Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Samfé­lags­mið­illinn TikTok er mark­aðs­settur sem vett­vangur þar sem notendur geta notið afþrey­ingar, deilt sköpun og myndað samfélag en í raun er TikTok orðið að rými sem er í síauknum mæli að verða skað­legri og meira ávana­bind­andi. Það getur haft áhrif á sjálfs­mynd, geðheilsu og velferð ungra notenda. Börn og ungt fólk sem horfa á mynd­efni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri mynd­bönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þung­lynd­is­legra hugsana, sjálf­skaða og sjálfs­vígs.

Hver er vandinn?

Ungir notendur lýsa TikTok sem skað­legum og ávana­bind­andi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háðir miðl­inum út af tillögum sem sérstak­lega eru sniðnar að þeim.

TikTok safnar öllum persónu­legum upplýs­ingum um notkun notenda sinna í þeim tilgangi að hagnast fjár­hags­lega. Með upplýs­ing­unum spáir TikTok fyrir um áhugamál þín, tilfinn­inga­legt ástand og vellíðan.

Miðillinn greinir notkun notenda og upplýs­ingar um þá til að sýna hverjum og einum notanda tillögur um sérsniðið efni handa þeim. Þannig getur notandinn orðið háður því að skoða stöðugt nýtt efni, jafnvel þó inni­hald efnisins sé skað­legt. Tilgang­urinn er að hagnast á notendum með því að selja auglýs­ingar. Þetta viðskipta­módel ógnar rétt­inum til einka­lífs, heilsu og hugs­un­ar­frelsis. Gróða­sjón­armið ráða því að TikTok er hannað til að vera ávana­bind­andi.

TikTok hefur tekið skref í áttina að því að virða rétt yngri notenda í Evrópu með því að hlífa þeim við sérsniðnum auglýs­ingum. En það sama gildir ekki um notendur í öðrum heims­hlutum og virðist því réttur ungs fólks utan Evrópu ekki njóta sömu virð­ingar.

TikTok getur gert betur með því að bannað sérsniðnar auglýs­ingar fyrir ungt fólk um allan heim. Sérsniðnar auglýs­ingar eiga ekki að vera sjálf­gefið val heldur val notenda. Skil­málar verða að vera skýrir og aðgengi­legir fyrir börn svo notendur geti tekið upplýsta ákvörðun.

Ef notendur velja að hafa reikning sinn sérsniðinn þarf TikTok að eiga í virkum samskiptum um hvers konar efni notendur vilja fá sem tillögur á efnisveit­unni sinni , í stað þess að hanna tillögur veit­unnar út frá notkun notandans.

TikTok þarf einnig að tryggja vernd fyrir notendur sem kjósa að hafa reikning sinn sérsniðinn en eiga á hættu að dragast að skað­legu efni. Einnig þarf að ganga úr skugga um að þær leiðir sem eru valdar til að draga úr áhrifum skað­legs efnis, t.d. með tíma­tak­mörk­unum, hafi í raun skaða­minnk­andi áhrif.

Hvað er hægt að gera?

Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýs­ingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníð­aðar tillögur að mynd­efni á efnisveit­unni í stað þess að það sé sjálf­gefið.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Simbabve

Leysið stjórnarandstæðinga úr þvinguðu haldi yfirvalda

Lögregluyfirvöld í Simbabve handtóku að geðþótta meðlimi stjórnarandstöðuhreyfingarinnar CCC (Citizens Coalition for Change), síðastliðinn 16. júní. Skrifaðu undir og krefstu þess að yfirvöld í Simbabve leysi alla 76 meðlimi CCC tafarlaust úr haldi og að felldar verði niður ákærur gegn þeim upprunnar af pólitískum ástæðum.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Sambía

Læknir sóttur til saka fyrir samkynhneigð

Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.

Sádi-Arabía

Hjálparstarfsmaður dæmdur í 20 ára fangelsi vegna háðsádeilu

Abdulrahman al-Sadhan, 41 árs starfsmaður Rauða hálfmánans (systurfélag Rauða krossins), var handtekinn af yfirvöldum á vinnustað sínum í Sádi-Arabíu þann 12. mars 2018. Hann var meðal annars ákærður fyrir „að undirbúa, geyma og senda út efni sem er skaðvænlegt fyrir allsherjarreglu og trúarleg gildi“ vegna háðsádeilu á Twitter.

Sádi-Arabía

Dæmd í 27 ára fangelsi fyrir að styðja réttindi kvenna

Salma al-Shehab er 34 ára gömul baráttukona, fræðikona og tveggja barna móðir frá Sádi-Arabíu. Hún var ákærð vegna friðsamlegrar tjáningar á Twitter (nú X) til stuðnings réttindum kvenna. Hún var dæmd í 27 ára fangelsi ásamt 27 ára ferðabanni að lokinni afplánun. Yfirvöld í Sádi-Arabíu sýna enga miskunn gagnvart gagnrýni sama hversu meinlaus hún er.  

Sádi-Arabía

Kennari á eftirlaunum hlaut dauðadóm fyrir gagnrýni

Sérstakur sakamáladómstóll í Sádi-Arabíu dæmdi Mohammad bin Nasser al-Ghamdi, 55 ára kennara á eftirlaunum, til dauða þann 9. júlí 2023 fyrir friðsamlegar aðgerðir sínar á Twitter [nú X] og YouTube. Mohammad bin Nasser al-Ghamdi var dæmdur til dauða fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið. Hann var aðeins með tíu fylgjendur á Twitter.

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.

Rússland

Fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sætir illri meðferð í fangelsi

Maria Ponomarenko er fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sem sætir illri meðferð í fangelsi. Hún deildi skilaboðum á samskiptamiðlinum Telegram um sprengjuárás rússneskra hersveita á leikhús í Mariupol í mars 2022. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að rússnesk stjórnvöld leysi Mariu Ponomarenko skilyrðislaust úr haldi án tafar.

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.