðið.
- Styðji hópmorðsákæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag.
- Haldi áfram að styðja UNRWA og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna.
- Leita allra leiða til að tryggja mannúðaraðstoð fyrir íbúa Gaza.
Hópmorð er samkvæmt sáttmála um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð einn eða fleiri verknaðir af fimm sem eru framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum, sem í þessu tilfelli eru Palestínubúar.
Niðurstaða Amnesty International er sú að Ísrael hefur framið þrjá verknaði af fimm sem teljast hópmorð á Gaza.
- að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi.
- að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða.
- að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans.
Íslandsdeild Amnesty International notar orðið hópmorð í stað þjóðarmorðs fyrir enska orðið genocide til samræmis við íslensk lög. Hugtakið hópmorð nær þar með yfir aðra hópa eins og þjóðernishópa, kynstofna eða trúflokka en ekki eingöngu þjóð.
Ásetningur um útrýmingu
Til þess að Amnesty International geti sagt að um hópmorð sé að ræða verður fyrst að sanna að ísraelsk yfirvöld geri árásir í þeim tilgangi að útrýma Palestínubúum sem tilteknum hópi.
Í skýrslu Amnesty International er sýnt fram á þennan ásetning:
1. Hernaðaraðgerðir Ísrael gefa til kynna að markmiðið sé að útrýma Palestínubúum að fullu eða að hluta þegar litið er til:
- umfangs tjóns og eyðileggingar á palestínskum heimilum, skýlum, sjúkrahúsum, mannvirkjum fyrir vatn og hreinlæti, landbúnaðarsvæðum og menningarverðmætum.
- hertrar herkvíar á Gaza og hindrunar á dreifingu mannúðaraðstoðar og nauðsynlegrar þjónustu til Gaza.
- ítrekaðra sprengjuárása sem valda mikilli eyðileggingu í þéttbýlum íbúðahverfum.
- gífurlegs mannfalls meðal óbreyttra borgara.
- árása sem ekki tengjast hernaðarlegum skotmörkum og beinast að óbreyttum borgurum.
- nauðungaflutninga fjölda óbreyttra borgara með víðtækum og oft villandi fyrirmælum um rýmingu.
2. Orðræða ísraelskra embættismanna styður það að ásetningur þeirra sé að útrýma Palestínubúum.
- Rannsakendur Amnesty International rýndi í yfir 100 yfirlýsingar embættismanna, heryfirvalda og þingmanna þar sem hvatt var til hópmorðs á Palestínubúum á Gaza eða þær fólu í sér afmennskun á Palestínubúum.
- Samskonar talsmáti var notaður ítrekað af ísraelskum hermönnum á Gaza og til að réttlæta framferði þeirra.
Amnesty International hefur skoðað alla þessa þætti í víðara samhengi við aðskilnaðarstefnu Ísraels, ómannúðlega herkví á Gaza og ólögmæts hernáms á palestínsku svæði í 57 ár, sem kúgað hefur Palestínubúa og valdið gríðarlegum mannlegum þjáningum.
Það er aðeins ein rökrétt ályktun sem hægt er að draga: Hópmorð hefur verið ætlun Ísraels á Gaza síðan 7. október 2023.
Skrifaðu undir og krefstu þess að íslensk stjórnvöld viðurkenni að Ísrael fremji hópmorð á Gaza og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það.