SMS

31. október 2022

Íran: Blóðsút­hell­ing­unni verður að linna

Mótmæli hafa brotist út á landsvísu í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa (Zhina) Amini lét lífið í varð­haldi yfir­valda. Írönsk yfir­völd hafa brugðist grimmi­lega við mótmæl­unum. Við krefj­umst þess að alþjóða­sam­fé­lagið grípi til aðgerða.

Siðferð­is­lög­reglan hefur reglu­bundið hand­tekið konur og stúlkur af geðþótta, pyndað og beitt illri meðferð fyrir að fylgja ekki svívrði­legum, niðr­andi og órétt­látum lögum um skyldu­notkun höfuðslæða.

Írönsk yfir­völd hafa á liðnum árum ekki þurft að sæta ábyrgð vegna morða á hundruðum mótmæl­enda eða illrar meðferðar á þúsundum þeirra. Það er tími kominn til að ríki Sameinuðu þjóð­anna takist á við þetta refsi­leysi í Íran.

SMS-félagar krefjast þess að íslensk stjórn­völd beiti sér fyrir því að Sameinuðu þjóð­irnar setji af stað óháða rann­sókn á alvar­leg­ustu mann­rétt­inda­brot­unum í Íran og tryggi að gerendur verði dregnir til ábyrgðar.

Lestu einnig