Tilkynning

11. mars 2024

Aðal­fundur Íslands­deildar Amnesty Internati­onal 2024

Aðal­fundur Íslands­deildar Amnesty Internati­onal verður haldinn fimmtu­daginn 21. mars 2024 kl. 18:00 í Hann­es­ar­holti, Grund­ar­stíg 10, 101 Reykjavík.

Á dagskrá eru hefð­bundin aðal­fund­ar­störf, m.a.:

  • Skýrsla stjórnar um liðið starfsár kynnt
  • Starfs­áætlun fyrir komandi starfsár lögð fram
  • Skýrsla stjórnar um fjárhag deild­ar­innar og fjár­hags­áætlun kynnt
  • Ársreikn­ingar lagðir fram til samþykktar
  • Kosning stjórnar og félags­kjör­inna skoð­un­ar­manna
  • Ákvörðun tekin um upphæð árgjalds
  • Laga­breyt­inga­til­lögur kynntar og afgreiddar (6. grein. Félagar sem óska eftir að hætta fjár­stuðn­ingi við deildina falla af félaga­skrá samstundis nema að þeir óski sérstak­lega eftir því að vera á félaga­skrá.)
  • Önnur mál

 

Íslands­deild hvetur alla áhuga­sama um mann­rétt­indi til að bjóða sig fram í stjórn samtak­anna.

Spurn­ingum varð­andi kosn­ingu og stjórn­ar­setu skal beint til Evu Einars­dóttur, formanns Íslands­deildar Amnesty Internati­onal á netfangið eva@amnesty.is.

Laga­breyt­ing­ar­til­laga í heild sinni:

Að bæta nýjum 3. málslið í 6. grein laga Íslands­deildar Amnesty Internati­onal svohljóð­andi:

„Félagar sem óska eftir að hætta fjár­stuðn­ingi við deildina falla af félaga­skrá samstundis nema að þeir óski sérstak­lega eftir því að vera á félaga­skrá.”

þannig að greinin í heild hljóði þannig:

„6. gr. Aðild að Íslands­deild Amnesty Internati­onal geta átt þeir einstak­lingar sem styðja markmið og starf­semi samtak­anna. Félagar greiði tilskilið árgjald og hafi þeir ekki gert það innan níu mánaða frá gjald­daga er Íslands­deild Amnesty Internati­onal heimilt að fella nafn þeirra af félaga­skrá. Félagar sem óska eftir að hætta fjár­stuðn­ingi við deildina falla af félaga­skrá samstundis nema að þeir óski sérstak­lega eftir því að vera á félaga­skrá. Gjafir og styrkt­arfé skulu renna óskipt til að vinna að fram­gangi mark­miða deild­ar­innar. Stjórn deild­ar­innar hefur heimild til að víkja félags­manni úr henni þyki hann brjóta lög hennar. Þeirri ákvörðun stjórnar getur félags­maður skotið til aðal­fundar eða auka­að­al­fundar, sem tekur endan­lega ákvörðun um brott­vikn­ingu. Einfaldur meiri­hluti atkvæða ræður úrslitum í öllum málum nema annað sé tekið fram í lögum þessum.”

 

Lestu einnig