Venesúela

Venesúela: Kona í haldi í lífshættu

Emir­lendris Benítez er 42 ára gömul kona í Venesúela sem var hand­tekin að geðþótta í ágúst 2018 og dæmd í 30 ára fang­elsi árið 2022 eftir ósann­gjörn rétt­ar­höld. Mál hennar er dæmi um ógnvekj­andi kúgun venesú­elskra stjórn­valda. Þrátt fyrir að hún hafi aldrei tengst póli­tísku aðgerð­a­starfi og engar sann­anir voru fyrir hendi var hún ásökuð um að vera viðriðin ofbeldi gegn hátt­settu stjórn­mála­fólki.  

Emir­lendris Benítez hefur sætt grófum mann­rétt­inda­brotum, þar á meðal geðþótta­varð­haldi, pynd­ingum og kynbundnu ofbeldi, auk ósann­gjarnra rétt­ar­halda og ómann­úð­legra aðstæðna í varð­haldi.

Hún sætti pynd­ingum í byrjun varð­halds á sama tíma og hún var ófrísk. Nokkrum vikum síðar var hún látin undir­gangast þung­un­arrof án hennar vitundar og samþykkis. Hún þarf nú að nota hjóla­stól sem er afleiðing pynd­inga.  

Aðstæður í fang­elsinu eru það slæmar að fjöl­skylda Emir­lendris Benítez þarf að útvega henni vatn, mat og lyf. Ástandið í landinu gerir fjöl­skyldu hennar einnig erfitt fyrir að nálgast þessar nauð­synjar og samgöngur eru að auki erfiðar en fang­elsið er í 30 km fjar­lægð frá höfuð­borg­inni þar sem fjöl­skyldan býr. 

Líf Emir­lendris Benítez er í hættu. Henni hefur ítrekað verið neitað um lækn­is­með­ferð sem hún nauð­syn­lega þarfnast. 

Skrifaðu undir og krefstu þess að Emir­lendris Benítez verði leyst úr haldi!  

Einnig er þess krafist að hún fái viðeig­andi og nauð­syn­lega lækn­is­með­ferð þar til hún verður leyst úr haldi.  

Ástandið í landinu

Mann­rétt­inda­neyðin í Venesúela er mikil. Í mars 2023 höfðu 7,24 millj­ónir einstak­linga flúið landið vegna ástandsins. Óháð rann­sókn­ar­sendi­nefnd hefur skráð mál í hundruðum talið þar sem einstak­lingar hafa verið teknir af lífi án dóms og laga, sætt pynd­ingum, þvinguðu manns­hvarfi og geðþótta­varð­haldi af hálfu stjórn­valda frá árinu 2014. Að auki er dóms­kerfinu beitt til að þagga niður í póli­tísku andófi.  

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.