Starfið okkar
Starfið okkar
Við berjumst gegn mannréttindabrotum um heim allan með rannsóknum og herferðum. Þannig náum við fram breytingum. Fólk sem er ranglega fangelsað er leyst úr haldi, gerendur sæta ábyrgð og kúgandi lögum er breytt.
Gríptu til aðgerða núna
Starf okkar er sérstaklega brýnt núna vegna átakanna í Mið-Austurlöndum. Rannsakendur Amnesty International safna gögnum um brot á alþjóðlegum lögum á svæðinu.
Mannfall óbreyttra borgara á Gaza heldur áfram að aukast í vægðarlausum sprengjuárásum Ísraels sem hófust í kjölfar gíslatöku Hamas og annarra vopnaðra hópa fyrir rúmu ári síðan.
Niðurstöður nýrrar skýrslu Amnesty International sýnir að Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza.
Án stöðugs fjárstuðnings getum við ekki haldið áfram okkar starfi. Til að safna og greina sönnunargögn þarf sérfræðiþekkingu, háþróaða tækni, starfsfólk á vettvangi ásamt því að gera viðeigandi öryggisráðstafanir.
Með þinni hjálp getum við haldið áfram rannsóknum og safnað saman sönnunargögnum um mannréttindabrot og stríðsglæpi með það að markmiði að draga gerendur til ábyrgðar.
Starf Amnesty International byggist nær eingöngu á styrktarframlagi einstaklinga. Það gerir okkur kleift að vera óháð pólitískum, trúarlegum og efnahagslegum hagsmunum.
Íslandsdeild Amnesty International notar orðið hópmorð í stað þjóðarmorðs fyrir enska orðið genocide til samræmis við íslensk lög. Hugtakið hópmorð nær þar með yfir aðra hópa eins og þjóðernishópa, kynstofna eða trúflokka en ekki eingöngu þjóð.
Starfið okkar
Við berjumst gegn mannréttindabrotum um heim allan með rannsóknum og herferðum. Þannig náum við fram breytingum. Fólk sem er ranglega fangelsað er leyst úr haldi, gerendur sæta ábyrgð og kúgandi lögum er breytt.
Myndbönd
Undanfarin ár hefur Íslandsdeild Amnesty International framleitt ýmis myndbönd tengd mannréttindum og mannréttindabrotum.
Útgefið efni
Eldra útgefið efni
Evrópa: Árásir og takmarkanir grafa undan friðsamlegum mótmælum Dauðarefsingin: Mesti fjöldi aftaka í næstum áratug Ársskýrsla Amnesty International um stöðu mannréttinda í heiminum 2023 Ársskýrsla 2023 Dauðarefsingin: Fjöldi aftaka ekki meiri frá árinu 2017 Ársskýrsla: Tvískinnungur í viðbrögðum Vesturveldanna við mannréttindabrotum Ársskýrsla Íslandsdeildarinnar 2022 Ísland: Binda verður enda á misbeitingu einangrunarvistar án tafar Dauðarefsingin 2021: Fjölgun aftaka í Íran og Sádi-ArabíuMálefni íslandsdeildar
Einnig stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir
ungliðahreyfingu, fjáröflunarstarfi og
mannréttindafræðslu.
Mannréttindafræðsla
1197
Þátttakendur í fræðslustarfi árið 202439
Fjöldi fræðsluerinda árið 2024Íslandsdeild Amnesty International býður upp á fjölbreytt fræðsluefni og úrval fræðsluerinda fyrir leik-, grunn-, og framhaldsskóla. Með fræðslu um mannréttindi getum við barist gegn mismunun, stuðlað að jafnrétti og virkri þátttöku einstaklinga í lýðræðislegum ákvörðunum samfélagsins og þannig unnið að betri heimi.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu