Hong Kong

Verndum réttindi íbúa Hong Kong

Íbúar Hong Kong hafa af hugrekki mótmælt fyrir­huguðu laga­frum­varpi þrátt fyrir ofbeldi lögreglu. Verði frum­varpið samþykkti eiga íbúar Hong Kong á hættu að verða fram­seldir til megin­lands Kína og sæta þar illri meðferð.

Ef fyrir­hug­aðar breyt­ingar á laga­frum­varpinu verða samþykktar verður heimilt að fram­selja einstak­linga frá Hong Kong til megin­lands Kína. Laga­frum­varpið myndi auðvelda kínverskum yfir­völdum að herja á gagn­rýn­endur stjórn­valda, mann­rétt­inda­sinna, blaða­menn, starfs­menn frjálsra félaga­sam­taka og almenna borgara í Hong Kong. Í rétt­ar­kerfi megin­lands Kína eru pynd­ingar, óréttlát máls­með­ferð, manns­hvörf og ólögmæt einangrun algengar.

Frá 9. júní hafa yfir milljón einstak­lingar tekið þátt í mótmælum. Ríkis­stjórnin hefur neitað að draga frum­varpið til baka og svarað mótmæl­unum með lögreglu­of­beldi.

Í frið­sam­legum mótmælum þann 12. júní síðast­liðinn beitti lögreglan tára­gasi og piparúða og í sumum tilfellum skaut hún bauna­pokum og gúmmí­kúlum úr byssum. Ríkis­stjórnin hefur gefið út að 81 einstak­lingur hefur særst vegna mótmæl­anna. Samkvæmt rann­sókn Amnesty Internati­onal hefur lögreglan í Hong Kong brotið alþjóðalög um mann­rétt­indi.

Ríkis­stjórn Hong Kong hefur frestað laga­frum­varpinu en ekki dregið það til baka og því gæti það verið lagt fram að nýju hvenær sem er.

Við krefj­umst þess að ríkis­stjórn Hong Kong dragi laga­frum­varpið umsvifa­laust til baka, tryggi rétt til frið­sam­legra mótmæla­funda og leyfi sjálf­stæða, hlut­lausa og fljót­virka rann­sókn á ofbeldi lögregl­unnar í Hong Kong gegn mótmæl­endum.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.