Ghislain Duggary Assy er upplýsingafulltrúi stéttarfélags kennara á Fílabeinsströndinni. Hettuklæddir menn handtóku hann á heimili hans, aðfaranótt 3. apríl, í kjölfar þess að bandalag stéttarfélaga kennara blés til verkfalls 3. og 4. apríl.
Krafa þeirra var meðal annars að hækka launauppbót sem þau fá á hverjum ársfjórðungi.
Ghislain var yfirheyrður nóttina sem hann var færður í varðhald, án þess að lögfræðingur væri viðstaddur. Þann 4. apríl var Ghislain ákærður fyrir að skipuleggja aðgerð opinberra starfsmanna í trássi við lög og fyrir að „hindra starfsemi opinberrar þjónustu”. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar þann 8. apríl.
Skrifaðu undir ákall um að Ghislain Duggary Assy verði leystur úr haldi, tafarlaust og án skilyrða.
UPPFÆRT: Ghislanin Duggary Assy er laus úr haldi en hann er enn ákærður í málinu. Þess er nú krafist að allar ákærur á hendur honum verði felldar niður án tafar.