Fréttir

19. október 2018

Rannsókn á intersex á Íslandi

Í fram­haldi af rann­sókn Amnesty Internati­onal í Danmörku og Þýskalandi og málþingsins; Mannréttindi intersex fólks: Ný nálgun til fram­tíðar sem fram fór hér á landi í febrúar árið 2018 í samstarfi við Samtökin ´78, Intersex Ísland og Mann­rétt­inda­skrif­stofu Ísland, var afráðið að rann­sak­andinn Laura Carter ynni rann­sókn á högum fólks með ódæmi­gerð kynein­kenni hér á landi.

Rann­sóknin fór fram í júní og byggði á viðtölum við fjölda sérs­fræð­inga á heil­brigð­is­sviði auk þess sem rætt var við fólk með ódæmi­gerð kynein­kenni og fjöl­skyldur þeirra. Vitað var áður en rann­sókn­inni var ýtt úr vör hérlendis að aðgerðir væru fram­kvæmdar á unga­börnum enda þótt talið væri að þær væru fáar. Ónógar upplýs­ingar lágu þó fyrir um fjölda slíkra aðgerða hér á landi, embætti land­læknis haldi ekki slíka skrá og á sama tíma og skrán­ingum er ábóta­vant er erfitt að setja þær undir einn hatt því eru einkennin eru ólík sem og þær meðferðir sem notaðar eru.

Litlar upplýs­ingar voru til staðar um stöðu intersex fólks á Íslandi þegar rann­sóknin fór af stað en Amnesty Internati­onal hefur nú mun betri mynd af því hvernig þessum málum er háttað á Íslandi og mun Íslands­deild samtak­anna kynna niður­stöðu rann­sókn­innar í skýrslu sem gefin verður út á næstu mánuðum.

Lestu einnig