Sri Lanka

Stöðvum aðför að friðsömum mótmælendum í Srí Lanka

Á meðan efna­hagskreppa og erfið­leikar dynja yfir Srí Lanka hafa yfir­völd þar í landi beitt harka­legum aðgerðum gegn mótmælum og skrímslavætt mótmæl­endur. 

Yfir­völd brugðust við mótmælum sem að stórum hluta voru frið­samleg með ónauð­syn­legu og óhóf­legu valdi. Neyð­arlög veita lögreglu og hersveitir stór­aukið vald í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekari mótmæli.  

Frá því að víðtæk mótmæli hófust í mars á þessu ári hafa lögregla og hersveitir ítrekað misnotað táragas og vatns­fall­byssur gegn frið­sömum mótmæl­endum. Í tvígang skutu örygg­is­sveitir byssu­kúlum í áttina að mótmæl­endum og ollu að minnsta kosti einu dauðs­falli 19. apríl.  

Ranil Wickremes­inghe, forseti Srí Lanka, tók við völdum 21. júlí sl. en síðan þá hafa fleiri en 160 mótmæl­endur og skipu­leggj­endur mótmæla verið fang­els­aðir, ítrekað án rétt­látrar máls­með­ferðar, sem er ógnvænleg þróun fyrir mótmæla­hreyf­inguna. Ranil Wickremes­inghe hefur einnig opin­ber­lega kallað mótmæl­endur „hryðju­verka­fólk“ og „fasista“, í þeim tilgangi að skrímslavæða mótmæl­endur. 

Að auki hafa yfir­völd samþykkt neyð­arlög gegn hryðju­verkum (PTA), sem hafa áður verið notuð til að herja á og áreita minni­hluta­hópa, aðgerða­sinna, fjöl­miðla­fólk og gagn­rýn­israddir. Þrír mótmæl­endur eru í haldi á grund­velli þessara laga.  

Ranil Wickremes­inghe, forseti Sri Lanka, verður samstundis að hætta að kúga, ógna og refsa frið­sömum mótmæl­endum. 

Skrifaðu undir ákallið til að krefstu:  

  • Virð­ingar og verndrar á rétt­inum til frið­sam­legra mótmæla, og að beit­ingu á óhóf­legu valdi gegn frið­sömum mótmæl­endum linni 
  • Að fallið verði frá öllum ákærum um um þátt­töku í „ólög­mætu funda­haldi“ og að frið­sam­legir mótmæl­endur verði leystir úr haldi án skil­yrða 
  • Að neyð­arlög gegn hryðju­verkum verði felld úr gildi og gefin út tafar­laus stöðvun á beit­ingu laganna  

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.

Ekvador

Heimatilbúin sprengja fyrir utan heimili ungs umhverfissinna

Leonela Moncayo er umhverfissinni frá Amazon-skóginum í Ekvador og ein af níu stúlkum sem fóru í mál við stjórnvöld þar í landi og kröfðust lögbanns á gasbruna í nágrenni við heimili þeirra á þeim grundvelli að brotið sé á mannréttindum þeirra. Talið að öryggi stúlknanna níu og fjölskyldna þeirra sé í hættu.

Rússland

Listakona afplánar sjö ára dóm á fanganýlendu fyrir mótmæli

Aleksandra (Sasha) Skochilenko er tónlistar- og listakona frá Sankti Pétursborg í Rússlandi. Hún var ákærð á grundvelli ritskoðunarlaga og hlaut sjö ára dóm hinn 16. nóvember 2023. Henni er haldið við skelfilegar aðstæður og heilsu hennar hrakar ört. Skrifaðu undir ákallið og kallaðu eftir því að Rússland afnemi ritskoðunarlögin og leysi Aleksöndru skilyrðislaust úr haldi án tafar.

Rússland

Fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sætir illri meðferð í fangelsi

Maria Ponomarenko er fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sem sætir illri meðferð í fangelsi. Hún deildi skilaboðum á samskiptamiðlinum Telegram um sprengjuárás rússneskra hersveita á leikhús í Mariupol í mars 2022. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að rússnesk stjórnvöld leysi Mariu Ponomarenko skilyrðislaust úr haldi án tafar.

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.