Nígería

Unglingstúlka lést í kjölfar nauðgunar

Keren-Happuch Aondodoo Akpagher var 14 ára stúlka og nemandi í Premier Academy í Abuja í Nígeríu. Grunur er um að henni hafi verið nauðgað í skól­anum en hún dó nokkrum dögum síðar, 22. júní 2021. Krufning bendir til þess að hún hafi látist að völdum sýkingar sem hún fékk í kjölfar nauðg­unar.

Konur og stúlkur í Nígeríu eiga oft á hættu að verða fyrir ofbeldi. Áætlað er að um tvær millj­ónir kvenna og stúlkna verði fyrir kynferð­isof­beldi í landinu á ári hverju. Aðeins brot af þessum málum er tilkynnt til yfir­valda eða gerendur jafnvel ekki ákærðir. Í alltof fáum tilvikum fellur dómur. Í mörgum ríkjum Nígeríu er gífur­lega erfitt að tilkynna kynferð­isof­beldi til lögreglu. Aðgangur að heil­brigð­is­þjón­ustu, lögfræði­að­stoð eða sálrænum stuðning er einnig mjög ábóta­vant þegar um ræðir þolendur kynbundins ofbeldis. Það er brýnt að gera úrbætur í þessum mála­flokki í landinu.

Með því að tryggja rétt­læti í kynferð­is­brota­málum er von um að kynbundið ofbeldi verði ekki lengur samþykkt.

Skrifaðu undir til að krefjast þess að yfir­völd í Nígeríu tryggi rétt­læti í máli Keren og að þeir einstak­lingar sem eiga þátt í dauða hennar verði dregnir til ábyrgðar.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.