Fílabeinsströndin

Upplýsingafulltrúi stéttarfélags fær tveggja ára fangelsisdóm

Ghislain Duggary Assy er upplýs­inga­full­trúi stétt­ar­fé­lags kennara á Fíla­beins­strönd­inni. Hettu­klæddir menn hand­tóku hann á heimili hans, aðfaranótt 3. apríl, í kjölfar þess að bandalag stétt­ar­fé­laga kennara blés til verk­falls 3. og 4. apríl.

Krafa þeirra var meðal annars að hækka launa­uppbót sem þau fá á hverjum ársfjórð­ungi.  

Ghislain var yfir­heyrður nóttina sem hann var færður í varð­hald, án þess að lögfræð­ingur væri viðstaddur. Þann 4. apríl var Ghislain ákærður fyrir að skipu­leggja aðgerð opin­berra starfs­manna í trássi við lög og fyrir að „hindra starf­semi opin­berrar þjón­ustu”. Hann var dæmdur til tveggja ára fang­elsis­vistar þann 8. apríl.  

Skrifaðu undir ákall um að Ghislain Duggary Assy verði leystur úr haldi, tafar­laust og án skil­yrða. 

UPPFÆRT: Ghisl­anin Duggary Assy er laus úr haldi en hann er enn ákærður í málinu. Þess er nú krafist að allar ákærur á hendur honum verði felldar niður án tafar.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.