Fréttir

19. mars 2020

Kína: Úígúrar búsettir erlendis ofsóttir

Kína beitir kerf­is­bundnum ofsóknum gegn Úígúrum og öðrum múslimskum minni­hluta­hópum ekki bara innan­lands heldur einnig í öðrum löndum samkvæmt vitn­is­burðum í rann­sókn Amnesty Internati­onal. Rann­sóknin var birt í febrúar 2020 og er byggð á vitn­is­burðum þessara minni­hluta­hópa.

Amnesty Internati­onal safnaði upplýs­ingum frá 400 Úígúrum, Kasökum, Úsbekum og öðrum múslimskum minni­hluta­hópum sem búa í 22 löndum í fimm heims­álfum frá tíma­bilinu sept­ember 2018 til sept­ember 2019. Í frásögnum þeirra kemur berlega í ljós ótti og ofsóknir sem þessi samfélög upplifa daglega. Kína hefur ofsótt þessa hópa um heim allan með því að beita þrýst­ingi frá sendi­ráðum sínum, í gegnum samskipta­forrit og með hótunum símleiðis.

 

 

„Jafnvel þó að Úígúrar og aðrir minni­hluta­hópar hafi náð að flýja ofsóknir í Xinjiang þá eru þeir ekki öruggir. Kínversk stjórn­völd reyna að finna leiðir til að hafa upp á þessum hópum, ógna þeim og á endanum er mark­miðið að neyða einstak­linga til að snúa aftur heim þar sem þeirra bíða grimm örlög. Það er meðal annars gert með því að þrýsta á önnur stjórn­völd að vísa þeim úr landi.“

Patrik Poon, rann­sak­andi um Kína hjá Amnesty Internati­onal.

Fjöldi Úígúra sem rætt var við sagði að yfir­völd i Xinjiang hafi herjað á fjöl­skyldu­með­limi til að þagga niður í þeim sem búa erlendis. Aðrir sögðu að kínversk yfir­völd hefðu notað samskipta­forrit til að hafa uppi á þeim og ógna. Vitn­is­burðir Úígúra sýna einnig hvernig sendiráð hafa verið notuð til að safna upplýs­ingum um þessa hópa í öðrum löndum.

Ofsóknir Kína gegn Úígúrum, Kasökum og öðrum minni­hluta­hópum í Xianjiang, sem hófust árið  2017 með fjölda­hand­tökum, eiga sér ekki fordæmi. Áætlað er að ein milljón einstak­linga hafi verið í haldi í svoköll­uðum endur­mennt­un­ar­búðum þar sem brotið var á mann­rétt­indum þeirra.

Í síðasta mánuði var gögnum lekið til fjöl­miðla frá kínverskum stjórn­völdum sem sýna að stjórn­völd söfnuðu persónu­legum upplýs­ingum um fólk frá Xinjiang, eins og trúar­legum venjum þess og persónu­legum samböndum, til að ákvarða hverja ætti að senda í endur­mennt­un­ar­búðir. Þessi gögn styðja við gögn Amnesty Internati­onal.

Mikil­vægt er að stjórn­völd annarra ríkja verndi fólk frá Xianjang sem býr í þeirra landi gegn ógnunum frá kínverskum sendi­ráðum og útsend­urum og komi í veg fyrir að einstak­lingar séu þving­aðir aftur til Kína.

 

Vitnisburðir um ofsóknir

Yunus Tohti

Yunus Tohti var nemandi í Egyptalandi þegar kínversk stjórn­völd höfðu samband við hann í gegnum WeChat. Hann var spurður hvenær hann myndi snúa aftur til Xinjiang og var skipað að gefa upp persónu­legar upplýs­ingar eins og afrit af vega­bréfi sínu. Yunus taldi sig ekki lengur vera öruggan og flúði frá Egyptalandi til Tyrk­lands og endaði svo í Hollandi. Nokkrum mánuðum síðar hringdi lögreglan í Xinjiang í eldri bróður hans sem var í Tyrklandi. Bróður hans var sagt að lögreglan væri hjá foreldrum hans  og að hann ætti að snúa aftur til Xianjiang. Hann áleit þetta vera óbeina hótun gegn öryggi foreldra hans. Yunus Tohti hefur í kjöl­farið misst samband við fjöl­skyldu­með­limi sína í Xinjiang og óttast að þeir hafi verið hand­teknir eða eitt­hvað þaðan af verra hafi komið fyrir.

