Alþjóðlegt

Stöðvið misbeitingu kylfa

Um heim allan þagga stjórn­völd niður í mótmæl­endum með lögreglukylfum. Kylf­urnar eru notaðar sem þögg­un­artól.

Í desember 2020 varð ungur maður í Hvíta-Rússlandi fyrir lögreglu­árás eftir að hafa tekið þátt í frið­sömum mótmælum. Hann var barinn í höfuðið með kylfu og kýldur í andlit og maga þrátt fyrir að hann streittist ekki gegn hand­töku.

Þetta er eitt af fjöl­mörgum dæmum um misbeit­ingu þessara vopna, oft gegn frið­sömum mótmæl­endum.

Amnesty Internati­onal hefur rann­sakað misbeit­ingu á skaðminni vopnum lögregl­unnar í áratugi. Þann 9. sept­ember 2021 kom út skýrslan Blunt Force sem snýr að misbeit­ingu á lögreglukylfum.

Rann­sóknir Amnesty sýna að kylfur eru notaðar í refs­ing­ar­skyni. Þær eru notaðar til að berja fólk sem haldið er niðri. Þær eru notaðar til að berja háls og höfuð. Þær eru notaðar til að beita kynferð­is­legu ofbeldi og pynd­ingum. Þetta verður að stöðva.

Kylfur eru álitnar skaðminni vopn sem eigi að gera lögreglu kleift að beita hóflegri vald­beit­ingu og komast hjá notkun hættu­legri vopna en rann­sóknir sýna að misbeiting kylfa er algeng. Þrátt fyrir þetta eru engar reglu­gerðir um sölu og viðskipti þessara vopna.

Skortur er á reglu­gerðum vegna viðskipta með lögreglu­vopn og búnað.

Á alls­herj­ar­þingi Sameinuðu þjóð­anna á næsta ári munu ríki greiða atkvæði um ályktun er varðar alþjóð­legan og skuld­bind­andi samning um viðskipti lögreglu­vopna og búnaðar sem hægt er að nota til að beita pynd­ingum og annarri illri meðferð. Samn­ing­urinn myndi einnig banna viðskipti lögreglu­vopna og búnaðar sem í eðli sínu er ætlað að valda skaða, t.d. gadda­kylfur, stífar svipur (e. sjambok), ýmis rafst­uð­stól og niður­lægj­andi eða sárs­auka­fullir fjötrar.

Við krefj­umst þess að íslensk stjórn­völd styðji gerð alþjóð­legs og skuld­bind­andi samn­ings um viðskipti með lögreglu­vopn og búnað sem eru notuð til að beita pynd­ingum.

Lestu meira um réttinn til að mótmæla hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.