Venesúela

Venesúela: Kona í haldi í lífshættu

Emir­lendris Benítez er 42 ára gömul kona í Venesúela sem var hand­tekin að geðþótta í ágúst 2018 og dæmd í 30 ára fang­elsi árið 2022 eftir ósann­gjörn rétt­ar­höld. Mál hennar er dæmi um ógnvekj­andi kúgun venesú­elskra stjórn­valda. Þrátt fyrir að hún hafi aldrei tengst póli­tísku aðgerð­a­starfi og engar sann­anir voru fyrir hendi var hún ásökuð um að vera viðriðin ofbeldi gegn hátt­settu stjórn­mála­fólki.  

Emir­lendris Benítez hefur sætt grófum mann­rétt­inda­brotum, þar á meðal geðþótta­varð­haldi, pynd­ingum og kynbundnu ofbeldi, auk ósann­gjarnra rétt­ar­halda og ómann­úð­legra aðstæðna í varð­haldi.

Hún sætti pynd­ingum í byrjun varð­halds á sama tíma og hún var ófrísk. Nokkrum vikum síðar var hún látin undir­gangast þung­un­arrof án hennar vitundar og samþykkis. Hún þarf nú að nota hjóla­stól sem er afleiðing pynd­inga.  

Aðstæður í fang­elsinu eru það slæmar að fjöl­skylda Emir­lendris Benítez þarf að útvega henni vatn, mat og lyf. Ástandið í landinu gerir fjöl­skyldu hennar einnig erfitt fyrir að nálgast þessar nauð­synjar og samgöngur eru að auki erfiðar en fang­elsið er í 30 km fjar­lægð frá höfuð­borg­inni þar sem fjöl­skyldan býr. 

Líf Emir­lendris Benítez er í hættu. Henni hefur ítrekað verið neitað um lækn­is­með­ferð sem hún nauð­syn­lega þarfnast. 

Skrifaðu undir og krefstu þess að Emir­lendris Benítez verði leyst úr haldi!  

Einnig er þess krafist að hún fái viðeig­andi og nauð­syn­lega lækn­is­með­ferð þar til hún verður leyst úr haldi.  

Ástandið í landinu

Mann­rétt­inda­neyðin í Venesúela er mikil. Í mars 2023 höfðu 7,24 millj­ónir einstak­linga flúið landið vegna ástandsins. Óháð rann­sókn­ar­sendi­nefnd hefur skráð mál í hundruðum talið þar sem einstak­lingar hafa verið teknir af lífi án dóms og laga, sætt pynd­ingum, þvinguðu manns­hvarfi og geðþótta­varð­haldi af hálfu stjórn­valda frá árinu 2014. Að auki er dóms­kerfinu beitt til að þagga niður í póli­tísku andófi.  

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Afganistan

Aðgerðasinni í þágu menntunar handtekinn að geðþótta

Matiullah Wesa er aðgerðasinni í þágu menntunar og mannréttinda. Hann var handtekinn að geðþótta af leyniþjónustu talibana. Fjölskylda hans hefur ekki fengið að heimsækja hann og engar leiðir tiltækar til að véfengja lögmæti varðhaldsins. Skrifaðu undir og krefstu þess að Abdul Haq Wasiq, framkvæmdastjóri leyniþjónustu talibana, leysi Matiulla Wesa tafarlaust úr haldi.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Kúba

Samviskufanginn Maykel Osorbo er í hættu

Maykel Osorbo, er kúbverskur samviskufangi og tónlistarmaður. Hann hefur mætt stöðugu áreiti og hefur margsinnis sætt varðhaldi að geðþótta. Fjölskylda hans hefur tjáð Amnesty International að hún hafi töluverðar áhyggjur af heilsu Maykel. Skrifaðu undir og krefstu þess að hann verði tafarlaust leystur úr haldi.

Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.  

Nígería

Unglingstúlka lést í kjölfar nauðgunar

Keren-Happuch Aondodoo Akpagher var 14 ára stúlka og nemandi í Premier Academy í Abuja í Nígeríu. Grunur er um að henni hafi verið nauðgað í skólanum en hún dó nokkrum dögum síðar, 22. júní 2022. Krufning bendir til þess að hún hafi látist að völdum sýkingar sem hún fékk í kjölfar nauðgunar.  

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.