Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðis

Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast

Verndun tjáningarfrelsis er nauðsynleg í mannréttindabaráttunni

Hér að neðan eru dæmi um brot á tjáningarfrelsinu á tímum kórónuveirufaraldursins

Rússland

Anastasiya Vasilyeva, formaður óháðra lækna­sam­taka, benti á bresti í heil­brigðis­kerfinu vegna kórónu­veiru-farald­ursins í Rússlandi. Hún var hand­tekin og sett í varð­hald fyrir að „brjóta gegn sóttkví“ þegar hún fór með hlífð­ar­búnað á sjúkrahús.

Lestu meira um ástandið  í Evrópu og Asíu

Bosnía

Kona, læknir í Bosníu var ákærð fyrir rangar upplýs­ingar og að ýta undir ótta vegna færslu á Face­book um skort á öndun­ar­vélum og öðrum búnaði á tilteknum spítala þar í landi. Hún á yfir höfði sér 1500 evra sekt.

Lestu meira um ástandið í Evrópu

Ungverjaland

Ungverska þingið samþykkti ný lög þann 30. mars 2020 sem kveða á um fimm ára fang­elsis­vist fyrir að birta falskar eða misvís­andi stað­reyndir sem koma í veg fyrir „árang­urs­ríka vernd“ almenn­ings eða vekja ótta eða kvíða. Brot á reglum um sóttkví eða einangrun getur sömu­leiðis þýtt allt að fimm ára fang­elsis­vist eða átta árum ef athæfið leiðir til dauða annars einstak­lings.

Lestu meira um ástandið í Evrópu

Pólland

Tveir aðgerða­sinnar voru hand­teknir og færðir í varð­hald þann 8. og 9. júní 2020 eftir að hafa hengt upp vegg­spjöld í Varsjá þar sem stjórn­völd eru sökuð um tölu­legar rang­færslur vegna kóró­unu­veirufar­ald­ursins. Þeir voru kærðir fyrir „þjófnað og innbrot“ eftir að hafa tekið niður auglýs­ingu á strætó­skýli til að koma eigin vegg­spjaldi fyrir. Þeir eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fang­els­isdóm.

Lestu meira um ástandið í Evrópu

Venesúela

Blaða­mað­urinn Darvinson Rojas var hand­tekinn í mars 2020 þar sem stjórn­völd gerðu tilraun til að þagga niður í umfjöllum hans um útbreiðslu kórónu­veirunnar í landinu og þrýst á hann að gefa upp heim­ildir sínar. Hann sat í varð­haldi í 12 daga og var ákærður fyrir „útbreiðslu haturs“.

Lestu meira um ástandið í Ameríku

Níkaragva

Fjöldi fólks sem situr í yfir­fullum fang­elsum í Níkaragva fyrir það eitt að hafa mótmælt kúgun­ar­stjórn Daniel Ortega, forseta landsins, á nú í hættu að smitast af kórónu­veirunni. Þessir fangar sitja inni fyrir að nýta sér tján­ingar- og funda­frelsi sitt. Yfir­völd hafa ekki verndað fanga í áhættu­hópum eða sinnt þeim sem kvarta yfir einkennum.

Lestu meira um ástandið í Ameríku

Sómalía

Blaða­mað­urinn Abdiaziz Ahmed Gurbiye sem starfar hjá frjálsum fjöl­miðli var hand­tekinn 14. apríl 2020 vegna Face­book-færslu þar sem hann ásakaði stjórn­völd og forseta landsins um óvönduð viðbrögð við kórónu­veirufar­aldr­inum. Hann var leystur úr haldi gegn trygg­ingu en á yfir höfði sér ákæru.

Lestu meira um ástandið í Afríku

Eþíópía

Blaða­mað­urinn Yayesew Shimelis var hand­tekinn þann 27. apríl 2020 fyrir að greina frá því að heil­brigð­is­ráð­herra Eþíópíu hafi fyrir­skipað trúar­stofn­unum að útbúa 200 þúsund grafir vegna vænt­an­legra dauðs­falla af völdum kórónu­veirufar­ald­ursins.  Shimelis var sleppt úr haldi þremur vikum síðar gegn trygg­ingu en hann var ákærður fyrir að brjóta gegn löggjöf um hatursorðæðu og upplýs­inga­fölsun.

Lestu meira um ástandið í Afríku

Tæland

Yfir­völd hafa notað ástandið í kringum kórónu­veirufar­ald­urinn til frekari skerð­ingar á tján­ing­ar­frelsinu.  Í mars 2020 voru neyð­arlög sett í landinu þar sem stjórn­völdum var veitt leyfi til að ritskoða upplýs­ingar sem þau telja falskar eða vill­andi. Einstak­lingar geta átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fang­elsi fyrir birt­ingu falskra frétta.

Lestu meira um ástandið í Asíu

Víetnam

Frá janúar 2020 til miðjan mars hafa 654 einstak­lingar verið kall­aðir á lögreglu­stöðvar í landinu vegna færslna þeirra á Face­book sem tengjast kórónu­veirunni. Þar af hafa 146 einstak­lingar þurft að borga sektir en hinir voru neyddir til þess að taka niður færsl­urnar. Dinh Vinh Son, 27 ára, var ákærður fyrir það að dreifa „fölskum fréttum“ um kórónu­veirufar­ald­urinn á yfir höfði sér allt að 7 ár í fang­elsi.

Lestu meira um ástandið í Asíu

Egyptaland

Blaða­maður var hand­tekinn í mars 2020 fyrir draga í efa opin­berar tölur stjórn­valda í landinu um fjölda smita í kórónu­veirufar­aldr­inum á Face­book-síðu sinni. Honum var haldið á leyni­legum stað án samskipta við umheiminn í tæpan mánuð þar til hann var ákærður fyrir „dreif­ingu falskra frétta“ og „að ganga til liðs við hryðju­verka­samtök“.

Lestu meira um ástandið í Miðaust­ur­löndum

Marokkó

Í mars 2020, í miðjum kórónu­veirufar­aldri, voru samþykkt lög með óskýrum skil­grein­ingum á „fölskum fréttum“ og bjóða lögin upp á enn frekari ritskoðun og skerð­ingu á tján­ing­ar­frelsinu. Dreifing „falskra frétta“ í þeim tilgangi að skaða „þjóðarör­yggi“ getur varðað allt að fimm ára fang­elsi. Í lok mars 2020, handtók lögreglan 56 einstak­linga fyrir birt­ingu „falskra upplýs­inga“ um kórónu­veirufar­ald­urinn.

Lestu meira um ástandið í Miðaust­ur­löndum