Fréttir
10. október 2017Ríkjum sem verja dauðarefsinguna og beita henni fækkar sífellt. Þau ættu að fylgja eftir þróuninni á heimsvísu segir Amnesty International á fimmtánda alþjóðlega baráttudeginum gegn dauðarefsingunni. Í ár eru 40 ár liðin frá hinni sögufrægu „Stokkhólmsyfirlýsingu“, fyrstu alþjóðlegu stefnuyfirlýsingunni um afnám dauðarefsingarinnar.
Yfirlýsingin var gefin út árið 1977 sem ákall til ríkisstjórna heims um að afnema refsinguna með öllu:„Þegar ríki beita valdi sínu til að taka fólk af lífi þá er líklegt að auðvelt sé að brjóta öll önnur réttindi. Ríkisvaldið getur ekki gefið líf, það ætti ekki að dirfast að taka líf.“Þegar yfirlýsingin var gefin út höfðu aðeins 16 ríki, átta í Ameríku og átta í Evrópu, afnumið dauðarefsinguna með öllu í lögum eða framkvæmd.
Í dag hafa 105 ríki afnumið dauðarefsinguna að fullu. Til viðbótar hafa 36 ríki ógilt dauðarefsinguna þegar um glæpi eins og morð ræðir eða eru hætt að beita dauðarefsingunni í reynd enda þótt hún gildi enn í lögum. Árið 2016 beittu aðeins 23 ríki aftökum en mikill meirihluti þeirra átti sér stað í örfáum ríkjum þ.e. Kína, Íran, Sádí-Arabíu, Írak og Pakistan. Amnesty International skorar á öll lönd sem enn beita dauðarefsingunni að hætta þessari grimmilegu refsingu með því að koma á opinberu aftökustoppi og síðan að afnema dauðarefsinguna að fullu í lögum.
Alþjóðlegur baráttudagur gegn Dauðarefsingunni
Á þessu ári er alþjóðlegi baráttudagurinn gegn dauðarefsingunni helgaður tengslunum á milli dauðarefsingarinnar og fátæktar. Rannsóknir sýna að fólk sem býr við bágstödd kjör er hlutfallslega verr sett gagnvart dómskerfinu og eru oftar þolendur dauðarefsingarinnar. Fólk sem býr við bág efnahagsleg og félagsleg kjör kann að eiga erfitt með að ráða verjendur til að gæta hagsmuna sinna. Færni fólks til að kynna sér hinar ýmsu hliðar dómskerfisins fer einnig eftir lestrarkunnáttu og hvort það hefur sterkt félagslegt tengslanet á bak við sig.
Nýleg rannsókn Amnesty International á gögnum sem tengjast beitingu dauðarefsingarinnar í Kína bendir til mynsturs þar sem dauðarefsingunni er hlutfallslega fremur beitt gegn fátækum, fólki með lágt menntunarstig og þeim sem tilheyra ýmsum minnihlutahópum út frá þjóðerni, kynþáttum eða trúarbrögðum.
Í Sádí-Arabíu á tímabilinu frá janúar 1985 til júní 2015 voru 48,5% þeirra sem teknir voru af lífi í landinu af erlendum uppruna. Flestir voru farandverkamenn sem kunnu ekkert í arabísku, tungumálinu sem notað er við yfirheyrslur og meðan á réttarhöldum stendur. Farandverkafólkinu er jafnan neitað um fullnægjandi túlkaþjónustu. Hvorki sendiráð landa þeirra né ræðismannaskrifstofur eru upplýstar nægilega skjótt um handtökurnar og jafnvel ekki aftökurnar. Í sumum tilfellum er fjölskyldum ekki gert viðvart um aftökurnar eða líkunum skilað til greftrunar.
Ákall um aðgerðir
Á alþjóðlegum baráttudegi gegn dauðarefsingunni vekur Amnesty International athygli á ákalli vegna Hoo Yew Wah, fanga á dauðadeild í Malasíu. Hann hlaut dóm fyrir fíkniefnaviðskipti eftir að hafa verið handtekinn árið 2005 og dæmdur til dauða. Amnesty International skorar á stjórnvöld í Malasíu að milda dóminn yfir Hoo Yew Wah. Hoo Yew Wah bjó við bág efnahagleg og félagsleg kjör en hann hætti í skóla og tók að vinna sem kokkur á veitingastað utandyra þegar hann var aðeins 11 ára. Hann var 20 ára þegar hann framdi sitt fyrsta og eina brot sem fól ekki í sér ofbeldi. Hann óskaði eftir mildun dóms frá soldáninum af Johor-fylki sem hefur vald til að náða Hoo Yew Wah. „Ef mér yrði veitt tækifæri vil ég sanna að ég hef breyst. Ég vil leita mér að sómasamlegri vinnu og verja lífi mínu í að annast móður mína.“
Fíkniefnaviðskipti falla ekki undir skilgreininguna á „alvarlegustu glæpunum“ sem beiting dauðarefsingarinnar verður að miðast við samkvæmt alþjóðalögum. Að auki var dauðarefsingin sem Hoo Yew Wah hlaut lögboðin, en slíkt er bannað samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum. Hoo Yew Wah var dæmdur á grundvelli yfirlýsingar sem hann gaf við handtöku sína á mandarínsku sem síðar var þýdd af lögreglu yfir á tungumál Malaja án þess að lögfræðingur væri viðstaddur. Hoo Yew Wah heldur því fram að degi eftir handtökuna, þegar honum var haldið í höfuðstöðvum lögreglu í Jahore, hafi lögregla brotið fingur hans og hótað að berja unnustu hans til að fá hann til að skrifa undir yfirlýsinguna. Dómarar í máli hans litu framhjá þessum atriðum.
Amnesty International biður jafnframt fólk um að grípa til aðgerða vegna annarra dauðarefsingamála, þeirra á meðal vegna:
Bakgrunnsupplýsingar um 40 ára baráttu Amnesty International gegn dauðarefsingunni
Allt frá árinu 1977 hefur Amnesty International átt stóran þátt í þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni gegn dauðarefsingum, m.a. með því að:
Amnesty International er á móti dauðarefsingunni í öllum tilvikum án undantekninga óháð eðli eða aðstæðum glæpsins, sekt eða sakleysi eða öðru tengdu einstaklingnum, eða aðferðum sem ríkið beitir til að taka fólk af lífi. Dauðarefsingin brýtur gegn réttinum til lífs eins og lýst er yfir í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Hún er hin endanlega grimma, ómannúðlega og niðurlægjandi meðferð og refsing.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu