Nígería

Unglingstúlka lést í kjölfar nauðgunar

Keren-Happuch Aondodoo Akpagher var 14 ára stúlka og nemandi í Premier Academy í Abuja í Nígeríu. Grunur er um að henni hafi verið nauðgað í skól­anum en hún dó nokkrum dögum síðar, 22. júní 2021. Krufning bendir til þess að hún hafi látist að völdum sýkingar sem hún fékk í kjölfar nauðg­unar.

Konur og stúlkur í Nígeríu eiga oft á hættu að verða fyrir ofbeldi. Áætlað er að um tvær millj­ónir kvenna og stúlkna verði fyrir kynferð­isof­beldi í landinu á ári hverju. Aðeins brot af þessum málum er tilkynnt til yfir­valda eða gerendur jafnvel ekki ákærðir. Í alltof fáum tilvikum fellur dómur. Í mörgum ríkjum Nígeríu er gífur­lega erfitt að tilkynna kynferð­isof­beldi til lögreglu. Aðgangur að heil­brigð­is­þjón­ustu, lögfræði­að­stoð eða sálrænum stuðning er einnig mjög ábóta­vant þegar um ræðir þolendur kynbundins ofbeldis. Það er brýnt að gera úrbætur í þessum mála­flokki í landinu.

Með því að tryggja rétt­læti í kynferð­is­brota­málum er von um að kynbundið ofbeldi verði ekki lengur samþykkt.

Skrifaðu undir til að krefjast þess að yfir­völd í Nígeríu tryggi rétt­læti í máli Keren og að þeir einstak­lingar sem eiga þátt í dauða hennar verði dregnir til ábyrgðar.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Bandaríkin

Í fangelsi í El Salvador vegna ólögmætrar brottvísunar

Andry José Hernández Romero er samkynhneigður förðunarmeistari sem flúði Venesúela þar sem hann óttaðist um líf sitt vegna kynheigðar sinnar og pólitískra skoðana. Hann sótti um alþjóðlega vernd í Bandaríkjunum árið 2024.  

Ungverjaland

Leyfa þarf gleðigönguna

Gleðigangan í Búdapest í Ungverjalandi er í hættu. Ný lög sem banna samkomur til stuðnings hinsegin réttindum eru beinar árásir á hinsegin fólk, stuðningsfólk og réttinn til að mótmæla. Gleðigangan er friðsamleg kröfuganga um jafnrétti og réttlæti. Stefnt er á að hún verði haldin í Búdapest 28. júní.

Búlgaría

Fjölskyldur Rómafólks bornar út og hús rifin niður

Fjölskyldur Rómafólks voru bornar út og hús þeirra rifin niður. Nær 200 manneskjur urðu heimilislausar, þar með talin börn, eldri borgarar, barnshafandi konur og fatlað fólk. Skrifaðu undir ákall þar sem krafist er að búlgörsk yfirvöld veiti Rómafjölskyldunum sem urðu fyrir útburðinum viðunandi húsnæði, heilbrigðisþjónustu og félagsaðstoð.

Fílabeinsströndin

Upplýsingafulltrúi stéttarfélags fær tveggja ára fangelsisdóm

Hettuklæddir menn handtóku Ghislain Duggary Assy, upplýsingafulltrúa stéttarfélags kennara, í kjölfar þess að bandalag stéttarfélaga kennara blés til verkfalls á Fílabeinsströndinni. Ghislain fékk tveggja ára fangelsisdóm. Skrifaðu undir ákall um að Ghislain Duggary Assy verði leystur úr haldi, tafarlaust og án skilyrða.

Rússland

Stríðsglæpum gegn Úkraínubúum í haldi verður að linna

Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.