Alþjóðlegt

Stöðvið misbeitingu kylfa

Um heim allan þagga stjórn­völd niður í mótmæl­endum með lögreglukylfum. Kylf­urnar eru notaðar sem þögg­un­artól.

Í desember 2020 varð ungur maður í Hvíta-Rússlandi fyrir lögreglu­árás eftir að hafa tekið þátt í frið­sömum mótmælum. Hann var barinn í höfuðið með kylfu og kýldur í andlit og maga þrátt fyrir að hann streittist ekki gegn hand­töku.

Þetta er eitt af fjöl­mörgum dæmum um misbeit­ingu þessara vopna, oft gegn frið­sömum mótmæl­endum.

Amnesty Internati­onal hefur rann­sakað misbeit­ingu á skaðminni vopnum lögregl­unnar í áratugi. Þann 9. sept­ember 2021 kom út skýrslan Blunt Force sem snýr að misbeit­ingu á lögreglukylfum.

Rann­sóknir Amnesty sýna að kylfur eru notaðar í refs­ing­ar­skyni. Þær eru notaðar til að berja fólk sem haldið er niðri. Þær eru notaðar til að berja háls og höfuð. Þær eru notaðar til að beita kynferð­is­legu ofbeldi og pynd­ingum. Þetta verður að stöðva.

Kylfur eru álitnar skaðminni vopn sem eigi að gera lögreglu kleift að beita hóflegri vald­beit­ingu og komast hjá notkun hættu­legri vopna en rann­sóknir sýna að misbeiting kylfa er algeng. Þrátt fyrir þetta eru engar reglu­gerðir um sölu og viðskipti þessara vopna.

Skortur er á reglu­gerðum vegna viðskipta með lögreglu­vopn og búnað.

Á alls­herj­ar­þingi Sameinuðu þjóð­anna á næsta ári munu ríki greiða atkvæði um ályktun er varðar alþjóð­legan og skuld­bind­andi samning um viðskipti lögreglu­vopna og búnaðar sem hægt er að nota til að beita pynd­ingum og annarri illri meðferð. Samn­ing­urinn myndi einnig banna viðskipti lögreglu­vopna og búnaðar sem í eðli sínu er ætlað að valda skaða, t.d. gadda­kylfur, stífar svipur (e. sjambok), ýmis rafst­uð­stól og niður­lægj­andi eða sárs­auka­fullir fjötrar.

Við krefj­umst þess að íslensk stjórn­völd styðji gerð alþjóð­legs og skuld­bind­andi samn­ings um viðskipti með lögreglu­vopn og búnað sem eru notuð til að beita pynd­ingum.

Lestu meira um réttinn til að mótmæla hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kamerún

Kamerún: Krefjumst lausnar friðsamra mótmælenda og aðgerðasinna

Á enskumælandi svæðum Kamerún hefur verið herjað á stuðningsfólk stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins, mannréttindafrömuði, aðgerðasinna og mótmælendur fyrir það eitt að nýta sér tjáningarfrelsið og réttinn til að mótmæla friðsamlega. Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið handteknir að geðþótta.

Kólumbía

Krefjumst rannsóknar á morði Kevin Agudelo í tengslum við mótmæli

Rannsaka þarf morðið á Kevin Agudelo sem átti sér stað í aðgerðum lögreglu. Þúsundir fólks fór út á götur í þjóðarverkfalli í mörgum borgum Kólumbíu árið 2021 til að krefjast réttar síns. Viðbrögð stjórnvalda var að ráðast á og refsa þeim einstaklingum sem létu í sér heyra. Flest mannréttindabrot í tengslum við mótmælin áttu sér stað í borginni Cali. 

Tansanía

Tansanía: Stöðvið þvingaða brottflutninga Masai-hirðingjasamfélagsins

Hætta er á þvinguðum brottflutningum Masai-hirðingjasamfélagsins til að greiða leið fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Um 70.000 einstaklingar eru í hættu í kjölfar þess að liðsafli lögreglu og hers kom í bæinn Loliondo í norðurhluta Tansaníu þar sem Masai-fólkið býr.

Bandaríkin

Bandaríkin: Verndið réttinn til þungunarrofs

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur snúið við fordæmi dóms sem verndaði réttinn til þungunarrofs í landinu. Krefjumst þess að ríkisstjórar í öllum ríkjum Bandaríkjanna komi í veg fyrir þungunarrofsbann og verndi réttinn til þungunarrofs. 

Katar

Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandverkafólks

Fyrir tilstuðlan farandverkafólks getur draumur Katar um að halda heimsmeistaramótið í fótbolta orðið að veruleika. FIFA ber skylda til að bregðast við og nota áhrif sín til að hvetja Katar til að vernda farandverkafólk. Þrátt fyrir að einhver árangur hefur náðst er enn langt í land. Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandsverkafólks!

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.