Það er erfitt að hunsa milljónir undirskrifta

Þitt nafn bjargar lífi

Alþjóðleg herferð þar sem þrýst er á stjórnvöld víða um heim

Taktu þátt og skrifaðu undir 10 áríð­andi mál einstak­linga sem beittir eru alvar­legum órétti. Þannig söfnum við millj­ónum undir­skrifta og mögnum saman þrýsting á stjórn­völd víða um heim sem brjóta mann­rétt­indi.

Látum ljós okkar skína á þolendur mann­rétt­inda­brota og þrýstum á um bjartari framtíð fyrir þessa einstak­linga og heiminn allan, hver undir­skrift skiptir máli!

59%
 • Undirskriftir 29.297
 • Markmið 50.000

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Pólland

Sótt til saka fyrir að verja réttinn til þungunarrofs

Kvenréttindafrömuðurinn Justyna Wydrzyńska fann sig knúna til að aðstoða konu í ofbeldissambandi við þungunarrof. Slík aðstoð er refsiverð samkvæmt lögum í Póllandi. Justyna var sakfelld fyrir að aðstoða við þungunarrof. Dómurinn setur hættulegt fordæmi.

Bandaríkin

Á dauðadeild í þrjá áratugi þrátt fyrir gallaða málsmeðferð

Rocky Myers, svartur karlmaður með þroskahömlun, hefur setið í þrjá áratugi á dauðadeild í Alabama fyrir morð. Réttargæslan sem honum var úthlutað var ófullnægjandi og Rocky var sakfelldur í kjölfar vitnisburða sem litaðir voru af mótsögnum og meintum þrýstingi lögreglu.

Ástralía

„Við missum allt ef við missum eyjarnar okkar“

Pabai frændi og Paul frændi eru leiðtogar frumbyggjasamfélags í nyrsta hluta Ástralíu, á eyjunum í Torres-sundi. Nú eru heimkynni þeirra í hættu vegna loftslagsbreytinga. Verði ekki gripið til aðgerða strax neyðjast eyjabúar í Torres-sundi að flýja heimaslóðir sínar.

Túnis

Á yfir höfði sér fangelsi fyrir að láta í sér heyra

Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að forseti landsins, Kais Saied, tók öll völd í Túnis hafa mannréttindi verið fótum troðin, ráðist hefur verið gegn tjáningarfrelsinu og sjálfstæði dómstóla skert. Chaima Issa gagnrýndi aðgerðir forsetans og var sett í varðhald í kjölfarið. Hún á yfir höfði sér áratugalangt fangelsi.

Sameinuðu arabísku furstadæmin

Dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að tjá sig

Ahmed Mansoor vakti reglulega máls á varðhaldi, pyndingum og óréttlátum réttarhöldum yfir einstaklingum sem gagnrýndu stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nú er hann einn af gagnrýnendum stjórnvalda sem sitja í fangelsi.

Brasilía

Barátta móður fyrir réttlæti

Pedro Henrique var aðgerðasinni og talsmaður kynþáttaréttlætis og mannréttinda. Pedro var 31 árs þegar hann var skotinn til bana af hettuklæddum mönnum í desember 2018. Lögreglumennirnir sem grunaðir eru um morðið eru enn starfandi og réttarhöld eru ekki enn hafin. Ana Maria, móðir hans, berst fyrir réttlæti.

Suður-Afríka

Hótað fyrir að verja samfélag sitt

Thapelo Mohapi leiðir grasrótarhreyfinguna AbM sem vinnur að efnahagslegum umbótum í lífi fólks í Suður-Afríku og hefur talað gegn spillingu á svæðinu. Frá árinu 2021 hefur hann neyðst til að vera í felum vegna líflátshótana. Árið 2022 voru þrír meðlimir hreyfingarinnar myrtir.

Kirgistan

Í stofufangelsi fyrir mótmæli

Rita Karasartova er baráttukona fyrir mannréttindum í Kirgistan. Hún var mótfallin samkomulagi um landamæri sem veitir Úsbekistan stjórn yfir ferskvatnssvæðum. Núna er hún í stofufangelsi og sætir ströngu útgöngubanni. Hún á yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist.

Mér er svo létt og ég þakka ykkur fyrir stórkostlega herferð. Ég stend í ævarandi þakkarskuld við ykkur. Það er sem þungri byrði hafi verið létt af herðum mér. Mér leið eins og ég væri svo elskuð og mikils metin þegar ég las öll bréfin og kortin.

Cecillia Chimbiri - Þitt nafn bjargar lífi 2022
Cecillia Chimbiri frá Simbabve er ein þriggja vinkvenna sem var handtekin og ákærð í kjölfar þátttöku sinnar í mótmælum árið 2020. Hún var sýknuð í júlí 2023.

Í fjögur ár og tvo mánuði var ég fastur í martröð fangelsis. Fjögur ár og tveir mánuðir af sársauka, áhyggjum og óvissu. En þið í Amnesty International gáfuð mér von um frelsi og nú er ég frjáls.

