Alþjóðlegt

Stöðvið misbeitingu kylfa

Um heim allan þagga stjórn­völd niður í mótmæl­endum með lögreglukylfum. Kylf­urnar eru notaðar sem þögg­un­artól.

Í desember 2020 varð ungur maður í Hvíta-Rússlandi fyrir lögreglu­árás eftir að hafa tekið þátt í frið­sömum mótmælum. Hann var barinn í höfuðið með kylfu og kýldur í andlit og maga þrátt fyrir að hann streittist ekki gegn hand­töku.

Þetta er eitt af fjöl­mörgum dæmum um misbeit­ingu þessara vopna, oft gegn frið­sömum mótmæl­endum.

Amnesty Internati­onal hefur rann­sakað misbeit­ingu á skaðminni vopnum lögregl­unnar í áratugi. Þann 9. sept­ember 2021 kom út skýrslan Blunt Force sem snýr að misbeit­ingu á lögreglukylfum.

Rann­sóknir Amnesty sýna að kylfur eru notaðar í refs­ing­ar­skyni. Þær eru notaðar til að berja fólk sem haldið er niðri. Þær eru notaðar til að berja háls og höfuð. Þær eru notaðar til að beita kynferð­is­legu ofbeldi og pynd­ingum. Þetta verður að stöðva.

Kylfur eru álitnar skaðminni vopn sem eigi að gera lögreglu kleift að beita hóflegri vald­beit­ingu og komast hjá notkun hættu­legri vopna en rann­sóknir sýna að misbeiting kylfa er algeng. Þrátt fyrir þetta eru engar reglu­gerðir um sölu og viðskipti þessara vopna.

Skortur er á reglu­gerðum vegna viðskipta með lögreglu­vopn og búnað.

Á alls­herj­ar­þingi Sameinuðu þjóð­anna á næsta ári munu ríki greiða atkvæði um ályktun er varðar alþjóð­legan og skuld­bind­andi samning um viðskipti lögreglu­vopna og búnaðar sem hægt er að nota til að beita pynd­ingum og annarri illri meðferð. Samn­ing­urinn myndi einnig banna viðskipti lögreglu­vopna og búnaðar sem í eðli sínu er ætlað að valda skaða, t.d. gadda­kylfur, stífar svipur (e. sjambok), ýmis rafst­uð­stól og niður­lægj­andi eða sárs­auka­fullir fjötrar.

Við krefj­umst þess að íslensk stjórn­völd styðji gerð alþjóð­legs og skuld­bind­andi samn­ings um viðskipti með lögreglu­vopn og búnað sem eru notuð til að beita pynd­ingum.

Lestu meira um réttinn til að mótmæla hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Paragvæ

Paragvæ: Krefstu kynfræðslu í skólum

Paragvæ er með hæsta hlutfall þungana unglingstúlkna í Suður-Ameríku. Árlega eru skrásettar um 20.000 þunganir stúlkna á aldrinum 10-19 ára þar í landi. Fjöldi þeirra er afleiðing kynferðisofbeldis og þar af eru rúmlega 80% ofbeldistilfella innan fjölskyldu. Það hefur sýnt sig að kynfræðsla getur verið forvörn gegn kynferðisofbeldi og dregið það fram í dagsljósið. Menntamálaráðherra hefur hins vegar bannað kynfræðslu í skólum og paragvæsk stjórnvöld brugðist skyldu sinni til að virða rétt kvenna til heilsu, menntunar og frelsis frá ofbeldi. Skrifaðu undir til að krefjast kynfræðslu í Paragvæ! Engin stúlka ætti að vera þvinguð inn í móðurhlutverkið.

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Bangladess

Aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsi á netinu

Yfir þúsund einstaklingar hafa verið handteknir í Bangladess frá árinu 2018 á grundvelli laga um stafrænt öryggi (DSA, Digital Security ACT) fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á netinu. Bregstu við og krefstu þess að forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina, felli lögin úr gildi eða endurbæti í samræmi við alþjóðalög þau ákvæði sem eru notuð til að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Angóla

Hirðingjasamfélög í hættu

Nú varir einn versti þurrkur síðastliðin 40 ár í suðurhluta Angóla. Afleiðingarnar eru ógnvænlegar þar sem heilsa og mataröryggi hirðingjasamfélaga á svæðinu eru í verulegri hættu. Vannæring hefur aukist til muna og aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu er ótryggður.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.