Starfið okkar

Starfið okkar

Við stöndum að ýmsum herferðum um málefni til að vernda og verja mann­rétt­indi. Einnig stendur Íslands­deild Amnesty Internati­onal fyrir ungl­iða­hreyf­ingu, fjár­öfl­un­ar­starfi og mann­rétt­inda­fræðslu.

Myndbönd

Undanfarin ár hefur Íslandsdeild Amnesty International látið framleiða ýmis myndbönd tengd mannréttindum og mannréttindabrotum.

Útgefið efni

Madagaskar: Þurrkar og hungurdauði afleiðing loftslagsváar

Samkvæmt skýrslu Amnesty International, “It will be too late to help us once we are dead”, sem kom út í dag hefur loftslagsvá í heiminum leitt til einna verstu þurrka í sögu Madagaskar. Hungur eykst og um 1 milljón einstaklinga eru nú á barmi hungursneyðar þar í landi. Ástandið í Madagaskar sýnir að loftslagsvá hefur nú þegar valdið miklum þjáningum og dauðsföllum.
Sækja skjal

Mannréttindafræðsla

719

Þátttakendur í fræðslustarfi árið 2021

29

Fjöldi fræðsluerinda árið 2021

Íslands­deild Amnesty Internati­onal býður upp á fjöl­breytt fræðslu­efni og úrval fræðslu­er­inda fyrir leik-, grunn-, og fram­halds­skóla. Með fræðslu um mann­rétt­indi getum við barist gegn mismunun, stuðlað að jafn­rétti og virkri þátt­töku einstak­linga í lýðræð­is­legum ákvörð­unum samfé­lagsins og þannig unnið að betri heimi.

Nánar