Palestína
Heimili þúsunda Palestínumanna hafa verið eyðilögð, land þeirra hertekið og þeir sviptir réttinum til að lifa, vinna og ferðast sem frjálsir menn.
Þrátt fyrir það blómstrar ferðaiðnaður á svæðinu með tilstilli stórfyrirtækja á borð við TripAdvisor sem hagnast á þessum mannréttindabrotum.
Á heimasíðu TripAdvisor má finna 70 ólíkar eignir, starfsemi og áfangastaði á ólöglegum landtökusvæðum Ísraels á hernumdu svæðum Palestínu. Með þessu leggur fyrirtækið sitt á vogaskálar hagkerfis landtökusvæðisins og stuðlar að stækkun og þenslu þess sem og „normalíserar“ og réttlætir ástandið fyrir almenningi. Landtökusvæðin eru á palestínsku landi og ólögleg samkvæmt alþjóðlegum lögum. Landtökusvæðin ættu því ekki að vera ferðamannastaður.
Frá því árið 1967, þegar Ísraelsríki hernam Vesturbakkann og austurhluta Jerúsalem, hefur ríkisstjórn Ísraels stuðlað að stækkun hernumdu landtökusvæðanna.
Landtakan hefur víðtæk átakanleg áhrif á mannréttindi Palestínumanna, þar á meðal réttinn til viðunandi lífskjara, réttinn til að eiga heimili, góðrar heilsu, aðgengis að menntun og frelsi til að ferðast. Landtakan lamar einnig hagkerfi Palestínu.
Með því að veita ferðamönnum aðgang að landtökusvæðunum tekur TripAdvisor virkan þátt í að brjóta þessi mannréttindi.
Látum ekki stórfyrirtæki hagnast í þágu ólöglegrar landtöku Ísraels sem jafngildir stríðsglæp.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu