Aðför Kína gegn minnihlutahóp Úígúra í Xinjiang-héraði hefur leitt til þess að foreldrar hafa orðið viðskila við börn sín. Með þinni undirskrift getum við komið í veg fyrir aðskilnað barna frá foreldrum sínum.
Mihriban Kader og eiginmaður hennar Ablikim Memtinin flúðu frá Xingjiang til Ítalíu árið 2016 eftir áreitni og þrýsting lögreglu um að láta vegabréf sín af hendi. Börn þeirra voru skilin eftir í umsjá ömmu sinnar og afa sem átti aðeins að vera tímabundið, en stuttu síðar var amman tekin í fangabúðir og afinn yfirheyrður af lögreglu.
Mihriban Kader og Ablikim Memtinin fengu leyfi frá ítölskum yfirvöldum til að fá börnin til sín í nóvember 2019. Til að sækja um ítalskt landvistarleyfi þurftu börnin fjögur, sem eru á aldrinum tólf til sextán ára, að ferðast án fylgdar fullorðinna um langa leið til ítalska sendiráðsins í Sjanghæ til að fá vegabréfsáritun.
Því miður voru þau tekin af lögregluyfirvöldum og færð á munaðarleysingjahæli og heimavistarskóla í Xinjiang.
Saga þessarar fjölskyldu er ekki einstök. Foreldrar sem eru í minnihlutahóp Úígúra og búsettir erlendis þurftu mörg hver að skilja eitt eða fleiri börn eftir í umsjá ættingja í Xinjiang. Sumir þessara foreldra hafa svo komist að því að börnin hafa verið flutt nauðug á ríkisrekin munaðarleysingjahæli eða heimavistarskóla í kjölfarið af handtöku ættingjanna.
Þessi aðför gegn minnihlutahóp Úígúra í Xinjiang hefur komið í veg fyrir að foreldrar geti snúið til Kína að sinna börnum sínum. Sömuleiðis er nær ómögulegt fyrir foreldrana að fá börnin til sín vegna þess að börnin fá ekki vegabréf eða þau hafa verið tekin af þeim.
Krefstu þess að kínversk stjórnvöld leyfi Úígúrum búsettum erlendis að fá börnin til sín.
Fleiri sögur aðskildra fjölskyldna Úígúra má finna hér.