SMS

7. júní 2021

Hvíta-Rúss­land: Blaða­maður numinn á brott og pynd­aður eftir að flugvél sem hann var í var gert að lenda

Raman Prata­sevich, blaða­maður frá Hvíta-Rússlandi á flótta sem hefur gagn­rýnt hvítrúss­neska ríkis­stjórnina, var ólög­lega hand­tekinn þann 23. maí af stjórn­völdum í Hvíta-Rússlandi ásamt maka sínum, Sofiu Sapega. Þau voru í flugi frá Aþenu til Vilníus þegar vélinni var beint í aðra átt og gert að lenda í Minsk vegna sprengju­hót­unar. Raman Prata­sevich var eftir­lýstur í heimalandi sínu vegna „hryðju­verka“ fyrir vinnu sína sem blaða­maður. Verði hann dæmdur sekur á hann yfir höfði sér 20 ára fang­elsis­vist.

Ásamt því að vera blaða­maður er Raman meðstofn­andi NEXTA, sjón­varps­stöðvar sem upplýsti áhorf­endur um friðsæl mótmæli gegn spilltum niður­stöðum í forseta­kosn­ingum í ágúst 2020. Hann hefur hann búið erlendis síðan 2019 vegna ótta um öryggi sitt. Hann var ákærður í Hvíta-Rússlandi í nóvember 2020 fyrir að skipu­leggja uppþot meðal almenn­ings og hvetja til haturs.

Hann var fyrstur til að vera settur á lista í Hvíta-Rússlandi yfir hryðju­verka­fólk

Ákærur á hendur Sofiu eru óþekktar og ekki er vitað til þess að parið hafi fengið að hitta lögfræð­inga. Mynd­band hefur verið lekið þar sem Raman sést í herbergi með bólgið andlit og mar á enni. Þar játar hann sök  en segir að komið sé vel fram við sig. Svona mynd­bönd eru vel þekkt í Hvíta-Rússlandi þar sem játn­ingu er náð fram með pynd­ingum og þau birt til að ógna andstæð­ingum ríkis­stjórn­ar­innar.

Pynd­ingar og ill meðferð eru útbreidd í landinu og notuð gegn andstæð­ingum Alyaks­andr Lukashenka forseta landsins, sem segist hafa unnið kosn­ing­arnar í ágúst 2020. Eftir mótmæli sem brutust út eftir kosn­ing­arnar voru yfir 30 þúsund einstak­lingar hand­teknir eða sekt­aðir. Hundruð þeirra sögðust hafa sætt pynd­ingum. Nokkur hundruð mótmæl­enda hafa verið ákærðir og margir þeirra hlotið langa fang­els­is­dóma í kjölfar órétt­látra rétt­ar­halda.

SMS-félagar krefjast þess að Raman og Sofia verði skil­yrð­is­laust leyst úr haldi og án tafar.

Lestu einnig