 

Dilnur Enwer 

Dilnur Enwer segist hafa fengið fjöl­mörg símtöl frá kínverska sendi­ráðinu og óþekktum einstak­lingum síðan hún kom til Kanada í janúar 2019 þar sem hún sótti um alþjóð­lega vernd. Dilnur óttast að fara í kínverska sendi­ráðið eins og hún var beðin um til að sækja skjöl sem voru sögð  mikilvæg. Áður en hún missti allt samband við ættingja sína varaði einn ættingi hennar, sem gæti hafa heyrt upplýs­ingar frá lögregl­unni í Xinjiang, við því að sendi­ráðið myndi reyna að góma hana í þeim tilgangi að senda aftur til Xinjiang ef hún færi ekki sjálf­viljug til baka. Hún hefur ekki þorað að tala um varð­hald foreldra sinna í apríl 2017 þar sem hún óttast um öryggi sitt eða ættingja sinna í Xinjiang.

Erkin (dulnefni) 

Ekrin er Úígúri búsettur í Banda­ríkj­unum. Hann sagði Amnesty Internati­onal að örygg­is­veit­ar­menn í Kína hefðu haft samband við hann í gegnum samskipta­for­ritið What­sApp. Erkin fékk sent mynd­band af föður sínum sem bað hann um að vera samvinnu­þýðan við örygg­is­sveit­ar­mennina til að foreldrar hans gætu fengið vega­bréf og flust til Banda­ríkj­anna þar sem hann býr.

Sömu menn reyndu að mynda tengsl við hann með því að segjast vera vinir föður hans. Þeir sögðust geta skipu­lagt reglu­legt spjall við ættingja hans í mynd ef hann væri samvinnu­þýður. Erkin spurði hvað menn­irnir vildu en þeir útskýrðu það ekki frekar. Hann hætti að svara þeim og eftir tvo daga var ekki lengur haft samband við hann.

Erkin hafði ekki fengið neinar upplýs­ingar um fjöl­skyldu sína þegar hann ræddi við Amnesty Internati­onal í lok ágúst 2019.

Rushan Abbas 

Rushan Abbas sagði Amnesty Internati­onal að líf hennar hefði koll­varpast eftir að systir hennar Gulshan var numin á brott í Xinjiang í sept­ember 2018. Rushan er Úígúri og aðgerðasinni í Banda­ríkj­unum. Hún er fram­kvæmda­stjóri þrýsti­hóps í Banda­ríkj­unum, Campaign for Uyghurs.

„Það líður ekki sá dagur sem ég hef ekki talað um þessi grimmd­ar­verk.“ 

Rushan telur að systir hennar sem er læknir á eftir­launum hafi verið hand­tekin nokkrum dögum eftir að Rushan hélt ræðu um fjölda­hand­tökur Úígúra í Xinjiang. Kínversk stjórn­völd hafa sakað hana um að vera aðskiln­að­ar­sinni og dreifa óhróðri um varð­hald Úígúra í Xinjiang.

„Þetta eru skipu­lagðar aðgerðir af hálfu yfir­valda í Peking til að þagga niður í mér og stöðva löglegar aðgerðir mínar í Banda­ríkj­unum.“ 

 

Ismayil Osman

Ismayil Osman greinir frá því hvernig var reynt að fá hann til að njósna um aðra Úígúra í Hollandi þar sem hann býr.

„Kínverskir lögreglu­menn báðu bróður minn í Xinjiang um síma­núm­erið mitt. Í nóvember 2014 fór lögreglan til bróður míns og neyddi hann til að hringja í mig. Þeir tóku síðan við símanum og sögðu mér að ég þyrfti að njósna og veita upplýs­ingar um aðra Úígúra í Hollandi. Annars yrði bróðir minn numinn á brott.“ 

 

Vitn­is­burður Úígúra í rann­sókn Amnesty Internati­onal:

  • 21 sagði að kínversk stjórn­völd höfðu ógnað þeim í samskipta­for­riti.
  • 39 fengu ógnandi símtöl þar sem beðið var um persónu­legar upplýs­ingar.
  • 181 fékk hótanir þegar þeir reyndu að tala um ástandið.
  • 26 voru beðnir að veita upplýs­ingar um aðra.

 

Um 1-1,6 millj­ónir Úígúra búa utan Kína. Flestir eru í Kasakstan, Kirg­istan og Úsbekistan. Einnig má finna smærri samfélög Úígúra í öðrum löndum eins og Afgan­istan, Ástr­alíu, Belgíu, Kanada, Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Sádi-Arabíu, Hollandi, Tyrklandi og Banda­ríkj­unum.

Lestu einnig