Kanada

Virða þarf rétt frumbyggja í Kanada

Kanadísk yfir­völd þurfa að fella niður ákærur á hendur baráttu­fólki sem berst gegn fram­kvæmdum á gasleiðslu á land­svæði Wet’suwet’en-frum­byggja. Brotið er á rétti þess til að ákvarða hvernig farið er með land forfeðr­anna.

Hver er vandinn?

Höfð­ingjar Wet’suwet’en-samfé­lagsins hafa um langa hríð mótmælt fram­kvæmdum á gasleiðslu á land þeirra. Þrátt fyrir það hafa kanadísk yfir­völd og fyrir­tækið, Coastal GasLink, ráðist í fram­kvæmd­irnar án fyrir­framupp­lýsts samþykkis Wet’suwet’en-frum­byggja og án þess að bregðast við áhyggjum þeirra.

Gasleiðslan hefur nú þegar valdið umhverf­is­spjöllum og lokað aðgengi Wet’suwet’en-frum­byggja að land­svæði forfeðra þeirra. Lífs­við­ur­væri þeirra er skert, svo sem veiðar á landi og í vötnum, vegna eyði­legg­ingar á skóg­lendi í kringum vinnusvæðin.

Einungis Costal GasLink, örygg­is­þjón­usta fyrir­tæk­isins, og kanadíska lögreglan hefur aðgang að land­svæðinu. Oft verða Wet’suwet’en-frum­byggjar fyrir hótunum og aðkasti af hálfu kanadísks lögreglu­fólks og örygg­is­þjón­ustu fyrir­tæk­isins. Híbýli fólksins hafa verið brennd, lögreglan hefur ráðist á mótmæla­búðir þess og tekið eigur fólksins eign­ar­haldi, konur hafa sætt kynbundnu áreitni og svona mætti lengi telja.

Baráttu­fólk sem reynir að verja land­svæði sitt og hindra fram­kvæmd­irnar hefur verið undir eftir­liti, því hótað og jafnvel hand­tekið. Margt baráttu­fólk hefur verið ákært fyrir glæpi og á jafnvel yfir höfði sér fang­els­isdóm.

Wet’suwet’en-frum­byggjar eiga rétt á því að ákveða hvernig land þeirra er nýtt til hagn­aðar. Þeir hafa rétt á öryggi án eftir­lits, áreitni, ákæra og kynbundis ofbeldis. Áfram­hald­andi fram­kvæmd gasleiðsl­unnar er ólögmæt og siðlaus.

Gasleiðslu­fyr­ir­tækið hefur tjáð Amnesty Internati­onal að það telji sig hafa haft Wet’suwet’en-frum­byggja með í ráðum en það er mat Amnesty Internati­onal að samráðs­ferlið hafi verið gallað og ekki í samræmi við alþjóð­lega staðla.

Skrifaðu undir og krefstu þess að kanadísk yfir­völd:

  • Felli niður ákærur á hendur baráttu­fólki sem er á móti gasleiðslu Coastal GasLink.
  • Stöðvi fram­kvæmdir á gasleiðslu á land­svæði Wet’suwet’en vegna skorts á frjálsu og fyrir­framupp­lýstu samþykki Wet’suwet’en-frum­byggja.
  • Stöðvi öll áform um risa­fram­kvæmdir á land­svæðum frum­byggja nema að frjálst og fyrir­framupp­lýst samþykki þeirra liggi fyrir.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.