Sri Lanka

Stöðvum aðför að friðsömum mótmælendum í Srí Lanka

Á meðan efna­hagskreppa og erfið­leikar dynja yfir Srí Lanka hafa yfir­völd þar í landi beitt harka­legum aðgerðum gegn mótmælum og skrímslavætt mótmæl­endur. 

Yfir­völd brugðust við mótmælum sem að stórum hluta voru frið­samleg með ónauð­syn­legu og óhóf­legu valdi. Neyð­arlög veita lögreglu og hersveitir stór­aukið vald í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekari mótmæli.  

Frá því að víðtæk mótmæli hófust í mars á þessu ári hafa lögregla og hersveitir ítrekað misnotað táragas og vatns­fall­byssur gegn frið­sömum mótmæl­endum. Í tvígang skutu örygg­is­sveitir byssu­kúlum í áttina að mótmæl­endum og ollu að minnsta kosti einu dauðs­falli 19. apríl.  

Ranil Wickremes­inghe, forseti Srí Lanka, tók við völdum 21. júlí sl. en síðan þá hafa fleiri en 160 mótmæl­endur og skipu­leggj­endur mótmæla verið fang­els­aðir, ítrekað án rétt­látrar máls­með­ferðar, sem er ógnvænleg þróun fyrir mótmæla­hreyf­inguna. Ranil Wickremes­inghe hefur einnig opin­ber­lega kallað mótmæl­endur „hryðju­verka­fólk“ og „fasista“, í þeim tilgangi að skrímslavæða mótmæl­endur. 

Að auki hafa yfir­völd samþykkt neyð­arlög gegn hryðju­verkum (PTA), sem hafa áður verið notuð til að herja á og áreita minni­hluta­hópa, aðgerða­sinna, fjöl­miðla­fólk og gagn­rýn­israddir. Þrír mótmæl­endur eru í haldi á grund­velli þessara laga.  

Ranil Wickremes­inghe, forseti Sri Lanka, verður samstundis að hætta að kúga, ógna og refsa frið­sömum mótmæl­endum. 

Skrifaðu undir ákallið til að krefstu:  

  • Virð­ingar og verndrar á rétt­inum til frið­sam­legra mótmæla, og að beit­ingu á óhóf­legu valdi gegn frið­sömum mótmæl­endum linni 
  • Að fallið verði frá öllum ákærum um um þátt­töku í „ólög­mætu funda­haldi“ og að frið­sam­legir mótmæl­endur verði leystir úr haldi án skil­yrða 
  • Að neyð­arlög gegn hryðju­verkum verði felld úr gildi og gefin út tafar­laus stöðvun á beit­ingu laganna  

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.

Perú

Fjöldi fólks hefur látið lífið í mótmælum

Mikil mótmæli brutust út eftir að Pedro Castillo, þáverandi forseti Perú,  reyndi að leysa upp þing landsins þann 7 . desember. Að minnsta kosti 40 einstaklingar hafa látið lífið í mótmælunum af völdum lögreglunnar og her landsins vegna óhóflegrar valdbeitingar. Þann 9. janúar síðastliðinn létu 18 einstaklingar lífið í mótmælum í borginni Juliaca í Perú.  

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.