Bernardo Caal Xol — Þitt nafn bjargar lífi 2021
Bernardo Caal Xol var leystur úr haldi eftir rúm fjögur ár í fangelsi í kjölfar herferðar okkar. Hann var samviskufangi sem var fangelsaður fyrir baráttu sína fyrir réttindum Maya-frum­byggja­sam­fé­lagsins Q’eqchi’ sem hann tilheyrir.

Ég vil þakka öllu fólkinu sem tók þátt í herferðinni og stóð með mér innan sem utan Egyptalands. Ég vil sérstaklega þakka Amnesty International, öllu starfsfólki og stuðningsfólki þess, þið voruð sólargeislarnir í myrkrinu. Þakkarorð geta ekki lýst þakklæti mínu til ykkar allra.

Ibrahim Ezz El-Din — Þitt nafn bjargar lífi 2019
Ibrahim Ezz El-Din, mann­rétt­inda­fröm­uður sem var samviskufangi, var leystur úr haldi í Egyptalandi þann 26. apríl 2022 eftir að hafa setið 34 mánuði í fang­elsi fyrir mann­rétt­inda­störf sín.

Þitt nafn bjargar lífi hefur virkilega jákvæð áhrif. Stuðningurinn hefur fengið mig, Germain Rukuki, til þess að vera enn ákveðnari í að verja mannréttindi eftir fangelsisvistina.

Germain Rukuki — Þitt nafn bjargar lífi 2020
Í apríl 2018 var Germain Rukuki, baráttu­maður fyrir mann­rétt­indum, fundinn sekur á grund­velli fjölda upplog­inna sakargifta og dæmdur í 32 ára fang­elsi. Germain fékk loks frelsi þann 30. júní 2021.

Þakka ykkur innilega, ég á engin orð. Þið vitið ekki hve hjarta mitt er barmafullt af hamingu.

Magai Matip Ngong — Þitt nafn bjargar lífi 2019
Þökk sé stuðningi frá fólki eins og þér var dauðadómurinn yfir Magai Matip Ngong felldur úr gildi í júlí 2020.

Ég er þakklát fyrir öll bréfin. Frá mínum dýpstu hjart­a­rótum, þökk sé herferð­inni þá er ég á lífi og var ekki drepin vegna þess að þeir vissu af ykkur.

Jani Silva — Þitt nafn bjargar lífi 2020
Baráttukonan Jani Silva hefur fengið lífláts­hót­anir vegna baráttu sinnar fyrir umhverf­is­vernd á Amazon­svæðinu.

Mjanmar

Kallað eftir skaðabótum frá Facebook

Maung Sawyeddollah var15 ára þegar hann flúði þjóðernishreinsanir á Róhingjum. Hatursorðræða þar sem hvatt var með beinum hætti til ofbeldis gegn Róhingjum fékk víðtæka dreifingu á Facebook. Hann krefur nú samfélagsmiðilinn um skaðabætur.

Esvatíní

Myrtur fyrir að tala máli sannleikans

Thulani Maseko helgaði líf sitt fólkinu í Esvatíní, konungsríki þar sem konungsfjölskyldan er einráð og auðug en 60% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Hann gagnrýndi opinberlega kúgandi lög í landinu og ríkisofbeldi. Hann var skotinn til bana fyrir framan konu sína þann 21. janúar 2023.

Þitt nafn bjargar lífi

Undirskriftasöfnun víða um land

Árið 2001 var herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi ýtt úr vör af aðgerða­sinnum í Varsjá í Póllandi ári. Síðan þá hefur herferðin vaxið jafnt og þétt og raun­veru­legar breyt­ingar á lífi fólks eiga sér stað á hverju ári. Í gegnum tíðina hefur tekist að umbreyta lífi rúmlega 100 þolenda.

Án aðgerða­sinna eins og þín sem lætur sig varða líf þeirra sem beittir eru grófu misrétti næðum við ekki árangri í barátt­unni gegn mann­rétt­inda­brotum.

Á Íslandi hafa undir­skrifta­safn­anir farið fram víðs vegar um landið, á bóka­söfnun, kaffi­húsum, vinnu­stöðum og í skólum með frábærum árangri.

Þú getur tekið þátt á þeim stöðum sem næstir þér eru og auglýstir eru hér. Einnig getur þú staðið fyrir undir­skrifta­söfnun í þinni heima­byggð og skráð þig til þátt­töku undir „Skrá mig sem skipu­leggj­anda“.

Segðu vinum og fjöl­skyldu frá undir­skrifta­söfn­un­inni og með þinni hjálp getuherferðin orðið enn sýni­legri

Skrá mig sem skipuleggjanda
 • Háskólinn á Akureyri
  Norðurslóð 2
  6. nóvember kl. 12:30

 • Amtsbókasafnið
  Brekkugötu 17
  9. desember frá kl. 11:30-14:30

 • Penninn, Eymundsson
  Hafnarstræti 91-93
  10. desember frá kl. 11:30-14