Palestína

Þrýstu á TripAdvisor að hörfa frá hernumdu landtökusvæðum Ísraels í Palestínu

Heimili þúsunda Palestínu­manna hafa verið eyði­lögð, land þeirra hertekið og þeir sviptir rétt­inum til að lifa, vinna og ferðast sem frjálsir menn.

Þrátt fyrir það blómstrar ferða­iðn­aður á svæðinu með tilstilli stór­fyr­ir­tækja á borð við TripA­dvisor sem hagnast á þessum mann­rétt­inda­brotum.

Á heima­síðu TripA­dvisor má finna 70 ólíkar eignir, starf­semi og áfanga­staði á ólög­legum land­töku­svæðum Ísraels á hernumdu svæðum Palestínu. Með þessu leggur fyrir­tækið sitt á voga­skálar hagkerfis land­töku­svæð­isins og stuðlar að stækkun og þenslu þess sem og „normalíserar“ og rétt­lætir ástandið fyrir almenn­ingi. Land­töku­svæðin eru á palestínsku landi og ólögleg samkvæmt alþjóð­legum lögum. Land­töku­svæðin ættu því ekki að vera ferða­mannastaður.

Frá því árið 1967, þegar Ísra­els­ríki hernam Vest­ur­bakkann og aust­ur­hluta Jerúsalem, hefur ríkis­stjórn Ísraels stuðlað að stækkun hernumdu land­töku­svæð­anna.

Land­takan hefur víðtæk átak­anleg áhrif á mann­rétt­indi Palestínu­manna, þar á meðal réttinn til viðun­andi lífs­kjara, réttinn til að eiga heimili, góðrar heilsu, aðgengis að menntun og frelsi til að ferðast. Land­takan lamar einnig hagkerfi Palestínu.

Með því að veita ferða­mönnum aðgang að land­töku­svæð­unum tekur TripA­dvisor virkan þátt í að brjóta þessi mann­rétt­indi.

Látum ekki stór­fyr­ir­tæki hagnast í þágu ólög­legrar land­töku Ísraels sem jafn­gildir stríðs­glæp.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.