Tilkynning

26. mars 2021

Aðal­fundur: Ný stjórn Íslands­deild­ar­innar 2021

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International var haldinn 17. mars síðast­liðinn á skrifstofu samtakanna. Fundurinn fór einnig fram á vefnum en er þetta í annað sinn sem boðið var upp á fjarfund. Góð mæting var á fundinn. Eins og venja er var ársskýrsla deild­ar­innar flutt og ársreikn­ingar kynntir sem voru síðan bæði samþykkt á fund­inum.  

Kosið var til nýrrar stjórnar. Þórhildur Elísabet Þórs­dóttir var kosin formaður og er yngsti formaður deild­ar­innar. Hún er með víðtæka reynslu innan Amnesty Internati­onal og mikill fengur fyrir deildina. Helena Hafsteins­dóttir og Harpa Péturs­dóttir gengu til liðs við stjórnina. Þær eru vel kunn­ugar störfum Íslands­deild­ar­innar sem fyrrum ungliði og sumar­starfs­maður. 

Við þökkum Magnúsi Davíð Norð­dahl, fráfar­andi formanni, og Rakel Haralds­dóttur, fráfar­andi gjald­kera, fyrir vel unnin störf í þágu mann­rétt­inda. Við bjóðum einnig nýja stjórn­ar­með­limi velkomna og óskum þeim velfarn­aðar í þessu nýja hlut­verki. 

STJÓRN 2021 -2022 SKIPA: 

Þórhildur Elísabet Þórs­dóttir, formaður 

Eva Einars­dóttir, meðstjórn­andi 

Ólöf Salmon Guðmunds­dóttir, meðstjórn­andi 

Claudia Wilson, meðstjórn­andi 

Sigurður Andrean Sigur­geirsson, meðstjórn­andi 

Helena Hafsteins­dóttir, vara­maður 

Harpa Péturs­dóttir, vara­maður 

Gesta­fyr­ir­lesari í lok fundar

Í lok fundar var gesta­fyr­ir­lesari með stutt erindi. Úígúri með stöðu flótta­manns á Íslandi sagði frá áhuga­verðri sögu sinni og ræddi ofsóknir kínverskra stjórn­valda gegn þessum minni­hluta­hópi í heimalandi sínuÚígúrar búsettir utan Kína verða einnig fyrir ofsóknum og því kom gesta­fyr­ir­les­arinn fram undir nafn­leynd.  

Hægt er að leggja sitt af mörkum og skrifa undir ákall Amnesty til stuðn­ings máli Úígúra búsetta erlendis sem óska þess að sameinast börnum sínum á ný eftir langan aðskilnað vegna ofsókna. Skrifaðu undir hér. 

Ítar­efni

Ársskýrsla 2020

Úígúrar búsettir erlendis ofsóttir 

Sex sögur Úígúra: Foreldrar aðskildir frá börnum sínum 

 

Lestu einnig