Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Þrýstu á framleiðendur tæknibúnaðarins, til stuðnings Palestínubúum.
Hver er vandinn?
Aðför ísraelskra yfirvalda að mótmælendum í maí 2021 leiddi til aukins eftirlits og kúgunar á Palestínubúum, einkum í Hebron og Austur-Jerúsalem.
Við eftirlitsstöð 56, varðstöð sem er einna mest ljósmynduð, rís hár stálgrindarveggur með tveimur rammgerðum snúningshliðum og minnst 24 myndavélum. Eftirlitsstöðin aðskilur Palestínubúa frá fjölskyldumeðlimum og heftir aðgengi þeirra að nauðsynjavörum, þjónustu, atvinnu, menntun, og heilbrigðisþjónustu. Öryggissveitir Ísraels nota nýja andlitsgreiningartækni sem kallast „Rauður úlfur“. Á hernumdu svæðum Austur-Jerúsalem tengist eftirlitskerfið Mabat 2000 við þúsundir eftirlitsmyndavéla og greinir andlit víðsvegar um borgina. Eftirlitsmyndavélum hefur fjölgað í hverfinu Sheikh Jarrah, einkum nálægt Damaskus-hliðinu og við palestínska hverfið Silwan. Amnesty International hefur auðkennt eftirlitsmyndavélar frá kínverska fyrirtækinu Hangzhou Hikvision Digital Technology Co, Ltd og TKH Security sem er með aðsetur í Hollandi.
Palestínubúar eru eini þjóðernishópurinn sem þarf að fara í gegnum eftirlitsstöðvarnar. Vegna ólöglegrar söfnunar lífkennisupplýsinga eiga þeir á meiri hættu á að vera handteknir að geðþótta, yfirheyrðir og færðir í varðhald. Eftirlit af þessu tagi veldur því að fólk geti ekki lifað með reisn.
Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis.
Hvað getur þú gert?
Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.