Alþjóðlegt

Styddu réttindi verkafólks í fataiðnaði

Í áraraðir hafa stjórn­völd og tísku­fyr­ir­tæki hagnast á slæmum starfs­að­stæðum kvenna sem sauma fötin okkar. Brotið er kerf­is­bundið á mann­rétt­indum verka­fólks í fata­iðnaði sem vinnur oft við hættu­legar aðstæður, launin eru undir fram­færslu­við­miði og ráðn­ing­ar­samn­ingar eru ótryggir. Laun sem duga ekki fyrir fram­færslu þýðir að verka­fólkið hefur ekki aðgang að nauð­synjum eins og mat, heil­brigð­is­þjón­ustu, hreinu vatni, menntun og öruggu húsnæði.

Í nýlegum skýrslum Amnesty Internati­onal kemur fram að ríkis­stjórnir, verk­smiðjur og alþjóðleg tísku­fyr­ir­tæki hagnast á kúgun verka­fólks í fata­iðnaði og brotum á vinnu­rétt­indum í Bangla­dess, Pakistan, á Srí Lanka og Indlandi. Tilraunum verka­fólks til að bæta starfs­að­stæður er oft mætt af hörku af vinnu­veit­endum og jafnvel ríkinu.

Brotið á rétt­indum

  • Á Indlandi vinnur margt verka­fólk í fata­iðnaði sem starfar við útsaum eða frágang fatn­aðar heiman frá sér. Starfs­fólk sem vinnur að heiman telst ekki sem vinn­andi fólk samkvæmt vinnu­lög­gjöf landsins og nýtur því ekki starfstengdra rétt­inda.
  • Í Pakistan er það dagleg barátta fyrir verka­fólk í fata­iðnaði að fá greidd lágmarks­laun og viðeig­andi ráðn­ing­ar­samn­inga.
  • Á Srí Lanka er nær ómögu­legt að stofna stétt­ar­félag. Þegar það tekst er starfs­fólk áreitt, hótað og oft rekið.
  • Í Bangla­dess hafa yfir­völd brotið mótmæli verka­fólks á bak aftur með ofbeld­is­fullum hætti.

 

Mikið álag

Verka­fólkið er oft undir miklu vinnu­álagi við erfiðar aðstæður. Sumt verka­fólk á Srí Lanka segir að lágmarks­krafa um vinnu­af­köst þess hafi allt að þrefaldast. Það þýðir að verka­fólkið hefur ekki tíma til að fara á salernið og forðast að drekka vatn eða nota hádeg­is­hléið sitt til að ná þessu lágmarki, annars fær það ekki borguð laun.

Hótað fyrir að stofna stétt­ar­félag

Verka­fólk í fata­iðnaði vill bæta starfs­að­stæður sínar en getur það ekki nema það fái að sameinast í kjara­bar­áttu. Þegar það reynir að stofna stétt­ar­félag er því hótað. Sumaaiyaa í Pakistan reyndi að stofna stétt­ar­félag til að binda enda á daglega kynferð­is­lega áreitni en missti í kjöl­farið vinnuna. Susmita í Bangla­dess, sem hefur starfað í fata­verk­smiðju frá barns­aldri, var neitað um stöðu­hækkun vegna þess að hún var í stétt­ar­fé­lagi.

„Yfir­menn öskra á okkur að ef við göngum í stétt­ar­félag, við verðum líka rekin“

Þegar verka­fólkið lætur í sér heyra er ekki hlustað á það. Þegar verka­fólkið reynir að standa saman fær það hótanir og því sagt upp. Þegar verka­fólkið mótmælir er það barið, skotið á það og hand­tekið. Tilraunum til að stofna stétt­ar­félag eða krefjast betri aðstæðna er oft mætt með hótunum, ofbeldi og uppsögnum.

Gríptu til aðgerða

Til að breyta starfs­að­stæðum þurfa stjórn­völd að vernda rétt verka­fólks til félaga­frelsis. Ef verka­fólk í fata­iðnaði í umræddum löndum fengi að ganga í stétt­ar­félag yrði staða þess sterkari.

Skrifaðu undir og krefstu þess að stjórn­völd í Bangla­dess, Pakistan, á Srí Lanka og Indlandi tryggi góðar starfs­að­stæður og félaga­frelsi verka­fólks.

 

Smelltu hér til að lesa frétt um stöðu verka­fólks í fatað­iðn­að­inum í lönd­unum fjögur. 

 

 

 

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Alþjóðlegt

Styddu réttindi verkafólks í fataiðnaði

Í áraraðir hafa stjórnvöld og tískufyrirtæki hagnast á slæmum starfsaðstæðum kvenna sem sauma fötin okkar. Brotið er kerfisbundið á mannréttindum verkafólks í fataiðnaði sem vinnur oft við hættulegar aðstæður, launin eru undir framfærsluviðmiði og ráðningarsamningar eru ótryggir. Laun sem duga ekki fyrir framfærslu þýðir að verkafólkið hefur ekki aðgang að nauðsynjum eins og mat, heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, menntun og öruggu húsnæði.

Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.