Fréttir

10. október 2017

40 ár frá sögu­legri yfir­lýs­ingu gegn dauðarefs­ing­unni

Ríkjum sem verja dauðarefs­inguna og beita henni fækkar sífellt. Þau ættu að fylgja eftir þróun­inni á heimsvísu segir Amnesty Internati­onal á fimmtánda alþjóð­lega baráttu­deg­inum gegn dauðarefs­ing­unni. Í ár eru 40 ár liðin frá hinni sögu­frægu „Stokk­hólms­yf­ir­lýs­ingu“, fyrstu alþjóð­legu stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni um afnám dauðarefs­ing­ar­innar.

Yfir­lýs­ingin var gefin út árið 1977 sem ákall til ríkis­stjórna heims um að afnema refs­inguna með öllu:„Þegar ríki beita valdi sínu til að taka fólk af lífi þá er líklegt að auðvelt sé að brjóta öll önnur rétt­indi. Ríkis­valdið getur ekki gefið líf, það ætti ekki að dirfast að taka líf.“Þegar yfir­lýs­ingin var gefin út höfðu aðeins 16 ríki, átta í Ameríku og átta í Evrópu, afnumið dauðarefs­inguna með öllu í lögum eða fram­kvæmd.

Í dag hafa 105 ríki afnumið dauðarefs­inguna að fullu. Til viðbótar hafa 36 ríki ógilt dauðarefs­inguna þegar um glæpi eins og morð ræðir eða eru hætt að beita dauðarefs­ing­unni í reynd enda þótt hún gildi enn í lögum. Árið 2016 beittu aðeins 23 ríki aftökum en mikill meiri­hluti þeirra átti sér stað í örfáum ríkjum þ.e. Kína, Íran, Sádí-Arabíu, Írak og Pakistan. Amnesty Internati­onal skorar á öll lönd sem enn beita dauðarefs­ing­unni að hætta þessari grimmi­legu refs­ingu með því að koma á opin­beru aftöku­stoppi og síðan að afnema dauðarefs­inguna að fullu í lögum.

Alþjóð­legur baráttu­dagur gegn Dauðarefs­ing­unni

Á þessu ári er alþjóð­legi baráttu­dag­urinn gegn dauðarefs­ing­unni helg­aður tengsl­unum á milli dauðarefs­ing­ar­innar og fátæktar. Rann­sóknir sýna að fólk sem býr við bágstödd kjör er hlut­falls­lega verr sett gagn­vart dóms­kerfinu og eru oftar þolendur dauðarefs­ing­ar­innar. Fólk sem býr við bág efna­hagsleg og félagsleg kjör kann að eiga erfitt með að ráða verj­endur til að gæta hags­muna sinna. Færni fólks til að kynna sér hinar ýmsu hliðar dóms­kerf­isins fer einnig eftir lestr­arkunn­áttu og hvort það hefur sterkt félags­legt tengslanet á bak við sig.

Nýleg rann­sókn Amnesty Internati­onal á gögnum sem tengjast beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar í Kína bendir til mynsturs þar sem dauðarefs­ing­unni er hlut­falls­lega fremur beitt gegn fátækum, fólki með lágt mennt­un­arstig og þeim sem tilheyra ýmsum minni­hluta­hópum út frá þjóð­erni, kynþáttum eða trúar­brögðum.

Í Sádí-Arabíu á tíma­bilinu frá janúar 1985 til júní 2015 voru 48,5% þeirra sem teknir voru af lífi í landinu af erlendum uppruna. Flestir voru farand­verka­menn sem kunnu ekkert í arab­ísku, tungu­málinu sem notað er við yfir­heyrslur og meðan á rétt­ar­höldum stendur. Farand­verka­fólkinu er jafnan neitað um full­nægj­andi túlka­þjón­ustu. Hvorki sendiráð landa þeirra né ræðis­manna­skrif­stofur eru upplýstar nægi­lega skjótt um hand­tök­urnar og jafnvel ekki aftök­urnar. Í sumum tilfellum er fjöl­skyldum ekki gert viðvart um aftök­urnar eða líkunum skilað til greftr­unar.

