Kína
Kínverskur leikstjóri handtekinn fyrir heimildamynd
Kínverski leikstjórinn Chen Pinlin var handtekinn 5. janúar 2024 og er í haldi í Shanghai. Hann er í haldi fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið með friðsamlegum hætti.
Alþjóðlegt
Samfélagsmiðillinn TikTok er markaðssettur sem vettvangur þar sem notendur geta notið afþreyingar, deilt sköpun og myndað samfélag en í raun er TikTok orðið að rými sem er í síauknum mæli að verða skaðlegri og meira ávanabindandi. Það getur haft áhrif á sjálfsmynd, geðheilsu og velferð ungra notenda. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs.
Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háðir miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim.
TikTok safnar öllum persónulegum upplýsingum um notkun notenda sinna í þeim tilgangi að hagnast fjárhagslega. Með upplýsingunum spáir TikTok fyrir um áhugamál þín, tilfinningalegt ástand og vellíðan.
Miðillinn greinir notkun notenda og upplýsingar um þá til að sýna hverjum og einum notanda tillögur um sérsniðið efni handa þeim. Þannig getur notandinn orðið háður því að skoða stöðugt nýtt efni, jafnvel þó innihald efnisins sé skaðlegt. Tilgangurinn er að hagnast á notendum með því að selja auglýsingar. Þetta viðskiptamódel ógnar réttinum til einkalífs, heilsu og hugsunarfrelsis. Gróðasjónarmið ráða því að TikTok er hannað til að vera ávanabindandi.
TikTok hefur tekið skref í áttina að því að virða rétt yngri notenda í Evrópu með því að hlífa þeim við sérsniðnum auglýsingum. En það sama gildir ekki um notendur í öðrum heimshlutum og virðist því réttur ungs fólks utan Evrópu ekki njóta sömu virðingar.
TikTok getur gert betur með því að bannað sérsniðnar auglýsingar fyrir ungt fólk um allan heim. Sérsniðnar auglýsingar eiga ekki að vera sjálfgefið val heldur val notenda. Skilmálar verða að vera skýrir og aðgengilegir fyrir börn svo notendur geti tekið upplýsta ákvörðun.
Ef notendur velja að hafa reikning sinn sérsniðinn þarf TikTok að eiga í virkum samskiptum um hvers konar efni notendur vilja fá sem tillögur á efnisveitunni sinni , í stað þess að hanna tillögur veitunnar út frá notkun notandans.
TikTok þarf einnig að tryggja vernd fyrir notendur sem kjósa að hafa reikning sinn sérsniðinn en eiga á hættu að dragast að skaðlegu efni. Einnig þarf að ganga úr skugga um að þær leiðir sem eru valdar til að draga úr áhrifum skaðlegs efnis, t.d. með tímatakmörkunum, hafi í raun skaðaminnkandi áhrif.
Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Kína
Kínverski leikstjórinn Chen Pinlin var handtekinn 5. janúar 2024 og er í haldi í Shanghai. Hann er í haldi fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið með friðsamlegum hætti.
Ísrael
Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið (e. genocide). Í nýrri skýrslu Amnesty International, „You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palestinians in Gaza, er sýnt fram á að um hópmorð er að ræða á Palestínubúum á Gaza.
Alþjóðlegt
Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Hvetjum þjóðarleiðtoga heims til samningaviðræðna um ný alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna.
Ekvador
Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Sambía
Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.
Sádi-Arabía
Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.
Alþjóðlegt
Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu