Viðburðir

26. maí 2021

60 ára afmæli Amnesty Internati­onal

Í tilefni af 60 ára afmæli Amnesty Internati­onal stöndum við fyrir viðburði í Póst­hús­stræti við Aust­ur­völl næst­kom­andi föstudag, 28. maí klukkan 17:00.

Heið­ur­stitilinn „Aðgerðasinni Amnesty Internati­onal“ verður veittur einstak­lingi sem barist hefur fyrir mann­rétt­indum af krafti og elju­semi með aðgerðum sínum. Fjöl­margar tilnefn­ingar bárust frá almenn­ingi og greini­legt að margt baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum má finna hér á landi. Claudia Ashanie Wilson veitir viður­kenn­inguna fyrir hönd stjórnar Íslands­deildar Amnesty Internati­onal.

Þá fögnum við þessum stóra áfanga með opnun sýningar þar sem farið verður yfir sögu og mann­rétt­inda­sigra samtak­anna. Sýningin verður á göngu­götu Póst­hús­strætis og gefst almenn­ingi kostur á að njóta hennar fram eftir sumri.

Viðburð­urinn er opinn almenn­ingi og léttar veit­ingar verða í boði.

Lestu einnig