Ákall um aðgerðir

Á alþjóð­legum baráttu­degi gegn dauðarefs­ing­unni vekur Amnesty Internati­onal athygli á ákalli vegna Hoo Yew Wah, fanga á dauða­deild í Malasíu. Hann hlaut dóm fyrir fíkni­efna­við­skipti eftir að hafa verið hand­tekinn árið 2005 og dæmdur til dauða. Amnesty Internati­onal skorar á stjórn­völd í Malasíu að milda dóminn yfir Hoo Yew Wah. Hoo Yew Wah bjó við bág efna­hagleg og félagsleg kjör en hann hætti í skóla og tók að vinna sem kokkur á veit­inga­stað utan­dyra þegar hann var aðeins 11 ára. Hann var 20 ára þegar hann framdi sitt fyrsta og eina brot sem fól ekki í sér ofbeldi. Hann óskaði eftir mildun dóms frá soldán­inum af Johor-fylki sem hefur vald til að náða Hoo Yew Wah. „Ef mér yrði veitt tæki­færi vil ég sanna að ég hef breyst. Ég vil leita mér að sóma­sam­legri vinnu og verja lífi mínu í að annast móður mína.“

Fíkni­efna­við­skipti falla ekki undir skil­grein­inguna á „alvar­leg­ustu glæp­unum“ sem beiting dauðarefs­ing­ar­innar verður að miðast við samkvæmt alþjóða­lögum. Að auki var dauðarefs­ingin sem Hoo Yew Wah hlaut lögboðin, en slíkt er bannað samkvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum.  Hoo Yew Wah var dæmdur á grund­velli yfir­lýs­ingar sem hann gaf við hand­töku sína á manda­rínsku sem síðar var þýdd af lögreglu yfir á tungumál Malaja án þess að lögfræð­ingur væri viðstaddur. Hoo Yew Wah heldur því fram að degi eftir hand­tökuna, þegar honum var haldið í höfuð­stöðvum lögreglu í Jahore, hafi lögregla brotið fingur hans og hótað að berja unnustu hans til að fá hann til að skrifa undir yfir­lýs­inguna. Dómarar í máli hans litu framhjá þessum atriðum.

Amnesty Internati­onal biður jafn­framt fólk um að grípa til aðgerða vegna annarra dauðarefs­inga­mála, þeirra á meðal vegna:

  • Síðustu 14 einstak­ling­anna sem eru á dauða­deild í Benín, landi sem hefur afnumið dauðarefs­inguna
  • Ammar al-Baluchi sem bíður rétt­ar­halda og dauða­dóms frammi fyrir herdóm­stóli í Gvant­anamó og sætt hefur pynd­ingum í varð­haldi

 

Bakgrunns­upp­lýs­ingar um 40 ára baráttu Amnesty Internati­onal gegn dauðarefs­ing­unni

Allt frá árinu 1977 hefur Amnesty Internati­onal átt stóran þátt í þeim árangri sem náðst hefur í barátt­unni gegn dauðarefs­ingum, m.a. með því að:

  • Hafa eftirlit með dauða­dómum og aftökum um heim allan og gefa út ársskýrslur þar um
  • Styðja einstak­linga á dauða­deild, berjast fyrir þeirra hönd og í sumum tilfellum hefur okkur tekist að koma í veg fyrir aftökur þeirra.
  • Hvetja til afnáms dauðarefs­ing­ar­innar á landsvísu, eins og t.d. nýverið í Mong­ólíu.
  • Aðstoða við að þróa alþjóðalög og viðmið til að takmarka beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar og ýta undir það markmið að hún verði með öllu afnumin.
  • Spila mikil­vægt hlut­verk í að styðja innleið­ingu á ályktun Sameinuðu þjóð­anna um aftöku­stopp árið 2007. Alls­herj­ar­þing SÞ kallaði í fyrsta sinn eftir því að allar aftökur yrðu stöðv­aðar með það að marki að afnema dauðarefs­inguna.
  • Taka þátt í að styrkja alþjóð­lega baráttu­hreyf­ingu gegn dauðarefs­ing­unni, m.a. með því að vinna náið með Heims­hreyf­ingu gegn dauðarefs­ingu.

 

Amnesty Internati­onal er á móti dauðarefs­ing­unni í öllum tilvikum án undan­tekn­inga óháð eðli eða aðstæðum glæpsins, sekt eða sakleysi eða öðru tengdu einstak­lingnum, eða aðferðum sem ríkið beitir til að taka fólk af lífi.  Dauðarefs­ingin brýtur gegn rétt­inum til lífs eins og lýst er yfir í Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna. Hún er hin endan­lega grimma, ómann­úð­lega og niður­lægj­andi meðferð og refsing.

Lestu einnig