Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí stað­festi forseti Ungverja­lands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breyt­ingu á kynskrán­ingu. Sérstakur eftir­lits­maður um grund­vall­ar­mann­rétt­indi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Comm­issi­oner for Funda­mental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veru­leika með því að kalla eftir endur­skoðun á þeim. Ef eftir­lits­mað­urinn bregst ekki við er alvar­lega vegið að rétt­indum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og haturs­glæpi gegn þessum hópum.

Samkvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum eiga einstak­lingar rétt á að skrá kyn sitt á auðveldan og aðgengi­legan hátt eftir þeirra eigin skil­grein­ingu. Tryggja verður að einstak­lingar hafi aðgang að skjölum sem inni­halda nafn og kyn þeirra án þess að utan­að­kom­andi aðilar ákvarði skrán­ingu.

Nýju ákvæðin í lögunum stangast á við alþjóðleg mann­rétt­indalög og almenn rétt­indi í Ungverjalandi.

Í Ungverjalandi verður trans og intersex fólk oft fyrir mismunun, sérstak­lega þegar kemur að atvinnu, menntun og húsnæði. Nýju lögin skerða enn frekar rétt­indi þessara hópa og munu leiða til enn frekari mismun­unar.

Einstak­lingar eiga rétt á að skrá kyn sitt samkvæmt sinni eigin skil­grein­ingu. Ungverja­land verður að tryggja að breyting á kynskrán­ingu verði áfram aðgengileg.

Skrifaðu undir og krefstu þess að lögin verði endur­skoðuð!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.

Angóla

Angóla: Réttlæti fyrir ungmenni sem létu lífið vegna lögregluofbeldis

Sjö ungmenni létu lífið frá maí til júlí 2020 vegna lögregluofbeldis í kjölfar aðgerða stjórnvalda gegn kórónuveirufaraldrinum. Fjöldi vitnisburða er um óhóflega valdbeitingu og notkun skotvopna lögreglunnar. Viðbrögð yfirvalda er fela í sér valdbeitingu sem getur leitt til dauða á ekki að líðast. Kilson var einn þeirra sem féll fyrir hendi lögreglu. Hann var aðeins fimmtán ára gamall.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.