Samfélagsmiðillinn TikTok er markaðssettur sem vettvangur þar sem notendur geta notið afþreyingar, deilt sköpun og myndað samfélag en í raun er TikTok orðið að rými sem er í síauknum mæli að verða skaðlegri og meira ávanabindandi. Það getur haft áhrif á sjálfsmynd, geðheilsu og velferð ungra notenda. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs.
Hver er vandinn?
Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háðir miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim.
TikTok safnar öllum persónulegum upplýsingum um notkun notenda sinna í þeim tilgangi að hagnast fjárhagslega. Með upplýsingunum spáir TikTok fyrir um áhugamál þín, tilfinningalegt ástand og vellíðan.
Miðillinn greinir notkun notenda og upplýsingar um þá til að sýna hverjum og einum notanda tillögur um sérsniðið efni handa þeim. Þannig getur notandinn orðið háður því að skoða stöðugt nýtt efni, jafnvel þó innihald efnisins sé skaðlegt. Tilgangurinn er að hagnast á notendum með því að selja auglýsingar. Þetta viðskiptamódel ógnar réttinum til einkalífs, heilsu og hugsunarfrelsis. Gróðasjónarmið ráða því að TikTok er hannað til að vera ávanabindandi.
TikTok hefur tekið skref í áttina að því að virða rétt yngri notenda í Evrópu með því að hlífa þeim við sérsniðnum auglýsingum. En það sama gildir ekki um notendur í öðrum heimshlutum og virðist því réttur ungs fólks utan Evrópu ekki njóta sömu virðingar.
TikTok getur gert betur með því að bannað sérsniðnar auglýsingar fyrir ungt fólk um allan heim. Sérsniðnar auglýsingar eiga ekki að vera sjálfgefið val heldur val notenda. Skilmálar verða að vera skýrir og aðgengilegir fyrir börn svo notendur geti tekið upplýsta ákvörðun.
Ef notendur velja að hafa reikning sinn sérsniðinn þarf TikTok að eiga í virkum samskiptum um hvers konar efni notendur vilja fá sem tillögur á efnisveitunni sinni , í stað þess að hanna tillögur veitunnar út frá notkun notandans.
TikTok þarf einnig að tryggja vernd fyrir notendur sem kjósa að hafa reikning sinn sérsniðinn en eiga á hættu að dragast að skaðlegu efni. Einnig þarf að ganga úr skugga um að þær leiðir sem eru valdar til að draga úr áhrifum skaðlegs efnis, t.d. með tímatakmörkunum, hafi í raun skaðaminnkandi áhrif.
Hvað er hægt að gera?
Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.