Sri Lanka

Stöðvum aðför að friðsömum mótmælendum í Srí Lanka

Á meðan efna­hagskreppa og erfið­leikar dynja yfir Srí Lanka hafa yfir­völd þar í landi beitt harka­legum aðgerðum gegn mótmælum og skrímslavætt mótmæl­endur. 

Yfir­völd brugðust við mótmælum sem að stórum hluta voru frið­samleg með ónauð­syn­legu og óhóf­legu valdi. Neyð­arlög veita lögreglu og hersveitir stór­aukið vald í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekari mótmæli.  

Frá því að víðtæk mótmæli hófust í mars á þessu ári hafa lögregla og hersveitir ítrekað misnotað táragas og vatns­fall­byssur gegn frið­sömum mótmæl­endum. Í tvígang skutu örygg­is­sveitir byssu­kúlum í áttina að mótmæl­endum og ollu að minnsta kosti einu dauðs­falli 19. apríl.  

Ranil Wickremes­inghe, forseti Srí Lanka, tók við völdum 21. júlí sl. en síðan þá hafa fleiri en 160 mótmæl­endur og skipu­leggj­endur mótmæla verið fang­els­aðir, ítrekað án rétt­látrar máls­með­ferðar, sem er ógnvænleg þróun fyrir mótmæla­hreyf­inguna. Ranil Wickremes­inghe hefur einnig opin­ber­lega kallað mótmæl­endur „hryðju­verka­fólk“ og „fasista“, í þeim tilgangi að skrímslavæða mótmæl­endur. 

Að auki hafa yfir­völd samþykkt neyð­arlög gegn hryðju­verkum (PTA), sem hafa áður verið notuð til að herja á og áreita minni­hluta­hópa, aðgerða­sinna, fjöl­miðla­fólk og gagn­rýn­israddir. Þrír mótmæl­endur eru í haldi á grund­velli þessara laga.  

Ranil Wickremes­inghe, forseti Sri Lanka, verður samstundis að hætta að kúga, ógna og refsa frið­sömum mótmæl­endum. 

Skrifaðu undir ákallið til að krefstu:  

  • Virð­ingar og verndrar á rétt­inum til frið­sam­legra mótmæla, og að beit­ingu á óhóf­legu valdi gegn frið­sömum mótmæl­endum linni 
  • Að fallið verði frá öllum ákærum um um þátt­töku í „ólög­mætu funda­haldi“ og að frið­sam­legir mótmæl­endur verði leystir úr haldi án skil­yrða 
  • Að neyð­arlög gegn hryðju­verkum verði felld úr gildi og gefin út tafar­laus stöðvun á beit­ingu laganna  

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Síerra Leóne

Ólögmæt manndráp og pyndingar

Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.