Hong Kong

Verndum réttindi íbúa Hong Kong

Íbúar Hong Kong hafa af hugrekki mótmælt fyrir­huguðu laga­frum­varpi þrátt fyrir ofbeldi lögreglu. Verði frum­varpið samþykkti eiga íbúar Hong Kong á hættu að verða fram­seldir til megin­lands Kína og sæta þar illri meðferð.

Ef fyrir­hug­aðar breyt­ingar á laga­frum­varpinu verða samþykktar verður heimilt að fram­selja einstak­linga frá Hong Kong til megin­lands Kína. Laga­frum­varpið myndi auðvelda kínverskum yfir­völdum að herja á gagn­rýn­endur stjórn­valda, mann­rétt­inda­sinna, blaða­menn, starfs­menn frjálsra félaga­sam­taka og almenna borgara í Hong Kong. Í rétt­ar­kerfi megin­lands Kína eru pynd­ingar, óréttlát máls­með­ferð, manns­hvörf og ólögmæt einangrun algengar.

Frá 9. júní hafa yfir milljón einstak­lingar tekið þátt í mótmælum. Ríkis­stjórnin hefur neitað að draga frum­varpið til baka og svarað mótmæl­unum með lögreglu­of­beldi.

Í frið­sam­legum mótmælum þann 12. júní síðast­liðinn beitti lögreglan tára­gasi og piparúða og í sumum tilfellum skaut hún bauna­pokum og gúmmí­kúlum úr byssum. Ríkis­stjórnin hefur gefið út að 81 einstak­lingur hefur særst vegna mótmæl­anna. Samkvæmt rann­sókn Amnesty Internati­onal hefur lögreglan í Hong Kong brotið alþjóðalög um mann­rétt­indi.

Ríkis­stjórn Hong Kong hefur frestað laga­frum­varpinu en ekki dregið það til baka og því gæti það verið lagt fram að nýju hvenær sem er.

Við krefj­umst þess að ríkis­stjórn Hong Kong dragi laga­frum­varpið umsvifa­laust til baka, tryggi rétt til frið­sam­legra mótmæla­funda og leyfi sjálf­stæða, hlut­lausa og fljót­virka rann­sókn á ofbeldi lögregl­unnar í Hong Kong gegn mótmæl­endum.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Flest börn tekin af lífi í Íran

Á síðustu þremur árum hefur Íran fjölgað aftökum á börnum og ungmennum sem framið höfðu glæpi á barnsaldri þrátt fyrir að það sé ólöglegt samkvæmt alþjóðlegum lögum og mjög alvarlegt brot á mannréttindum. Til þess að koma í veg fyrir viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu hefur Íran ítrekað framkvæmt þessar ólöglegu aftökur á ungmennum í leyni, án vitneskju fjölskyldna eða lögfræðinga þeirra. Með þeim hætti fá samtök eins og Amnesty International ekki tækifæri til að upplýsa heiminn um voðaverkin og hvetja fólk eins og þig til aðgerða.

Marokkó

Blaðakona í haldi á fölskum forsendum

Hajar Raissouni var handtekin af marokkósku lögreglunni 31. ágúst síðastliðinn grunuð um að hafa gengist undir þungunarrof, þrátt fyrir að engar sannanir liggi fyrir. Hún var handtekin fyrir utan læknamiðstöð í Rabat ásamt unnusta sínum, lækni og tveimur starfsmönnum læknamiðstöðvarinnar. Öll fimm eru enn í haldi.

Simbabve

Lækni rænt af heimili sínu

Peter Magombeyi, læknir og forseti Félags sjúkrahúslækna í Simbabve, var rænt af heimili sínu í Harare Budiriro að næturlagi af þremur vopnuðum mönnum þann 14. september síðastliðinn. Aðilar grunaðir um að starfa fyrir leyniþjónustu Simbabve höfðu hótað honum að hann myndi hverfa sporlaust með valdi ef hann hætti ekki afskiptum sínum af verkfalli lækna.