Alþjóðlegt

Stöðvið misbeitingu kylfa

Um heim allan þagga stjórn­völd niður í mótmæl­endum með lögreglukylfum. Kylf­urnar eru notaðar sem þögg­un­artól.

Í desember 2020 varð ungur maður í Hvíta-Rússlandi fyrir lögreglu­árás eftir að hafa tekið þátt í frið­sömum mótmælum. Hann var barinn í höfuðið með kylfu og kýldur í andlit og maga þrátt fyrir að hann streittist ekki gegn hand­töku.

Þetta er eitt af fjöl­mörgum dæmum um misbeit­ingu þessara vopna, oft gegn frið­sömum mótmæl­endum.

Amnesty Internati­onal hefur rann­sakað misbeit­ingu á skaðminni vopnum lögregl­unnar í áratugi. Þann 9. sept­ember 2021 kom út skýrslan Blunt Force sem snýr að misbeit­ingu á lögreglukylfum.

Rann­sóknir Amnesty sýna að kylfur eru notaðar í refs­ing­ar­skyni. Þær eru notaðar til að berja fólk sem haldið er niðri. Þær eru notaðar til að berja háls og höfuð. Þær eru notaðar til að beita kynferð­is­legu ofbeldi og pynd­ingum. Þetta verður að stöðva.

Kylfur eru álitnar skaðminni vopn sem eigi að gera lögreglu kleift að beita hóflegri vald­beit­ingu og komast hjá notkun hættu­legri vopna en rann­sóknir sýna að misbeiting kylfa er algeng. Þrátt fyrir þetta eru engar reglu­gerðir um sölu og viðskipti þessara vopna.

Skortur er á reglu­gerðum vegna viðskipta með lögreglu­vopn og búnað.

Á alls­herj­ar­þingi Sameinuðu þjóð­anna á næsta ári munu ríki greiða atkvæði um ályktun er varðar alþjóð­legan og skuld­bind­andi samning um viðskipti lögreglu­vopna og búnaðar sem hægt er að nota til að beita pynd­ingum og annarri illri meðferð. Samn­ing­urinn myndi einnig banna viðskipti lögreglu­vopna og búnaðar sem í eðli sínu er ætlað að valda skaða, t.d. gadda­kylfur, stífar svipur (e. sjambok), ýmis rafst­uð­stól og niður­lægj­andi eða sárs­auka­fullir fjötrar.

Við krefj­umst þess að íslensk stjórn­völd styðji gerð alþjóð­legs og skuld­bind­andi samn­ings um viðskipti með lögreglu­vopn og búnað sem eru notuð til að beita pynd­ingum.

Lestu meira um réttinn til að mótmæla hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Esvatíní

Esvatíní: Leysa þarf fyrrum þingmenn úr haldi

Bacede Mabuza og Mthandeni Dube, fyrrum þingmenn og baráttumenn fyrir lýðræði, eru samviskufangar í Esvatíní. Þeir voru handteknir 25. júlí 2021 fyrir að tjá sig um kúgun ríkisvaldsins og kalla eftir úrbótum á stjórnarskránni. Þeir hlutu 85 ára og 58 ára dóm á grundvelli kúgandi laga gegn hryðjuverkum og uppreisnaráróðri.

Bretland

Bretland: Fella þarf niður ákærur á hendur friðsömum mótmælendum 

Friðsamir mótmælendur voru handteknir á Bretlandi fyrir að mótmæla banni við Palestine Action-aðgerðahópnum sem tók gildi 5. júlí 2025. Í ágúst voru rúmlega 700 mótmælendur handteknir í London og víðar um Bretland. Til viðbótar voru 857 mótmælendur handteknir í London á einum degi, þann 6. september.

Ísrael

Leysa þarf palestínskan lækni úr haldi

Palestínski læknirinn Hussam Abu Safiya er framkvæmdastjóri Kamal Adwan-spítalans og hefur tjáð sig um hrun heilbrigðiskerfisins á Gaza. Hann var handtekinn að geðþótta af ísraelskum yfirvöldum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan þá.

Hong Kong

Lýðræðissinni í fangelsi fyrir friðsamleg mótmæli

Owen Chow Ka-shing er ungur aðgerðasinni sem hefur beitt sér fyrir lýðræði í Hong Kong. Hann var virkur þátttakandi í mótmælahreyfingu sem kennd var við regnhlífar árið 2014 og í mótmælum gegn frumvarpi um framsal frá Hong Kong til Kína árið 2019. Chow er í fangelsi fyrir að nýta tjáningar- og fundafrelsið með friðsamlegum hætti. Hann afplánar nú 12 ára og 10 mánaða dóm.

Fílabeinsströndin

Upplýsingafulltrúi stéttarfélags fær tveggja ára fangelsisdóm

Hettuklæddir menn handtóku Ghislain Duggary Assy, upplýsingafulltrúa stéttarfélags kennara, í kjölfar þess að bandalag stéttarfélaga kennara blés til verkfalls á Fílabeinsströndinni. Ghislain fékk tveggja ára fangelsisdóm. Skrifaðu undir ákall um að Ghislain Duggary Assy verði leystur úr haldi, tafarlaust og án skilyrða.

Rússland

Stríðsglæpum gegn Úkraínubúum í haldi verður að linna

Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.